Skoðun

Menningar­hús á Suður­land, takk!

Tómas Ellert Tómasson skrifar

Engum blöðum er um það að fletta að eitt brýnasta samfélagslega verkefnið á Suðurlandi, er að fullgera Menningarhúsið á Selfossi.



Forsætisráðherra hefur gefið því undir fótinn að eitthvað færi að gerast í málefnum Menningarhússins bráðlega - sem hefur nú staðið óklárað í áratugi. Heimamenn eru því bjartsýnir, eftir yfirlýsingar forsætisráðherra að það gerist nú í haust er fjárlaganefnd kemur saman og að þar verði gert ráð fyrir Menningarhúsi Suðurlands á samþykkt fjárlög næsta árs.



Kæru ráðherrar og þingmenn, við íbúar á Suðurlandi biðlum til ykkar um að þið veitið myndarlegu fjármagni til lúkningar Menningarhússins okkar í fjárlögum nú í haust svo koma megi því í blómlega menningarstarfsemi sem allra fyrst – með fyrirfram þökk!



Höfundur er bæjarfulltrúi Miðflokksins, varaformaður bæjarráðs og formaður Eigna- og veitunefndar í Svf. Árborg.

Menningarhúsið á Selfossið.Tómas Ellert
Vísir/Magnús Hlynur


Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Skoðun

Skoðun

Saman gegn ríkisofbeldi

Vilhjálmur Yngvi Hjálmarsson,Örlygur Steinar Arnaldsson,Sigurhjörtur Pálmason,Simon Valentin Hirt,Kristbjörg Arna E. Þorvaldsdóttir,Ari Logn,Margrét Rut Eddudóttir skrifar

Sjá meira


×