Viðskipti innlent

Tap Sýnar á þriðja ársfjórðungi nam 71 milljón

Andri Eysteinsson skrifar
Fréttastofa Stöðvar 2, Vísis og Bylgjunnar er í eigu Sýnar hf.
Fréttastofa Stöðvar 2, Vísis og Bylgjunnar er í eigu Sýnar hf. Vísir/Hanna
Árshlutareikningur Sýnar hf. fyrir fyrstu níu mánuði ársins 2019 var samþykktur á stjórnarfundi félagsins í dag 6. nóvember.Tap Sýnar hf. á þriðja ársfjórðungi nam 71 milljón króna samanborið við 207 milljón króna hagnað á sama tímabili í fyrra. Tapið á fjórðungnum skýrist að mestu vegna einskiptiskostnaðar að fjárhæð 150 m. kr sem samanstendur af uppgjöri á vaxtaskiptasamningi félagsins og starfslokagreiðslum.Hagnaður félagsins á fyrstu níu mánuðum ársins nam 384 milljónum króna sem er 135 milljóna króna hækkun frá fyrra ári.„Uppgjörið er vitnisburður um að við höfum náð tökum á rekstrinum. Nýtt spáferli sem unnið er eftir gefur okkur mun betri mynd af undirliggjandi þáttum og við teljum að það muni leiða til frekari bata í rekstri á næstu fjórðungum,“ segir Heiðar Guðjónsson forstjóri Sýnar hf.„Sjóðsstreymi 3. ársfjórðungs batnar á milli ára og reksturinn batnar umtalsvert frá öðrum ársfjórðungi. Aðgerðir sem gripið var til í sumar, með endursamningu við birgja og fækkun stöðugilda mun koma fram í rekstri við lok ársins og að fullu á nýju ári.“Þá voru kaup á upplýsingatækni fyrirtækinu Endor samþykkt af stjórn félagsins. Endor verður dótturfélag fyrirtækisins.Aðrar niðurstöður árshlutareikningsins voru meðal annars þær að tekjur á þriðja ársfjórðungi 2019 námu 4.878 m.kr. sem er 5,2% lækkun frá sama tímabili 2018. Þá nam EBITDA 1.623 m.kr. á ársfjórðungnum í samanburði við 1.785 m.kr. á sama tímabili í fyrra. Þá haldast horfur vegna ársins 2019 óbreyttar.Vísir er í eigu Sýnar hf.

Tengd skjöl
Fleiri fréttir

Sjá meira


Mesta hækkun dagsins


Félag
Br.%
Fjöldi
Velta*
ICEAIR
8,75
20
3.458
KVIKA
1,22
1
50
BRIM
0
2
81.123
ORIGO
0
1
362
SKEL
0
3
16.532

Mesta lækkun dagsins


Félag
Br.%
Fjöldi
Velta*
SYN
-2,53
11
49.809
ARION
-2,46
16
343.746
ICESEA
-1,46
2
9.625
SIMINN
-1,33
4
96.937
REITIR
-0,92
3
33.894
Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.