Er lífskjarasamningurinn í uppnámi? Hjálmar Jónsson skrifar 7. nóvember 2019 09:56 Samningur Samtaka atvinnulífsins eða fyrirtækis innan þeirra vébanda, Landsvirkjunar, við þrjú stærstu iðnfélög landsins, markar þáttaskil í mörgu tilliti og vekur spurningar um hvort að svonefndur lífskjarasamningur sé í uppnámi. Í öllu falli hlýtur samningurinn að koma til skoðunar í þeim kjaraviðræðum sem nú standa yfir í Karphúsinu, en ósamið er enn við stóran hluta launþega í þessu landi, einkum þá sem eiga í samningssambandi við ríki og sveitarfélög. Fyrir það fyrsta er samningurinn afturvirkur. Samtök atvinnulífsins hafa alltaf haldið því fram að þau geri ekki afturvirka samninga og þess vegna hefur verið samið um eingreiðslur, misháar í gegnum tíðina, til að bæta fyrir liðna tíð hafi samningar dregist úr hófi. Þessi samningur er hins vegar samkvæmt efni sínu afturvirkur frá 1. apríl síðastliðnum eða í sjö mánuði. Það gildir bæði um mánaðarlega hækkun frá 1. apríl samkvæmt lífskjarasamningnum og verulega hækkun í launatöflu sem einnig er afturvirk í sjö mánuði. Athyglisvert við launatöfluhækkunina, sem kveðið er á um í bókun sem fylgir kjarasamningnum, en ekki honum sjálfum, er að hluti ábata sem ætla megi að fylgi endurskoðun vinnufyrirkomulags, sem ekki hefur verið ráðist í ennþá „hefur verið veitt inn í launatöflu samnings þessa með viðbótarhækkun mánaðarlauna umfram almennar hækkanir kauptaxta kjarasamnings,“ eins og segir í samningnum. Þannig er samið um afturvirka hækkun vegna ábata sem ekki er fyrir hendi og alls óvíst hvort af verði og hversu mikill. Loks er kveðið um frekari ábata til starfsmanna „þegar endurskoðað vinnufyrirkomulag liggur fyrir.“ Samkvæmt launatöflunni sem gildir frá 1. apríl síðastliðnum eru lægstu byrjendalaun 464.920 og hæstu laun eftir 7 ár í starfi 778.467 krónur. Spanið í töflunni er þannig yfir 300 þúsund krónur og deilist á 38 launaflokka og 5 aldursþrep. Til viðbótar er kveðið á um 36 tíma vinnuviku frá næsta vori og deilitölu 156 í mánaðarlaun í stað 173,33. Það þýðir að tímakaup í dagvinnu hækkar um rúm 11%. Svo einfalt dæmi sé tekið af launþega með 500.000 krónur í mánaðarlaun að þá er tímakaup hans fyrir vinnutímastyttingu 2.885 krónur. Eftir vinnutímastyttinguna verður tímakaupið 3.205 krónur, sem er rúmlega 300 króna hækkun á tímann. SA hafa haldið því fram í ræðu og riti að upptaka virks vinnutíma í þessu samhengi, þ.e. að kaffitímar séu teknir út úr vinnutímanum, skipti máli, þar sem mánaðarlaunin eru óbreytt fyrir og eftir vinnutímastyttinguna. Nú kann það að skipta máli á einstaka vinnustað, háð vinnufyrirkomulagi og eðli þess starfs sem um er að ræða. Meginatriðið hlýtur þó að vera þau laun sem fólk fær á unna tímaeiningu. Svo einfalt dæmi sé tekið: Ef þú vinnur að meðaltali 50 tíma á viku, eins og sannarlega margir gera, þá eru 40 tímar dagvinna og 10 tímar yfirvinna. Eftir vinnutímastyttinguna vinnur sami maður 36 tíma í dagvinnu og 14 tíma yfirvinnu og hefur því hækkað í launum sem því nemur. Sú staðreynd að SA gerðu kröfu um upptöku yfirvinnu 1 og yfirvinnu 2 undirstrikar þessa staðreynd. Loks er athyglisvert að samkvæmt samningi Landsvirkjunar og iðnaðarmannafélaganna er heimilt að sleppa því að taka upp eftirvinnu 1 og 2, eins og kveðið er á um í almennum kjarasamningum SA og iðnaðarmanna. Mikil óánægja var með það ákvæði meðal margra iðnaðarmannafélaga og gerði það næstum verkum að þeir samningar voru felldir síðastliðið vor, enda leiddi þetta ákvæði til þess að sumir iðnaðarmenn voru mögulega að lækka í yfirvinnulaunum vegna lækkunar á hlutfalli í yfirvinnu 1. Nú er reynsla fyrir því að oft í gegnum tíðina hefur verið samið við smærri aðila um eitthvað annað og meira en samdist um við stóra borðið. Það sem er sérstakt við þennan samning er, að þarna er eitt stærsta fyrirtæki landsins, sem sækir tekjur sínar til skattborgara þessa lands og er innan Samtaka atvinnulífsins, að semja við þrjú stærstu iðnfélög landsins. Það hlýtur að vekja umhugsun í ljósi þeirrar kjarastefnu sem mótuð var í landinu síðastliðið vor og lögð hefur verið áhersla á að gildi um alla landsmenn. Skylt er að nefna að undirritaður er blaðamaður, sem skrifaði um kjaramál fyrir Morgunblaðið í 20 ár og er nú um stundir formaður Blaðamannafélags Íslands, sem á í kjaradeilu við Samtök atvinnulífsins.Höfundur er formaður Blaðamannafélags Íslands. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Fjölmiðlar Hjálmar Jónsson Kjaramál Tengdar fréttir „Gjafir eru yður gefnar” Það er fagnaðarefni að Landsvirkjun skuli hafa náð samningum við starfsmenn sína, eins og ég les um í fréttum í morgun. 6. nóvember 2019 11:00 Mest lesið Halldór 13.09.2025 Halldór Óvelkomnar alls staðar Kristín Davíðsdóttir Skoðun Ég er eins og ég er – um heilbrigðisþjónustu við trans fólk Alma D. Möller Skoðun Frá upplausn til uppbyggingar Þór Pálsson Skoðun Hagsmunir sveitanna í vasa heildsala Anton Guðmundsson Skoðun Verið að vinna sér í haginn Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Sýklasótt – tími og þekking skiptir máli Alma Möller Skoðun Er ég eins og ég er? - Svar við pistli heilbrigðisráðherra Eldur Smári Kristinsson Skoðun Furðuleg meðvirkni með fúskurum Jón Kaldal Skoðun Við elskum pizzur Herdís Magna Gunnarsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Er ég eins og ég er? - Svar við pistli heilbrigðisráðherra Eldur Smári Kristinsson skrifar Skoðun Eftir höfðinu dansa limirnir Hallfríður Þórarinsdóttir skrifar Skoðun Sýklasótt – tími og þekking skiptir máli Alma Möller skrifar Skoðun Frá upplausn til uppbyggingar Þór Pálsson skrifar Skoðun Hagsmunir sveitanna í vasa heildsala Anton Guðmundsson skrifar Skoðun Verið að vinna sér í haginn Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Ég er eins og ég er – um heilbrigðisþjónustu við trans fólk Alma D. Möller skrifar Skoðun Óvelkomnar alls staðar Kristín Davíðsdóttir skrifar Skoðun Samstillt átak um öryggi Íslands Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir,Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Við elskum pizzur Herdís Magna Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Grafið undan grunnstoð samfélagsins skrifar Skoðun Fjölbreytt líf í sjónum Sæunn Júlía Sigurjónsdóttir,Jóhanna Malen Skúladóttir,Laura Sólveig Lefort Scheefer skrifar Skoðun Hæfniviðmið eða tölulegar einkunnir, hvað segir okkur meira um nám? Bryngeir Valdimarsson skrifar Skoðun Gætum eggja og forðumst náttúruleysi! Pétur Heimisson skrifar Skoðun Hraðara regluverk fyrir ómissandi innviði! Sólrún Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Lesblinda og skólahald á Norðurlöndunum Snævar Ívarsson skrifar Skoðun Heimspeki og hugmyndaheimur Kína Jón Sigurgeirsson skrifar Skoðun Furðuleg meðvirkni með fúskurum Jón Kaldal skrifar Skoðun Þegar viska breytist í vopn Þórdís Hólm Filipsdóttir skrifar Skoðun Þingmálaskrá og fjárlagafrumvarp 2026: „Tiltekt“ á kostnað lífskjara Svandís Svavarsdóttir,Guðmundur Ingi Guðbrandsson skrifar Skoðun Verndum líffræðilega fjölbreytni í hafi! Laura Sólveig Lefort Scheefer,Valgerður Árnadóttir,Þorgerður María Þorbjarnardóttir skrifar Skoðun Jafnréttisstofa í 25 ár: Er þetta ekki komið? Martha Lilja Olsen skrifar Skoðun Hvar er textinn? Sigurlín Margrét Sigurðardóttir skrifar Skoðun Berklar, Krakk og Rough Sleep Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Blóðugar afleiðingar lyga Hjörvar Sigurðsson skrifar Skoðun Hinsegin samfélagið á heimili í Hafnarfirði Valdimar Víðisson skrifar Skoðun Áhrif Vesturlanda og vöxtur Kína Jón Sigurgeirsson skrifar Skoðun Alvöru fjárlög fyrir venjulegt fólk Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Hafa börn frjálsan vilja? Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Dagur sjálfsvígsforvarna – tryggjum raunverulegt aðgengi að sálfræðimeðferð Pétur Maack Þorsteinsson skrifar Sjá meira
Samningur Samtaka atvinnulífsins eða fyrirtækis innan þeirra vébanda, Landsvirkjunar, við þrjú stærstu iðnfélög landsins, markar þáttaskil í mörgu tilliti og vekur spurningar um hvort að svonefndur lífskjarasamningur sé í uppnámi. Í öllu falli hlýtur samningurinn að koma til skoðunar í þeim kjaraviðræðum sem nú standa yfir í Karphúsinu, en ósamið er enn við stóran hluta launþega í þessu landi, einkum þá sem eiga í samningssambandi við ríki og sveitarfélög. Fyrir það fyrsta er samningurinn afturvirkur. Samtök atvinnulífsins hafa alltaf haldið því fram að þau geri ekki afturvirka samninga og þess vegna hefur verið samið um eingreiðslur, misháar í gegnum tíðina, til að bæta fyrir liðna tíð hafi samningar dregist úr hófi. Þessi samningur er hins vegar samkvæmt efni sínu afturvirkur frá 1. apríl síðastliðnum eða í sjö mánuði. Það gildir bæði um mánaðarlega hækkun frá 1. apríl samkvæmt lífskjarasamningnum og verulega hækkun í launatöflu sem einnig er afturvirk í sjö mánuði. Athyglisvert við launatöfluhækkunina, sem kveðið er á um í bókun sem fylgir kjarasamningnum, en ekki honum sjálfum, er að hluti ábata sem ætla megi að fylgi endurskoðun vinnufyrirkomulags, sem ekki hefur verið ráðist í ennþá „hefur verið veitt inn í launatöflu samnings þessa með viðbótarhækkun mánaðarlauna umfram almennar hækkanir kauptaxta kjarasamnings,“ eins og segir í samningnum. Þannig er samið um afturvirka hækkun vegna ábata sem ekki er fyrir hendi og alls óvíst hvort af verði og hversu mikill. Loks er kveðið um frekari ábata til starfsmanna „þegar endurskoðað vinnufyrirkomulag liggur fyrir.“ Samkvæmt launatöflunni sem gildir frá 1. apríl síðastliðnum eru lægstu byrjendalaun 464.920 og hæstu laun eftir 7 ár í starfi 778.467 krónur. Spanið í töflunni er þannig yfir 300 þúsund krónur og deilist á 38 launaflokka og 5 aldursþrep. Til viðbótar er kveðið á um 36 tíma vinnuviku frá næsta vori og deilitölu 156 í mánaðarlaun í stað 173,33. Það þýðir að tímakaup í dagvinnu hækkar um rúm 11%. Svo einfalt dæmi sé tekið af launþega með 500.000 krónur í mánaðarlaun að þá er tímakaup hans fyrir vinnutímastyttingu 2.885 krónur. Eftir vinnutímastyttinguna verður tímakaupið 3.205 krónur, sem er rúmlega 300 króna hækkun á tímann. SA hafa haldið því fram í ræðu og riti að upptaka virks vinnutíma í þessu samhengi, þ.e. að kaffitímar séu teknir út úr vinnutímanum, skipti máli, þar sem mánaðarlaunin eru óbreytt fyrir og eftir vinnutímastyttinguna. Nú kann það að skipta máli á einstaka vinnustað, háð vinnufyrirkomulagi og eðli þess starfs sem um er að ræða. Meginatriðið hlýtur þó að vera þau laun sem fólk fær á unna tímaeiningu. Svo einfalt dæmi sé tekið: Ef þú vinnur að meðaltali 50 tíma á viku, eins og sannarlega margir gera, þá eru 40 tímar dagvinna og 10 tímar yfirvinna. Eftir vinnutímastyttinguna vinnur sami maður 36 tíma í dagvinnu og 14 tíma yfirvinnu og hefur því hækkað í launum sem því nemur. Sú staðreynd að SA gerðu kröfu um upptöku yfirvinnu 1 og yfirvinnu 2 undirstrikar þessa staðreynd. Loks er athyglisvert að samkvæmt samningi Landsvirkjunar og iðnaðarmannafélaganna er heimilt að sleppa því að taka upp eftirvinnu 1 og 2, eins og kveðið er á um í almennum kjarasamningum SA og iðnaðarmanna. Mikil óánægja var með það ákvæði meðal margra iðnaðarmannafélaga og gerði það næstum verkum að þeir samningar voru felldir síðastliðið vor, enda leiddi þetta ákvæði til þess að sumir iðnaðarmenn voru mögulega að lækka í yfirvinnulaunum vegna lækkunar á hlutfalli í yfirvinnu 1. Nú er reynsla fyrir því að oft í gegnum tíðina hefur verið samið við smærri aðila um eitthvað annað og meira en samdist um við stóra borðið. Það sem er sérstakt við þennan samning er, að þarna er eitt stærsta fyrirtæki landsins, sem sækir tekjur sínar til skattborgara þessa lands og er innan Samtaka atvinnulífsins, að semja við þrjú stærstu iðnfélög landsins. Það hlýtur að vekja umhugsun í ljósi þeirrar kjarastefnu sem mótuð var í landinu síðastliðið vor og lögð hefur verið áhersla á að gildi um alla landsmenn. Skylt er að nefna að undirritaður er blaðamaður, sem skrifaði um kjaramál fyrir Morgunblaðið í 20 ár og er nú um stundir formaður Blaðamannafélags Íslands, sem á í kjaradeilu við Samtök atvinnulífsins.Höfundur er formaður Blaðamannafélags Íslands.
„Gjafir eru yður gefnar” Það er fagnaðarefni að Landsvirkjun skuli hafa náð samningum við starfsmenn sína, eins og ég les um í fréttum í morgun. 6. nóvember 2019 11:00
Skoðun Samstillt átak um öryggi Íslands Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir,Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir skrifar
Skoðun Fjölbreytt líf í sjónum Sæunn Júlía Sigurjónsdóttir,Jóhanna Malen Skúladóttir,Laura Sólveig Lefort Scheefer skrifar
Skoðun Hæfniviðmið eða tölulegar einkunnir, hvað segir okkur meira um nám? Bryngeir Valdimarsson skrifar
Skoðun Þingmálaskrá og fjárlagafrumvarp 2026: „Tiltekt“ á kostnað lífskjara Svandís Svavarsdóttir,Guðmundur Ingi Guðbrandsson skrifar
Skoðun Verndum líffræðilega fjölbreytni í hafi! Laura Sólveig Lefort Scheefer,Valgerður Árnadóttir,Þorgerður María Þorbjarnardóttir skrifar
Skoðun Dagur sjálfsvígsforvarna – tryggjum raunverulegt aðgengi að sálfræðimeðferð Pétur Maack Þorsteinsson skrifar