Golf

Tiger valdi sjálfan sig í Forsetabikarinn

Henry Birgir Gunnarsson skrifar
Gary Woodland fær bolamynd af sér með Tiger er tilkynnt var um valið í gær.
Gary Woodland fær bolamynd af sér með Tiger er tilkynnt var um valið í gær. vísir/getty
Það var þó nokkur spenna í gær er fyrirliði bandaríska landsliðsins, Tiger Woods, tilkynnti um fjögurra manna val sitt í Forsetabikarinn.

Mesta spennan var fyrir því hvort hann myndi velja sjálfan sig sem hefði verið eðlilegt enda að spila frábærlega um þessar mundir.

Tiger tilkynnti fyrst um að hann hefði valið Tony Finau, Gary Woodland og Patrick Reed áður en hann staðfesti valið á sjálfum sér.





„Leikmennirnir vildu að ég spilaði í þessu móti. Það verður erfitt að spila og vera fyrirliði en ég er með góða aðstoðarmenn í Fred Couples, Steve Stricker og Zach Johnson,“ sagði Tiger.

Þessi niðurstaða er þó svekkjandi fyrir menn eins og Phil Mickelson sem missir af fyrsta risaliðamótinu síðan 1994.

Mótið fer fram frá 12. til 15. desember og verður í beinni á Stöð 2 Golf.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×