Handbolti

Arnar Freyr fer til Melsungen næsta sumar samkvæmt heimildum TV 2

Ingvi Þór Sæmundsson skrifar
Arnar Freyr hefur verið í stóru hlutverki hjá íslenska landsliðinu undanfarin ár.
Arnar Freyr hefur verið í stóru hlutverki hjá íslenska landsliðinu undanfarin ár. vísir/getty

Arnar Freyr Arnarsson, landsliðsmaður í handbolta, verður ekki lengi hjá danska úrvalsdeildarliðinu GOG því samkvæmt heimildum TV 2 gengur hann í raðir Melsungen í Þýskalandi næsta sumar.

Eftir þrjú ár hjá Kristianstad í Svíþjóð fór Arnar Freyr til GOG í sumar. Hann skrifaði undir tveggja ára samning við danska liðið.

Ekki er vitað hvort hann sé með ákvæði í samningnum sem geri honum kleift að fara frítt til Melsungen eftir ár eða hvort GOG fái greiðslu fyrir hann. Forráðamenn GOG neituðu að tjá sig um mál Arnar Freys við TV 2.

Arnar Freyr skoraði þrjú mörk þegar GOG tapaði óvænt, 33-30, fyrir nýliðum Frederica í 1. umferð dönsku úrvalsdeildarinnar á mánudaginn.

Arnar Freyr, sem er 23 ára, hefur farið með íslenska landsliðinu á þrjú stórmót. Hann lék með Fram áður en hann hélt erlendis í atvinnumennsku.Athugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.