Körfubolti

Pavel: Það vantar fleiri menn sem geta höndlað boltann í þessu liði

Ísak Hallmundarson skrifar
Pavel Ermolinskij í Vals-treyjunni.
Pavel Ermolinskij í Vals-treyjunni. vísir/daníel
Pavel Ermolinskij, leikmaður Vals, segir andstæðinga Vals í kvöld, Njarðvík, einfaldlega vera sterkara lið.Valsmenn lutu í lægri hlut fyrir Njarðvík í Origo-höllinni fyrr í kvöld.„Þetta var alls ekki gott. Fyrst og fremst hræðilegt að tapa tveimur stigum. Mér líður ekki eins og við höfum kastað einhverju frá okkur eða tapað einhverju sem við áttum að vinna eða neitt slíkt. Eins og staðan er í dag er Njarðvík með sterkara lið en við, við hefðum að sjálfsögðu átt að gera töluvert betur en þetta var erfitt.“„Það vantar fleiri menn sem geta höndlað boltann í þessu liði, það sjá það allir. Tilfinningin sem maður fær er að maður er alltaf að reyna að leysa einhver vandamál hvort sem það er í vörn eða sókn, maður fer í vörn og þá eru hlutir sem þeir geta sótt á.“„Við förum út úr stöðum og þá fá þeir þessi sóknarfráköst, svo förum við í sókn og þá vitum við ekki hvernig við eigum að sækja, á hvað við erum að fara að sækja, hvar eru vopnin okkar. Þá er erfitt að spila einhverjar skilvirkar sóknir.“Hann segist ekki geta kennt baráttuleysi um tapið:„Ég fann ekki fyrir því að menn hafi ekki verið að reyna, maður finnur alveg fyrir því þegar liðið manns er ekki að reyna eða heldur ekki haus. Þetta var bara einhverskonar getuleysi.“„Á einhverjum tímapunkti, í seinni hálfleik sérstaklega held ég að okkur hafi liðið mjög illa inn á vellinum, bæði í vörn og sókn. Við vorum svona einhvernveginn eins og börn að spila á móti mönnum og þá verður eðlilega dálítið lítill í þér,“ sagði Pavel að lokum.

Pavel Ermolinskij, leikmaður Vals, segir andstæðinga Vals í kvöld, Njarðvík, einfaldlega vera sterkara lið.Valsmenn lutu í lægri hlut fyrir Njarðvík í Origo-höllinni fyrr í kvöld.„Þetta var alls ekki gott. Fyrst og fremst hræðilegt að tapa tveimur stigum. Mér líður ekki eins og við höfum kastað einhverju frá okkur eða tapað einhverju sem við áttum að vinna eða neitt slíkt. Eins og staðan er í dag er Njarðvík með sterkara lið en við, við hefðum að sjálfsögðu átt að gera töluvert betur en þetta var erfitt.“„Það vantar fleiri menn sem geta höndlað boltann í þessu liði, það sjá það allir. Tilfinningin sem maður fær er að maður er alltaf að reyna að leysa einhver vandamál hvort sem það er í vörn eða sókn, maður fer í vörn og þá eru hlutir sem þeir geta sótt á.“„Við förum út úr stöðum og þá fá þeir þessi sóknarfráköst, svo förum við í sókn og þá vitum við ekki hvernig við eigum að sækja, á hvað við erum að fara að sækja, hvar eru vopnin okkar. Þá er erfitt að spila einhverjar skilvirkar sóknir.“Hann segist ekki geta kennt baráttuleysi um tapið:„Ég fann ekki fyrir því að menn hafi ekki verið að reyna, maður finnur alveg fyrir því þegar liðið manns er ekki að reyna eða heldur ekki haus. Þetta var bara einhverskonar getuleysi. Á einhverjum tímapunkti, í seinni hálfleik sérstaklega held ég að okkur hafi liðið mjög illa inn á vellinum, bæði í vörn og sókn. Við vorum svona einhvernveginn eins og börn að spila á móti mönnum og þá verður eðlilega dálítið lítill í þér,“ sagði Pavel að lokum.

Tengd skjöl


Tengdar fréttir
Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.