ESB skoðar kosti þess að taka upp eigin rafmynt Sighvatur Arnmundsson skrifar 9. nóvember 2019 08:15 Rafmynt ESB gæti keppt við Bitcoin og Libra. Nordicphotos/Getty Evrópusambandið skoðar nú kosti þess að taka upp eigin rafmynt sem væri gefin út af Evrópska seðlabankanum (ECB). Málið hefur komist á skrið eftir að Facebook kynnti í júní síðastliðnum áætlanir um rafmyntina Libra. Bruno Le Maire, fjármálaráðherra Frakklands, sagði á fundi með fréttamönnum í Brussel að um langtímaverkefni væri að ræða. Það kæmi þó ekki í veg fyrir að einhver niðurstaða gæti legið fyrir á næsta ári. Reuters-fréttastofan hefur eftir háttsettum embættismanni ECB að vinna við tæknilega útfærslu sé þegar hafin. Stjórnvöld ESB-ríkja myndu fljótlega fá frekari upplýsingar um málið. Með upptöku rafmyntar vonast stjórnendur ESB til að geta minnkað kostnað við fjármagnsflutninga sem þeir telja of mikinn. Fjármálaráðherrar ESB-ríkjanna ræddu málið meðal annars á fundi í Brussel í gær. Búist er við því að þeir sendi frá sér sameiginlega yfirlýsingu á næsta fundi sínum, sem haldinn verður í desember, þar sem framtaki ECB er fagnað. Nokkrar mismunandi sviðsmyndir eru til skoðunar en sú róttækasta gerir ráð fyrir að viðskiptavinir geti opnað eigin bankareikning hjá ECB. Önnur leið sem er í skoðun er að bankar hafi milligöngu um að veita viðskiptavinum sínum rafmynt sem ECB gæfi út. Heimildarmaður Reuters lagði áherslu á að á þessu stigi snerist umræðan fyrst og fremst um það hvort upptaka rafmyntar væri fýsileg fyrir ESB eða ekki. Birtist í Fréttablaðinu Evrópusambandið Rafmyntir Mest lesið Ballið bráðum búið á Brewdog Viðskipti innlent Krabbamein á vinnustöðum: „Ekki segja; þú veist að ég er til staðar“ Atvinnulíf Færa Jarðböðin í nýtt hús og nýjan búning Viðskipti innlent Allt bendir til kólnunar og nefndin mun mildari Viðskipti innlent Heldur stýrivöxtunum óbreyttum Viðskipti innlent Undirbýr kveðjustund í Straumsvík Viðskipti innlent Eðalfiskur í Borgarnesi skiptir um nafn Viðskipti innlent Höggið á ríkissjóð allt að fimm milljarðar Viðskipti innlent Í stuði í 130 ár: Virkjanir sem leystu af dísilvélar og knúðu síldarbæ Samstarf Bein útsending: Rökstyðja vaxtaákvörðunina Viðskipti innlent Fleiri fréttir Virði gulls í methæðum Fyrrverandi forstjóri félags í eigu Íslendinga dæmdur fyrir fjárdrátt Strava stefnir Garmin AMD upp um fjórðung eftir risasamning við OpenAI Boeing sagt byrjað að þróa arftaka 737 max-þotunnar Rúmlega þriðjungs samdráttur í olíuvinnslu í Rússlandi Burger King opnar fyrsta staðinn á Grænlandi Eigandinn hættir sem forstjóri Trump setur tolla á lyf, vörubíla og húsgögn Murdoch-feðgar verði meðal kaupenda TikTok Ben kveður Jerry Nálgast samkomulag um TikTok Breytingar hjá Microsoft koma fyrirtækinu hjá sektum Ellison klórar í hælana á Musk Danski lyfjarisinn að baki Ozempic segir upp þúsundum manna Útvaldi sonurinn tryggir sér stjórn Murdoch-veldisins Vilja að Musk fái allt að 122 billjónir á næsta áratug Vara við „Lafufu“ Framkvæmdastjóri Nestlé látinn fara í kjölfar ástarsambands Sjá meira
Evrópusambandið skoðar nú kosti þess að taka upp eigin rafmynt sem væri gefin út af Evrópska seðlabankanum (ECB). Málið hefur komist á skrið eftir að Facebook kynnti í júní síðastliðnum áætlanir um rafmyntina Libra. Bruno Le Maire, fjármálaráðherra Frakklands, sagði á fundi með fréttamönnum í Brussel að um langtímaverkefni væri að ræða. Það kæmi þó ekki í veg fyrir að einhver niðurstaða gæti legið fyrir á næsta ári. Reuters-fréttastofan hefur eftir háttsettum embættismanni ECB að vinna við tæknilega útfærslu sé þegar hafin. Stjórnvöld ESB-ríkja myndu fljótlega fá frekari upplýsingar um málið. Með upptöku rafmyntar vonast stjórnendur ESB til að geta minnkað kostnað við fjármagnsflutninga sem þeir telja of mikinn. Fjármálaráðherrar ESB-ríkjanna ræddu málið meðal annars á fundi í Brussel í gær. Búist er við því að þeir sendi frá sér sameiginlega yfirlýsingu á næsta fundi sínum, sem haldinn verður í desember, þar sem framtaki ECB er fagnað. Nokkrar mismunandi sviðsmyndir eru til skoðunar en sú róttækasta gerir ráð fyrir að viðskiptavinir geti opnað eigin bankareikning hjá ECB. Önnur leið sem er í skoðun er að bankar hafi milligöngu um að veita viðskiptavinum sínum rafmynt sem ECB gæfi út. Heimildarmaður Reuters lagði áherslu á að á þessu stigi snerist umræðan fyrst og fremst um það hvort upptaka rafmyntar væri fýsileg fyrir ESB eða ekki.
Birtist í Fréttablaðinu Evrópusambandið Rafmyntir Mest lesið Ballið bráðum búið á Brewdog Viðskipti innlent Krabbamein á vinnustöðum: „Ekki segja; þú veist að ég er til staðar“ Atvinnulíf Færa Jarðböðin í nýtt hús og nýjan búning Viðskipti innlent Allt bendir til kólnunar og nefndin mun mildari Viðskipti innlent Heldur stýrivöxtunum óbreyttum Viðskipti innlent Undirbýr kveðjustund í Straumsvík Viðskipti innlent Eðalfiskur í Borgarnesi skiptir um nafn Viðskipti innlent Höggið á ríkissjóð allt að fimm milljarðar Viðskipti innlent Í stuði í 130 ár: Virkjanir sem leystu af dísilvélar og knúðu síldarbæ Samstarf Bein útsending: Rökstyðja vaxtaákvörðunina Viðskipti innlent Fleiri fréttir Virði gulls í methæðum Fyrrverandi forstjóri félags í eigu Íslendinga dæmdur fyrir fjárdrátt Strava stefnir Garmin AMD upp um fjórðung eftir risasamning við OpenAI Boeing sagt byrjað að þróa arftaka 737 max-þotunnar Rúmlega þriðjungs samdráttur í olíuvinnslu í Rússlandi Burger King opnar fyrsta staðinn á Grænlandi Eigandinn hættir sem forstjóri Trump setur tolla á lyf, vörubíla og húsgögn Murdoch-feðgar verði meðal kaupenda TikTok Ben kveður Jerry Nálgast samkomulag um TikTok Breytingar hjá Microsoft koma fyrirtækinu hjá sektum Ellison klórar í hælana á Musk Danski lyfjarisinn að baki Ozempic segir upp þúsundum manna Útvaldi sonurinn tryggir sér stjórn Murdoch-veldisins Vilja að Musk fái allt að 122 billjónir á næsta áratug Vara við „Lafufu“ Framkvæmdastjóri Nestlé látinn fara í kjölfar ástarsambands Sjá meira