Viðskipti innlent

Kaupa sex prósenta hlut í Sýn

Kolbeinn Tumi Daðason skrifar
RES II á rúmlega níu prósenta hlut í Kviku banka.
RES II á rúmlega níu prósenta hlut í Kviku banka.

Hjónin Nanna Ásgrímsdóttir og Sigurður Bollason hafa gert framvirka samninga um kaup á sex prósenta hlut í Sýn hf í gegnum félag sitt Res II. Þetta kemur fram í tilkynningu til Kauphallar.

Hjónin munu eiga 6,04 prósent í fjarskipta- og fjölmiðlafyrirtækinu þegar síðasti samningurinn tekur gildi þann 29. nóvember.

Gengi bréf Sýnar hækkuð um 2,4 prósent í dag og standa nú í 25,7 krónum per hlut. Kaup hjónanna hljóða upp á 17,9 milljón hluti sem svarar til 460 milljónir króna.

Vísir er í eigu Sýnar.Athugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Mesta hækkun dagsins


Félag
Br.%
Fjöldi
Velta*
SIMINN
2,79
23
428.425
EIM
1,09
6
15.650
TM
0,77
2
4.573
MAREL
0,51
14
430.537
SYN
0,36
1
3.474

Mesta lækkun dagsins


Félag
Br.%
Fjöldi
Velta*
VIS
-2,54
4
1.619.144
ICEAIR
-1,48
11
59.944
KVIKA
-1,36
10
84.287
ICESEA
-1,1
7
29.031
EIK
-1,02
1
12
Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.