Menntadagur Garðabæjar: Kynningar á yfir 40 fjölbreyttum þróunarverkefnum skólanna í bænum Sigríður Hulda Jónsdóttir skrifar 31. október 2019 10:06 Menntadagur Garðabæjar hefur fest sig í sessi sem fróðlegt og skemmtilegt stefnumót skólafólks í Garðabæ. Dagurinn var haldinn í fjórða skiptið sl. föstudag 25. október, en þá koma saman starfsmenn allra leik- og grunnskóla í Garðabæ. Kennarar og aðrir sérfræðingar kynna fjölbreytt þróunarverkefni sem hafa verið styrkt úr þróunarsjóðum leik- og grunnskóla Garðabæjar, meistaraverkefni eru kynnt, kennarar Fjölbrautaskólans í Garðabæ fjalla um nýjungar í kennsluháttum, auk þess sem settir eru upp sýningabásar og veggspjöld þar sem nýjungar og þróunarstarf er kynnt. Erlendur sérfræðingur fjallaði um áskoranir og leiðir í námsferlinu og bauð upp á vinnustofur fyrir leiðtogahópa. 165 milljónir til þróunarverkefna í leik- og grunnskólum skapa framsækni Í Garðabæ er fjöldi af fjölbreyttum og framsæknum þróunarverkefnum á leik- og grunnskólastigi. Þróunarsjóðir hafa síðastliðin fimm ár úthlutað samtals 165 milljónum til leik- og grunnskóla og skapað kennurum og öðrum sérfræðingum skólanna aukna möguleika til að vinna á framsækinn hátt á eigin fagsviði. Þróunarverkefnin efla því bæði sérfræðingana í skólum sem vinna verkefnin, námsupplifun nemenda og skólasamfélagið okkar. Þróunarsjóður skapar nýbreytni og fjölbreytileika Meðal verkefna sem kynnt voru að þessu sinni eru: Velferð barna í Garðabæ, Nemandi dagsins; Jákvæð samskipti, Réttindasmiðja- og fræðsla, Heilsueflandi vinnustaðir, Shake it down-shake it up, Hljóðakennsla með stýrðum fyrirmælum, Ævintýraferðir, Forritun, hönnun og lífsleikni, Út fyrir kassann, Vinur okkar Lubbi, PlastPlan endurvinnslustöð, Nemendamiðuð verkefni, Sköpun, Reading Plus lesskilningsverkefni, Ritunarkennsla, Notun snjallforrita við tónsköpun, Endurgjöf nemenda, Nemendalýðræði, Atvinnutengt nám, Stærðfræði og rúmskynjun, Skapandi samstarf list- og verkgreina, Vaxandi hugarfar, Bernskulæsi, Leiðsagnarmat í stærðfræði, Gagnvirk verkefni með lestrarefninu. Mikilvægi skólaþróunar Skólastarf í Garðabæ er metnaðarfullt og sérfræðingarnir í skólunum okkar framsæknir fagmenn. Skólastarf þarf að vera í þróun þar sem það mætir sífellt nýjum áskorunum í breytilegu samfélagi. Stolt af sterkum hópi metnaðarfullra sérfræðinga í skólunum okkar er mér efst í huga eftir frábæran Menntadag Garðabæjar. Til hamingju með framsækin þróunarverkefni, skólafólk í Garðabæ! Höfundur er formaður skólanefndar grunnskóla í Garðabæ. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Garðabær Skóla - og menntamál Sigríður Hulda Jónsdóttir Mest lesið Halldór 01.11.25 Halldór Heimilisofbeldi er ekki einkamál – hugleiðing fyrrverandi lögreglumanns Sigurður Árni Reynisson Skoðun Hvers virði er framtíðin? Um olíuleit við Ísland Jóhanna Malen Skúladóttir Skoðun Hefur þú tíma? Ósk Kristinsdóttir Skoðun Velkomin á fjórðu vaktina Árný Ingvarsdóttir Skoðun Fjölmiðlar í kreppu Stefán Jón Hafstein Skoðun Á rauðu ljósi í Reykjavík Einar Sveinbjörn Guðmundsson Skoðun Síbrotaferill ríkislögreglustjóra Einar Steingrímsson Skoðun Heilnæm fæða – íslenskur landbúnaður er grunnur öryggis okkar Ragnar Rögnvaldsson Skoðun Vísvitandi verið að skaða atvinnulífið? Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Skoðun Skoðun Síbrotaferill ríkislögreglustjóra Einar Steingrímsson skrifar Skoðun Velkomin á fjórðu vaktina Árný Ingvarsdóttir skrifar Skoðun Hvers virði er framtíðin? Um olíuleit við Ísland Jóhanna Malen Skúladóttir skrifar Skoðun Vísvitandi verið að skaða atvinnulífið? Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Varaflugvallagjaldið og flugöryggi Njáll Trausti Friðbertsson skrifar Skoðun Heimilisofbeldi er ekki einkamál – hugleiðing fyrrverandi lögreglumanns Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Á rauðu ljósi í Reykjavík Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Hefur þú tíma? Ósk Kristinsdóttir skrifar Skoðun Heilnæm fæða – íslenskur landbúnaður er grunnur öryggis okkar Ragnar Rögnvaldsson skrifar Skoðun Arnaldarvísitalan Starri Reynisson skrifar Skoðun Fjölmiðlar í kreppu Stefán Jón Hafstein skrifar Skoðun Dauðsföll í Gaza-stríðinu og Mogginn Egill Þórir Einarsson skrifar Skoðun Eyðum óvissunni Stefán Vagn Stefánsson skrifar Skoðun Opinberi geirinn og stjórnunarráðgjafar: ástarsaga Adeel Akmal skrifar Skoðun Ættbálkahegðun á stafrænu formi Martha Árnadóttir skrifar Skoðun Kirkjurnar standa en stoðirnar eru sveltar Anton Guðmundsson skrifar Skoðun Martin bakari flýgur heim með látum frá leikvelli auðmanna í Vatnsmýrinni Daði Rafnsson,Haukur Magnússon,Kristján Vigfússon,Margrét Manda Jónsdóttir skrifar Skoðun Stytta þarf veiðitíma svartfugla strax Hólmfríður Arnardóttir,Helga Ögmundardóttir skrifar Skoðun Hver greiðir fyrir breytingarnar? Svanfríður G. Bergvinsdóttir skrifar Skoðun Um Liverpool, Diogo Jota, áföll og sorgina – hugleiðingar sálfræðings Andri Hrafn Sigurðsson skrifar Skoðun Stöndum vörð um Héraðsvötnin! Rakel Hinriksdóttir skrifar Skoðun Við erum búin að missa tökin Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar Skoðun Hjúkrunarheimili í Þorlákshöfn Gestur Þór Kristjánsson,Sigurbjörg Jenný Jónsdóttir,Grétar Ingi Erlendsson,Erla Sif Markúsdóttir skrifar Skoðun Stöðug uppbygging orkuinnviða Adrian Pike,Bjarni Þórður Bjarnason,Tómas Már Sigurðsson skrifar Skoðun Rýr húsnæðispakki Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Hrekkjavaka á Landakoti Kristófer Ingi Svavarsson skrifar Skoðun Óvenjulegt fólk Helgi Brynjarsson skrifar Skoðun Hálfrar aldar svívirða Stefán Pálsson skrifar Skoðun $€tjum í$lensku á (mat) $€ðilinn! Ólafur Guðsteinn Kristjánsson skrifar Skoðun Minna tal, meiri uppbygging Guðrún Hafsteinsdóttir skrifar Sjá meira
Menntadagur Garðabæjar hefur fest sig í sessi sem fróðlegt og skemmtilegt stefnumót skólafólks í Garðabæ. Dagurinn var haldinn í fjórða skiptið sl. föstudag 25. október, en þá koma saman starfsmenn allra leik- og grunnskóla í Garðabæ. Kennarar og aðrir sérfræðingar kynna fjölbreytt þróunarverkefni sem hafa verið styrkt úr þróunarsjóðum leik- og grunnskóla Garðabæjar, meistaraverkefni eru kynnt, kennarar Fjölbrautaskólans í Garðabæ fjalla um nýjungar í kennsluháttum, auk þess sem settir eru upp sýningabásar og veggspjöld þar sem nýjungar og þróunarstarf er kynnt. Erlendur sérfræðingur fjallaði um áskoranir og leiðir í námsferlinu og bauð upp á vinnustofur fyrir leiðtogahópa. 165 milljónir til þróunarverkefna í leik- og grunnskólum skapa framsækni Í Garðabæ er fjöldi af fjölbreyttum og framsæknum þróunarverkefnum á leik- og grunnskólastigi. Þróunarsjóðir hafa síðastliðin fimm ár úthlutað samtals 165 milljónum til leik- og grunnskóla og skapað kennurum og öðrum sérfræðingum skólanna aukna möguleika til að vinna á framsækinn hátt á eigin fagsviði. Þróunarverkefnin efla því bæði sérfræðingana í skólum sem vinna verkefnin, námsupplifun nemenda og skólasamfélagið okkar. Þróunarsjóður skapar nýbreytni og fjölbreytileika Meðal verkefna sem kynnt voru að þessu sinni eru: Velferð barna í Garðabæ, Nemandi dagsins; Jákvæð samskipti, Réttindasmiðja- og fræðsla, Heilsueflandi vinnustaðir, Shake it down-shake it up, Hljóðakennsla með stýrðum fyrirmælum, Ævintýraferðir, Forritun, hönnun og lífsleikni, Út fyrir kassann, Vinur okkar Lubbi, PlastPlan endurvinnslustöð, Nemendamiðuð verkefni, Sköpun, Reading Plus lesskilningsverkefni, Ritunarkennsla, Notun snjallforrita við tónsköpun, Endurgjöf nemenda, Nemendalýðræði, Atvinnutengt nám, Stærðfræði og rúmskynjun, Skapandi samstarf list- og verkgreina, Vaxandi hugarfar, Bernskulæsi, Leiðsagnarmat í stærðfræði, Gagnvirk verkefni með lestrarefninu. Mikilvægi skólaþróunar Skólastarf í Garðabæ er metnaðarfullt og sérfræðingarnir í skólunum okkar framsæknir fagmenn. Skólastarf þarf að vera í þróun þar sem það mætir sífellt nýjum áskorunum í breytilegu samfélagi. Stolt af sterkum hópi metnaðarfullra sérfræðinga í skólunum okkar er mér efst í huga eftir frábæran Menntadag Garðabæjar. Til hamingju með framsækin þróunarverkefni, skólafólk í Garðabæ! Höfundur er formaður skólanefndar grunnskóla í Garðabæ.
Heimilisofbeldi er ekki einkamál – hugleiðing fyrrverandi lögreglumanns Sigurður Árni Reynisson Skoðun
Skoðun Heimilisofbeldi er ekki einkamál – hugleiðing fyrrverandi lögreglumanns Sigurður Árni Reynisson skrifar
Skoðun Martin bakari flýgur heim með látum frá leikvelli auðmanna í Vatnsmýrinni Daði Rafnsson,Haukur Magnússon,Kristján Vigfússon,Margrét Manda Jónsdóttir skrifar
Skoðun Um Liverpool, Diogo Jota, áföll og sorgina – hugleiðingar sálfræðings Andri Hrafn Sigurðsson skrifar
Skoðun Hjúkrunarheimili í Þorlákshöfn Gestur Þór Kristjánsson,Sigurbjörg Jenný Jónsdóttir,Grétar Ingi Erlendsson,Erla Sif Markúsdóttir skrifar
Skoðun Stöðug uppbygging orkuinnviða Adrian Pike,Bjarni Þórður Bjarnason,Tómas Már Sigurðsson skrifar
Heimilisofbeldi er ekki einkamál – hugleiðing fyrrverandi lögreglumanns Sigurður Árni Reynisson Skoðun