Matthías Orri: Gaman að fá smá fútt í þetta Árni Jóhannsson skrifar 31. október 2019 21:27 Matthías í KR-búningnum. vísir/bára Það voru endurfundir í kvöld þegar ÍR tók á móti KR í fimmtu umferð Dominos deildar karla í körfuknattleik en Matthías Orri Sigurðsson var að snúa aftur á gamlar slóðir en hann lék með ÍR mjög lengi. Endurfundirnir voru ekki gleðilegri frá hans bæjardyrum séð en ÍR hafði sigur 78-77 í háspennuleik. Hvað var það sem klikkað að hans mati hjá KR í kvöld? „Sóknarleikurinn okkar var bara hræðilegur. Við vorum mjög ragir við að reyna að fara á körfuna og vorum að reyna að troða honum inn í teiginn. Þeir voru duglegir að tvöfalda á Mike og við vorum lélegir að koma honum aftur út og heilt yfir var flæðið í sókninni hræðilegt. Við spiluðum góðan varnarleik en þeir líka og við bara tjókuðum á þessu í fjórða leikhluta,“ sagði Matthías í leikslok. KR tapaði ansi mörgum boltum í kvöld og margir þessara töpuðu bolta komu án þess að þeir voru þvingaðir í það. Matti var spurður út í töpuðu boltana en reynslumikið lið eins og KR á ekki að láta svona sjást. „Við vorum eitthvað illa stemmdir í dag. Þetta var bara ljótur leikur og auðvitað eru tapaðir boltar hér og þar en við eigum samt að klára svona leiki, þetta var jafn leikur og við erum með mikla reynslu í liðinu og við eigum að klára þetta en það er bara gríðarlega erfitt að koma í Hellinn og ég veit það manna best.“ „Við gáfum þeim of mikla trú of snemma þegar við vorum komnir yfir í þriðja leikhluta og gáfum þeim allt of opin skot. Þeir eru bara erfiðir en þeir eru vel þjálfaðir og eru með flotta stuðningsmenn. Ég er svekktur en fínt að við lentum á smá vegg. Við þurfum að laga mikið, við erum komnir hrikalega stutt í okkar undirbúning og við þurfum að tala betur saman í hverju við erum góðir og hvað ekki. Við munum laga þetta og koma sterkir til leiks föstudaginn næsta.“ Það læddist bros á varir Matthíasar þegar hann var spurður út í stuðningsmenn ÍR en þeir voru duglegir að láta hann heyra það af pöllunum í dag. „Mér leið bara vel, þetta var skemmtilegt. Það er ekkert alltaf skemmtilegt að koma hérna í október þannig að það er gaman að fá smá fútt í þetta. Ef ég get verið hinum megin við línuna og látið þá drulla yfir alla á móti mér þá hlýt ég að geta tekið því sjálfur. Þetta er allt gert í kærleik og það er geggjað andrúmsloft hérna og það er alltaf gaman að koma í ÍR-hellinn hvort sem þú ert að spila á móti þeim eða með þeim.“ Dominos-deild karla Tengdar fréttir Leik lokið: ÍR - KR 78-77 | ÍR stöðvaði KR ÍR vann glæsilegan eins stiga sigur á Íslandsmeisturum KR og stöðvaði sigurgöngu þeirra. 31. október 2019 22:00 Mest lesið Sterkasta kona heims svipt titlinum þegar í ljós kom að hún fæddist karlkyns Sport Rifjuðu upp sögu af formanni KSÍ og slagsmál Dyer og Bowyer Enski boltinn Gjörbreytt lið City mátti þola sitt fyrsta tap Fótbolti „Ég vil ekki gera mér of miklar væntingar“ Sport Spænski risinn grátt leikinn og Estevao vann uppgjör ungstirnanna Fótbolti Dagskráin í dag: Arsenal gegn Bayern og Liverpool mætir PSV Sport Drama í Noregi og 36 ára Auba sá um Newcastle Fótbolti Slot kennir sjálfum sér um eftir „fáránlegt“ gengi Fótbolti „Fær að vera aðalgellan í liðinu“ Körfubolti Heimir Hallgrímsson og Eyjólfur Sverrisson spá báðir vítakeppni Íslenski boltinn Fleiri fréttir „Fær að vera aðalgellan í liðinu“ Settu vafasamt met fyrir tveimur árum en eru núna heitasta liðið í NBA Álftnesingar fá reynslumikinn landsliðsmann frá Georgíu Stjarnan versta skotliðið: „Komið inn í hausinn á einhverjum“ Kristinn brotinn og missir af landsleikjunum Nýliði mættur með landsliðinu til Ítalíu Doncic áfram óstöðvandi og setti met Uppgjörið: Haukar - Stjarnan 82-93 | Annað tap meistaranna í röð Keflavík keyrði yfir KR í seinni hálfleik Martin stigahæstur í sigri NBA-stjarna lömuð síðan í torfæruhjólaslysi lést aðeins 54 ára Stólarnir litu út eins og NBA-stjörnurnar í Space Jam-myndinni Valur - Grindavík 87-80 | Valur vann framlengdan toppslag á Hlíðarenda Njarðvíkurkonur björguðu sér í lokin Hilmar Smári og félagar tapa og tapa „Búnir að tala mikið um það að ná vörninni upp“ Uppgjörið: Keflavík - Álftanes 101-90| Keflavík með öflugan sigur fyrir landsleikjahlé Elvar mætir í góðu stuði í landsliðsverkefni ÍA - ÍR | Dýrmæt stig í boði Tölfræðikerfið klikkaði í Keflavík Hjón stýrðu sitt hvoru liði í 1. deildinni: Halldór skákaði eiginkonu sinni Ráku syni gamla eigandans „Við vorum teknir í bólinu“ „Nú er tími til þess að sýna að við getum gert betur“ Nýr Kani á leið til Ármanns: „Getur vonandi leyst ýmsa hluti fyrir okkur“ Erfitt að fylla skarð Marios: „Þurfum að finna nýjar lausnir“ Uppgjörið: Njarðvík - Ármann 99-75 | Biðin eftir fyrsta sigrinum lengist Þór Þ. - Stjarnan 99-97 | Langþráðum sigri fagnað í Þorlákshöfn Grindavík - Tindastóll 91-75 | Toppliðið valtaði yfir Tindastól KR - Valur 89-99 | Valsmenn unnu nágrannaslaginn Sjá meira
Það voru endurfundir í kvöld þegar ÍR tók á móti KR í fimmtu umferð Dominos deildar karla í körfuknattleik en Matthías Orri Sigurðsson var að snúa aftur á gamlar slóðir en hann lék með ÍR mjög lengi. Endurfundirnir voru ekki gleðilegri frá hans bæjardyrum séð en ÍR hafði sigur 78-77 í háspennuleik. Hvað var það sem klikkað að hans mati hjá KR í kvöld? „Sóknarleikurinn okkar var bara hræðilegur. Við vorum mjög ragir við að reyna að fara á körfuna og vorum að reyna að troða honum inn í teiginn. Þeir voru duglegir að tvöfalda á Mike og við vorum lélegir að koma honum aftur út og heilt yfir var flæðið í sókninni hræðilegt. Við spiluðum góðan varnarleik en þeir líka og við bara tjókuðum á þessu í fjórða leikhluta,“ sagði Matthías í leikslok. KR tapaði ansi mörgum boltum í kvöld og margir þessara töpuðu bolta komu án þess að þeir voru þvingaðir í það. Matti var spurður út í töpuðu boltana en reynslumikið lið eins og KR á ekki að láta svona sjást. „Við vorum eitthvað illa stemmdir í dag. Þetta var bara ljótur leikur og auðvitað eru tapaðir boltar hér og þar en við eigum samt að klára svona leiki, þetta var jafn leikur og við erum með mikla reynslu í liðinu og við eigum að klára þetta en það er bara gríðarlega erfitt að koma í Hellinn og ég veit það manna best.“ „Við gáfum þeim of mikla trú of snemma þegar við vorum komnir yfir í þriðja leikhluta og gáfum þeim allt of opin skot. Þeir eru bara erfiðir en þeir eru vel þjálfaðir og eru með flotta stuðningsmenn. Ég er svekktur en fínt að við lentum á smá vegg. Við þurfum að laga mikið, við erum komnir hrikalega stutt í okkar undirbúning og við þurfum að tala betur saman í hverju við erum góðir og hvað ekki. Við munum laga þetta og koma sterkir til leiks föstudaginn næsta.“ Það læddist bros á varir Matthíasar þegar hann var spurður út í stuðningsmenn ÍR en þeir voru duglegir að láta hann heyra það af pöllunum í dag. „Mér leið bara vel, þetta var skemmtilegt. Það er ekkert alltaf skemmtilegt að koma hérna í október þannig að það er gaman að fá smá fútt í þetta. Ef ég get verið hinum megin við línuna og látið þá drulla yfir alla á móti mér þá hlýt ég að geta tekið því sjálfur. Þetta er allt gert í kærleik og það er geggjað andrúmsloft hérna og það er alltaf gaman að koma í ÍR-hellinn hvort sem þú ert að spila á móti þeim eða með þeim.“
Dominos-deild karla Tengdar fréttir Leik lokið: ÍR - KR 78-77 | ÍR stöðvaði KR ÍR vann glæsilegan eins stiga sigur á Íslandsmeisturum KR og stöðvaði sigurgöngu þeirra. 31. október 2019 22:00 Mest lesið Sterkasta kona heims svipt titlinum þegar í ljós kom að hún fæddist karlkyns Sport Rifjuðu upp sögu af formanni KSÍ og slagsmál Dyer og Bowyer Enski boltinn Gjörbreytt lið City mátti þola sitt fyrsta tap Fótbolti „Ég vil ekki gera mér of miklar væntingar“ Sport Spænski risinn grátt leikinn og Estevao vann uppgjör ungstirnanna Fótbolti Dagskráin í dag: Arsenal gegn Bayern og Liverpool mætir PSV Sport Drama í Noregi og 36 ára Auba sá um Newcastle Fótbolti Slot kennir sjálfum sér um eftir „fáránlegt“ gengi Fótbolti „Fær að vera aðalgellan í liðinu“ Körfubolti Heimir Hallgrímsson og Eyjólfur Sverrisson spá báðir vítakeppni Íslenski boltinn Fleiri fréttir „Fær að vera aðalgellan í liðinu“ Settu vafasamt met fyrir tveimur árum en eru núna heitasta liðið í NBA Álftnesingar fá reynslumikinn landsliðsmann frá Georgíu Stjarnan versta skotliðið: „Komið inn í hausinn á einhverjum“ Kristinn brotinn og missir af landsleikjunum Nýliði mættur með landsliðinu til Ítalíu Doncic áfram óstöðvandi og setti met Uppgjörið: Haukar - Stjarnan 82-93 | Annað tap meistaranna í röð Keflavík keyrði yfir KR í seinni hálfleik Martin stigahæstur í sigri NBA-stjarna lömuð síðan í torfæruhjólaslysi lést aðeins 54 ára Stólarnir litu út eins og NBA-stjörnurnar í Space Jam-myndinni Valur - Grindavík 87-80 | Valur vann framlengdan toppslag á Hlíðarenda Njarðvíkurkonur björguðu sér í lokin Hilmar Smári og félagar tapa og tapa „Búnir að tala mikið um það að ná vörninni upp“ Uppgjörið: Keflavík - Álftanes 101-90| Keflavík með öflugan sigur fyrir landsleikjahlé Elvar mætir í góðu stuði í landsliðsverkefni ÍA - ÍR | Dýrmæt stig í boði Tölfræðikerfið klikkaði í Keflavík Hjón stýrðu sitt hvoru liði í 1. deildinni: Halldór skákaði eiginkonu sinni Ráku syni gamla eigandans „Við vorum teknir í bólinu“ „Nú er tími til þess að sýna að við getum gert betur“ Nýr Kani á leið til Ármanns: „Getur vonandi leyst ýmsa hluti fyrir okkur“ Erfitt að fylla skarð Marios: „Þurfum að finna nýjar lausnir“ Uppgjörið: Njarðvík - Ármann 99-75 | Biðin eftir fyrsta sigrinum lengist Þór Þ. - Stjarnan 99-97 | Langþráðum sigri fagnað í Þorlákshöfn Grindavík - Tindastóll 91-75 | Toppliðið valtaði yfir Tindastól KR - Valur 89-99 | Valsmenn unnu nágrannaslaginn Sjá meira
Leik lokið: ÍR - KR 78-77 | ÍR stöðvaði KR ÍR vann glæsilegan eins stiga sigur á Íslandsmeisturum KR og stöðvaði sigurgöngu þeirra. 31. október 2019 22:00