Brim kaupir tvær útgerðir af bróður Guðmundar á þrjá milljarða Kristín Ólafsdóttir skrifar 21. október 2019 10:00 Guðmundur Kristjánsson, forstjóri Brim. Vísir/vilhelm Brim hf. hefur samið um kaup á tveimur sjávarútvegsfyrirtækjum, fiskvinnslunni Kambi hf., sem rekur útgerð og fiskvinnslu í Hafnarfirði, og útgerðarfélaginu Grábrók ehf., sem einnig gerir út frá Hafnarfirði. Kaupverðið nemur samtals tæpum 3,1 milljarði króna. Þetta kemur fram í tilkynningu frá Brimi þar sem Guðmundur Kristjánsson er forstjóri og eigandi stærsta hlutans, 27,50 prósent. Fyrirtæki í eigu Hjálmars Þórs Kristjánssonar, bróður Guðmundar, er stærsti hluthafi í báðum útgerðum. Fyrirtækið á Grábrók að fullu, er eini hluthafi með 100% hlut, en á 39% hlut í Kambi. Kambur gerir út krókabátinn Kristján HF 100. Honum fylgir um 2.000 tonna krókaaflamark, að mestu í þorski. Þá rekur fyrirtækið fiskvinnslu í eigin húsnæði við Óseyrarbraut í Hafnarfirði. Kaupverðið nemur 2,3 milljörðum króna og verður greitt að hluta með hlutabréfum í Brimi. Hlutabréfin eru í eigu félagsins og nema um 1% af heildarhlutafé Brims, að verðmæti um 835 milljónum króna. Grábrók gerir út krókabátinn Steinunni HF 108 sem var smíðaður árið 2007. Honum fylgir um 850 tonna krókaflamark að mestu í þorski. Kaupverðið er 772 milljónir króna. Samkomulagið er háð eðlilegum fyrirvörum, m.a. um fjármögnun, samþykki stjórnar Brims og samþykki Samkeppniseftirlits og eftir atvikum annarra eftirlitsaðila. Gangi kaupin eftir fer Brim yfir lögbundið kvótaþak í krókaaflamarki en hefur lögum samkvæmt sex mánuði til að gera ráðstafanir sem koma félaginu undir það þak. Haft er eftir Guðmundi Kristjánssyni forstjóra Brims í tilkynningu að með kaupunum sé verið að styrkja Brim á alþjóðlegum vettvangi. Þá verði Kambur rekinn áfram í húsnæði félagsins sem sjálfstætt dótturfélag Brims.Fréttin hefur verið uppfærð. Brim Markaðir Sjávarútvegur Tengdar fréttir FISK-Seafood seldi í Brimi með 1,3 milljarða hagnaði FISK-Seafood, dótturfélag Kaupfélags Skagfirðinga, seldi síðastliðinn sunnudag nærri 10,2 prósenta hlut sinn í Brimi, sem útgerðarfyrirtækið hafði að stærstum hluta eignast aðeins þremur vikum áður, með rúmlega 1.300 milljóna króna hagnaði. 11. september 2019 08:00 Kaupa fyrir átta milljarða króna í Brimi Útgerðarfélag Reykjavíkur hefur keypt 196,5 milljóna króna hlut FISK Seafood eignarhaldsfélags í Brimi hf. Um er að ræða um tíu prósent af heildarhlutafé félagsins. 9. september 2019 09:08 Útgerðarfélag Reykjavíkur eignast meirihluta í Brim Guðmundur Kristjánsson, forstjóri Brims hf. sem áður hét HB Grandi hefur aukið við eignarhluta sinn í félaginu. 16. október 2019 19:16 Mest lesið Tap á Vinnslustöðinni og fjárfestingar settar á ís Viðskipti innlent Hætta við að selja hlutina í Olíudreifingu Viðskipti innlent Fokdýr jólagjöf til dætranna reyndist eintóm blekking Neytendur Staðfesta frávísun vegna stefnu Samskipa í samráðsmáli Viðskipti innlent Rannsaka meint samkeppnisbrot Landsvirkjunar Viðskipti innlent Staðfesta að gjöf í formi bankakorts er skattskyld Viðskipti innlent Þau vilja stýra ÁTVR Viðskipti innlent Mikill samdráttur á pöntunum til kínverskra verksmiðja Viðskipti erlent Fyrsta íslenska grænkera ostagerðin í hættu Viðskipti innlent Jón segir bull að FBI-kempa hafi óvænt bankað upp á með stefnu Viðskipti innlent Fleiri fréttir Hætta við að selja hlutina í Olíudreifingu Tap á Vinnslustöðinni og fjárfestingar settar á ís Rannsaka meint samkeppnisbrot Landsvirkjunar Staðfesta frávísun vegna stefnu Samskipa í samráðsmáli Play tapaði þremur og hálfum milljarði á fyrsta ársfjórðungi Staðfesta að gjöf í formi bankakorts er skattskyld Þau vilja stýra ÁTVR Býst ekki við að verðbólgan hafi áhrif á vaxtalækkunarferlið Um þrjátíu prósent hafa miklar áhyggjur af áhrifum tolla á Ísland Lauf Cycles lýkur tæplega 500 milljóna króna fjármögnun Verðbólga eykst hressilega og fer aftur yfir fjögur prósent Tæpur tveggja milljarða hagnaður á fyrsta ársfjórðungi Ráðinn forstjóri Arctic Fish Veitingamaður ákærður fyrir hundrað milljóna skattsvik Fokdýr dómsmál tjónka ekki við ÁTVR Veiðir hrefnu í sumar og selur kjötið á Íslandi Semja við Ístak um gerð mannvirkja fyrir fyrsta vindorkuver landsins Jón segir bull að FBI-kempa hafi óvænt bankað upp á með stefnu Ekki má vanmeta áhrifin af tollastríði á íslensk fyrirtæki Pizzur í stað smurbrauðs á nýrri Króníku Fjármögnun tryggð fyrir nýrri landeldisstöð Samherja Umræðan einkennist af rangfærslum um ofurhagnað Kaupsamningur undirritaður um Grósku Ísfélagið greiðir út tveggja milljarða arð Breyta Kaffi Kjós í íbúðarhús Reynst betur að kaupa fasteign en hlutabréf Nova eignast tuttugu prósenta hlut í Dineout Munu opna tvö Starbucks-kaffihús í miðborginni Nýjar íbúðir seljast verr en aðrar vegna stærðar Bærinn vildi húsið en þurfti svo að borga tvöfalt meira Sjá meira
Brim hf. hefur samið um kaup á tveimur sjávarútvegsfyrirtækjum, fiskvinnslunni Kambi hf., sem rekur útgerð og fiskvinnslu í Hafnarfirði, og útgerðarfélaginu Grábrók ehf., sem einnig gerir út frá Hafnarfirði. Kaupverðið nemur samtals tæpum 3,1 milljarði króna. Þetta kemur fram í tilkynningu frá Brimi þar sem Guðmundur Kristjánsson er forstjóri og eigandi stærsta hlutans, 27,50 prósent. Fyrirtæki í eigu Hjálmars Þórs Kristjánssonar, bróður Guðmundar, er stærsti hluthafi í báðum útgerðum. Fyrirtækið á Grábrók að fullu, er eini hluthafi með 100% hlut, en á 39% hlut í Kambi. Kambur gerir út krókabátinn Kristján HF 100. Honum fylgir um 2.000 tonna krókaaflamark, að mestu í þorski. Þá rekur fyrirtækið fiskvinnslu í eigin húsnæði við Óseyrarbraut í Hafnarfirði. Kaupverðið nemur 2,3 milljörðum króna og verður greitt að hluta með hlutabréfum í Brimi. Hlutabréfin eru í eigu félagsins og nema um 1% af heildarhlutafé Brims, að verðmæti um 835 milljónum króna. Grábrók gerir út krókabátinn Steinunni HF 108 sem var smíðaður árið 2007. Honum fylgir um 850 tonna krókaflamark að mestu í þorski. Kaupverðið er 772 milljónir króna. Samkomulagið er háð eðlilegum fyrirvörum, m.a. um fjármögnun, samþykki stjórnar Brims og samþykki Samkeppniseftirlits og eftir atvikum annarra eftirlitsaðila. Gangi kaupin eftir fer Brim yfir lögbundið kvótaþak í krókaaflamarki en hefur lögum samkvæmt sex mánuði til að gera ráðstafanir sem koma félaginu undir það þak. Haft er eftir Guðmundi Kristjánssyni forstjóra Brims í tilkynningu að með kaupunum sé verið að styrkja Brim á alþjóðlegum vettvangi. Þá verði Kambur rekinn áfram í húsnæði félagsins sem sjálfstætt dótturfélag Brims.Fréttin hefur verið uppfærð.
Brim Markaðir Sjávarútvegur Tengdar fréttir FISK-Seafood seldi í Brimi með 1,3 milljarða hagnaði FISK-Seafood, dótturfélag Kaupfélags Skagfirðinga, seldi síðastliðinn sunnudag nærri 10,2 prósenta hlut sinn í Brimi, sem útgerðarfyrirtækið hafði að stærstum hluta eignast aðeins þremur vikum áður, með rúmlega 1.300 milljóna króna hagnaði. 11. september 2019 08:00 Kaupa fyrir átta milljarða króna í Brimi Útgerðarfélag Reykjavíkur hefur keypt 196,5 milljóna króna hlut FISK Seafood eignarhaldsfélags í Brimi hf. Um er að ræða um tíu prósent af heildarhlutafé félagsins. 9. september 2019 09:08 Útgerðarfélag Reykjavíkur eignast meirihluta í Brim Guðmundur Kristjánsson, forstjóri Brims hf. sem áður hét HB Grandi hefur aukið við eignarhluta sinn í félaginu. 16. október 2019 19:16 Mest lesið Tap á Vinnslustöðinni og fjárfestingar settar á ís Viðskipti innlent Hætta við að selja hlutina í Olíudreifingu Viðskipti innlent Fokdýr jólagjöf til dætranna reyndist eintóm blekking Neytendur Staðfesta frávísun vegna stefnu Samskipa í samráðsmáli Viðskipti innlent Rannsaka meint samkeppnisbrot Landsvirkjunar Viðskipti innlent Staðfesta að gjöf í formi bankakorts er skattskyld Viðskipti innlent Þau vilja stýra ÁTVR Viðskipti innlent Mikill samdráttur á pöntunum til kínverskra verksmiðja Viðskipti erlent Fyrsta íslenska grænkera ostagerðin í hættu Viðskipti innlent Jón segir bull að FBI-kempa hafi óvænt bankað upp á með stefnu Viðskipti innlent Fleiri fréttir Hætta við að selja hlutina í Olíudreifingu Tap á Vinnslustöðinni og fjárfestingar settar á ís Rannsaka meint samkeppnisbrot Landsvirkjunar Staðfesta frávísun vegna stefnu Samskipa í samráðsmáli Play tapaði þremur og hálfum milljarði á fyrsta ársfjórðungi Staðfesta að gjöf í formi bankakorts er skattskyld Þau vilja stýra ÁTVR Býst ekki við að verðbólgan hafi áhrif á vaxtalækkunarferlið Um þrjátíu prósent hafa miklar áhyggjur af áhrifum tolla á Ísland Lauf Cycles lýkur tæplega 500 milljóna króna fjármögnun Verðbólga eykst hressilega og fer aftur yfir fjögur prósent Tæpur tveggja milljarða hagnaður á fyrsta ársfjórðungi Ráðinn forstjóri Arctic Fish Veitingamaður ákærður fyrir hundrað milljóna skattsvik Fokdýr dómsmál tjónka ekki við ÁTVR Veiðir hrefnu í sumar og selur kjötið á Íslandi Semja við Ístak um gerð mannvirkja fyrir fyrsta vindorkuver landsins Jón segir bull að FBI-kempa hafi óvænt bankað upp á með stefnu Ekki má vanmeta áhrifin af tollastríði á íslensk fyrirtæki Pizzur í stað smurbrauðs á nýrri Króníku Fjármögnun tryggð fyrir nýrri landeldisstöð Samherja Umræðan einkennist af rangfærslum um ofurhagnað Kaupsamningur undirritaður um Grósku Ísfélagið greiðir út tveggja milljarða arð Breyta Kaffi Kjós í íbúðarhús Reynst betur að kaupa fasteign en hlutabréf Nova eignast tuttugu prósenta hlut í Dineout Munu opna tvö Starbucks-kaffihús í miðborginni Nýjar íbúðir seljast verr en aðrar vegna stærðar Bærinn vildi húsið en þurfti svo að borga tvöfalt meira Sjá meira
FISK-Seafood seldi í Brimi með 1,3 milljarða hagnaði FISK-Seafood, dótturfélag Kaupfélags Skagfirðinga, seldi síðastliðinn sunnudag nærri 10,2 prósenta hlut sinn í Brimi, sem útgerðarfyrirtækið hafði að stærstum hluta eignast aðeins þremur vikum áður, með rúmlega 1.300 milljóna króna hagnaði. 11. september 2019 08:00
Kaupa fyrir átta milljarða króna í Brimi Útgerðarfélag Reykjavíkur hefur keypt 196,5 milljóna króna hlut FISK Seafood eignarhaldsfélags í Brimi hf. Um er að ræða um tíu prósent af heildarhlutafé félagsins. 9. september 2019 09:08
Útgerðarfélag Reykjavíkur eignast meirihluta í Brim Guðmundur Kristjánsson, forstjóri Brims hf. sem áður hét HB Grandi hefur aukið við eignarhluta sinn í félaginu. 16. október 2019 19:16