Viðskipti innlent

FISK-Seafood seldi í Brimi með 1,3 milljarða hagnaði

Hörður Ægisson skrifar
Guðmundur Kristjánsson, forstjóri Brim, keypti hlutinn af FISK-Seafood.
Guðmundur Kristjánsson, forstjóri Brim, keypti hlutinn af FISK-Seafood. Fréttablaðið/Sigtryggur Ari

FISK-Seafood, dótturfélag Kaupfélags Skagfirðinga, seldi síðastliðinn sunnudag nærri 10,2 prósenta hlut sinn í Brimi, sem útgerðarfyrirtækið hafði að stærstum hluta eignast aðeins þremur vikum áður, með rúmlega 1.300 milljóna króna hagnaði.

Útgerðarfélag Reykjavíkur (ÚR), sem er í meirihlutaeigu Guðmundar Kristjánssonar, forstjóra Brims, keypti hlutinn af FISK, samtals 196,5 milljónir hluta á genginu 40,4 eða fyrir um 7,94 milljarða króna. Eftir viðskiptin fer ÚR í dag með 48 prósenta hlut í Brimi.

Útgerðarfyrirtæki kaupfélagsins kom fyrst inn í hluthafahóp Brims, sem áður hét HB Grandi, þann 18. ágúst síðastliðinn þegar félagið keypti um 8,3 prósenta hlut af Gildi lífeyrissjóði. Gengið í þeim viðskiptum nam 33 krónum á hlut og var kaupverðið því samtals fimm milljarðar króna. Fjórum dögum síðar bætti FISK-Seafood við eignarhlut sinn með kaupum á 34 milljónum hluta að nafnverði á genginu 36 og þá keypti félagið að lokum 11 milljónir hluta á genginu 36,06 þann 28. ágúst síðastliðinn.

FISK-Seafood greiddi því samanlagt um 6,62 milljarða króna fyrir bréf sín í Brimi – samtals 10,18 prósenta hlut – sem félagið hefur núna skömmu selt frá sér með 1.320 milljóna króna hagnaði fyrir skatta.

FISK-Seafood, sem er eitt stærsta sjávarútvegsfyrirtæki landsins, gekk á síðasta ári frá kaupum á öllum eignarhlut Útgerðarfélags Reykjavíkur, sem er stærsti hluthafi Brims, í Vinnslustöðinni í Vestmannaeyjum en um var að ræða þriðjungshlut. Kaupverðið nam 9,4 milljörðum króna.Athugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Mesta hækkun dagsins


Félag
Br.%
Fjöldi
Velta*
ORIGO
1,8
2
677
BRIM
0
0
0
HEIMA
0
1
1.218

Mesta lækkun dagsins


Félag
Br.%
Fjöldi
Velta*
SIMINN
-2,9
12
190.976
KVIKA
-2,8
8
47.966
ARION
-2,54
34
992.823
ICEAIR
-2,17
18
37.233
VIS
-1,93
9
87.062
Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.