ADHD kemur það mér við? Jóna Kristín Gunnarsdóttir skrifar 22. október 2019 11:30 Einfalda svarið er JÁ. Einstaklingar með ADHD eru hluti af samfélaginu. Oft eru þetta kraftmiklir, frumlegir og hæfileikaríkir einstaklingar. Skilningur skiptir sköpum og kemur í veg fyrir fordóma og mýtur. Einstaklingar með ADHD þurfa að leita sér upplýsinga um ADHD og læra hvernig best má nýta þessa eiginleika og koma um leið í veg fyrir óæskilegar uppákomur.ADHD er allstaðar En þið hin sem ekki hafið ADHD af hverju kemur þetta ykkur við? Börn spegla sig í fullorðnum og því skiptir skilningur þeirra sem ekki eru með ADHD miklu fyrir barn með ADHD. Í dag greinast börn fyrr en áður var, sem þýðir að fyrr er byrjað að vinna með þeim. Þessi börn geta verið nemendur ykkar, bekkjarfélagar barnanna ykkar, liðsfélagar, nánir vinir og svona mætti lengi telja. Með þekkingu öðlast barnið aukin skilning, fær annað viðmót sem getur verið ómetanlegt þar sem börn með ADHD lenda oft á tíðum í mótlæti og þar getur eitt bros eða faðmlag hjálpað mikið. Ef við sem erum fyrirmyndirnar vöndum okkur, hvernig við ræðum um ADHD og þá einstaklinga sem hafa það, getum við í leiðinni búið til jákvætt viðhorf og skilning hjá öðrum.#snillingar Það eru ekki eingöngu börn sem eru með ADHD og í raun má segja að allt ofangreint gildi jafnframt á vinnumarkaðinum. Það er kannski minna um knús á vinnumarkaðinum en skilningur og jákvætt viðhorf er dýrmætt. Vinnuveitendur geta með skilningi á ADHD jafnvel fengið meira út úr starfskrafti sínum, hugsanlega þarf hann sjónræn skilaboð, fer aðrar leiðir en hinir en skilar jafnvel meiru í lokin, kemur með nýja sýn á mál og svona mætti lengi telja. Ég vil taka það skýrt fram að ADHD er ástæða en ekki afsökun og það er mikilvægt að vinna með jákvæðu styrkleikana sem fylgja en yppa ekki öxlum og gefast upp.#TakkADHD Ég hef áður kallað eftir jákvæðari umfjöllun fjölmiðla um ADHD. Nú í ADHD vitundarmánuðinum vil ég benda á að þú og ég, við öll sem samfélag, getum með auknum skilningi á ADHD lagt okkar af mörkum til að börn, unglingar, fullorðnir og aldraðir með ADHD verði ekki eins oft fyrir höfnun, upplifi síður að enginn skilji þau og finnist sjaldnar að þau séu ekki nógu góð.Höfundur er kennari og stjórnarkona í ADHD samtökunum. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Heilbrigðismál Jóna Kristín Gunnarsdóttir Mest lesið Lummuleg áform heilbrigðisráðherra Ragnar Sigurður Kristjánsson Skoðun Hver á að fá súrefnisgrímuna fyrst? Davíð Bergmann. Skoðun Rölt að botninum Smári McCarthy Skoðun Lýðskrum Skattfylkingarinnar Magnea Gná Jóhannsdóttir Skoðun Krabbamein – reddast þetta? Halla Þorvaldsdóttir Skoðun Áform um að eyðileggja Ísland! Jóna Imsland Skoðun Málþóf spillingar og græðgi á Alþingi Jón Frímann Jónsson Skoðun Tekur ný ríkisstjórn af skarið? Árni Einarsson Skoðun Valdið yfir sjávarútvegsmálunum Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Strandveiðar í gíslingu – Alþingi sveltir sjávarbyggðir Árni Björn Kristbjörnsson Skoðun Skoðun Skoðun Áform um að eyðileggja Ísland! Jóna Imsland skrifar Skoðun Í 1.129 daga hefur Alþingi hunsað jaðarsettasta hóp samfélagsins Grímur Atlason skrifar Skoðun Tekur ný ríkisstjórn af skarið? Árni Einarsson skrifar Skoðun Strandveiðar í gíslingu – Alþingi sveltir sjávarbyggðir Árni Björn Kristbjörnsson skrifar Skoðun Rölt að botninum Smári McCarthy skrifar Skoðun Að fortíð skal hyggja þegar framtíð skal byggja Einar G. Harðarson skrifar Skoðun Málþóf spillingar og græðgi á Alþingi Jón Frímann Jónsson skrifar Skoðun Lýðskrum Skattfylkingarinnar Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Krabbamein – reddast þetta? Halla Þorvaldsdóttir skrifar Skoðun Valdið yfir sjávarútvegsmálunum Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Lummuleg áform heilbrigðisráðherra Ragnar Sigurður Kristjánsson skrifar Skoðun Hver á að fá súrefnisgrímuna fyrst? Davíð Bergmann. skrifar Skoðun Baráttan um kjör eldra fólks Jónína Björk Óskarsdóttir skrifar Skoðun Menntamál íslenskra grunnskólabarna hafa verið til umfjöllunar – sem er vel. Miklu verra er tilefnið Karen Rúnarsdóttir skrifar Skoðun Elsku Íslendingar, styðjum saman Grindavík Dagmar Valsdóttir skrifar Skoðun Svigrúm Eydísar á fölskum grunni Kristinn Karl Brynjarsson skrifar Skoðun Betri vegur til Þorlákshafnar er samkeppnismál Ólafur Stephensen skrifar Skoðun Óvirðing við lýðræðislegar hefðir, gegn stjórnarskrá, trúnaðarbrot gagnvart kjósendum Arnar Þór Jónsson skrifar Skoðun Lík brennd í Grafarvogi Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Er handahlaup valdeflandi? Davíð Már Sigurðsson skrifar Skoðun Á jaðrinum með Jesú Daníel Ágúst Gautason skrifar Skoðun Þeir sem verja stórútgerðina – og heimsvaldastefnuna Karl Héðinn Kristjánsson skrifar Skoðun Gervigreindin beisluð Hanna Kristín Skaftadóttir,Helga Sigrún Harðardóttir skrifar Skoðun Kúnstin að vera ósammála sjálfum sér Heiða Ingimarsdóttir skrifar Skoðun Óboðlegt ástand á Landspítala – okkar sjónarhorn Hildur Jónsdóttir,Einar Freyr Ingason,Þórir Bergsson skrifar Skoðun Geislameðferð sem lífsbjörg Ingibjörg Isaksen skrifar Skoðun Þetta eru ekki eðlileg vinnubrögð Bryndís Haraldsdóttir skrifar Skoðun Stöðvum helvíti á jörðu Birna Þórarinsdóttir,Bjarni Gíslason,Gísli Rafn Ólafsson,Sigríður Schram,Stella Samúelsdóttir,Tótla I. Sæmundsdóttir skrifar Skoðun Hversu mikið er nóg? Guðríður Eldey Arnardóttir skrifar Skoðun Til þeirra sem fagna Sigurður Gísli Bond Snorrason skrifar Sjá meira
Einfalda svarið er JÁ. Einstaklingar með ADHD eru hluti af samfélaginu. Oft eru þetta kraftmiklir, frumlegir og hæfileikaríkir einstaklingar. Skilningur skiptir sköpum og kemur í veg fyrir fordóma og mýtur. Einstaklingar með ADHD þurfa að leita sér upplýsinga um ADHD og læra hvernig best má nýta þessa eiginleika og koma um leið í veg fyrir óæskilegar uppákomur.ADHD er allstaðar En þið hin sem ekki hafið ADHD af hverju kemur þetta ykkur við? Börn spegla sig í fullorðnum og því skiptir skilningur þeirra sem ekki eru með ADHD miklu fyrir barn með ADHD. Í dag greinast börn fyrr en áður var, sem þýðir að fyrr er byrjað að vinna með þeim. Þessi börn geta verið nemendur ykkar, bekkjarfélagar barnanna ykkar, liðsfélagar, nánir vinir og svona mætti lengi telja. Með þekkingu öðlast barnið aukin skilning, fær annað viðmót sem getur verið ómetanlegt þar sem börn með ADHD lenda oft á tíðum í mótlæti og þar getur eitt bros eða faðmlag hjálpað mikið. Ef við sem erum fyrirmyndirnar vöndum okkur, hvernig við ræðum um ADHD og þá einstaklinga sem hafa það, getum við í leiðinni búið til jákvætt viðhorf og skilning hjá öðrum.#snillingar Það eru ekki eingöngu börn sem eru með ADHD og í raun má segja að allt ofangreint gildi jafnframt á vinnumarkaðinum. Það er kannski minna um knús á vinnumarkaðinum en skilningur og jákvætt viðhorf er dýrmætt. Vinnuveitendur geta með skilningi á ADHD jafnvel fengið meira út úr starfskrafti sínum, hugsanlega þarf hann sjónræn skilaboð, fer aðrar leiðir en hinir en skilar jafnvel meiru í lokin, kemur með nýja sýn á mál og svona mætti lengi telja. Ég vil taka það skýrt fram að ADHD er ástæða en ekki afsökun og það er mikilvægt að vinna með jákvæðu styrkleikana sem fylgja en yppa ekki öxlum og gefast upp.#TakkADHD Ég hef áður kallað eftir jákvæðari umfjöllun fjölmiðla um ADHD. Nú í ADHD vitundarmánuðinum vil ég benda á að þú og ég, við öll sem samfélag, getum með auknum skilningi á ADHD lagt okkar af mörkum til að börn, unglingar, fullorðnir og aldraðir með ADHD verði ekki eins oft fyrir höfnun, upplifi síður að enginn skilji þau og finnist sjaldnar að þau séu ekki nógu góð.Höfundur er kennari og stjórnarkona í ADHD samtökunum.
Skoðun Menntamál íslenskra grunnskólabarna hafa verið til umfjöllunar – sem er vel. Miklu verra er tilefnið Karen Rúnarsdóttir skrifar
Skoðun Óvirðing við lýðræðislegar hefðir, gegn stjórnarskrá, trúnaðarbrot gagnvart kjósendum Arnar Þór Jónsson skrifar
Skoðun Óboðlegt ástand á Landspítala – okkar sjónarhorn Hildur Jónsdóttir,Einar Freyr Ingason,Þórir Bergsson skrifar
Skoðun Stöðvum helvíti á jörðu Birna Þórarinsdóttir,Bjarni Gíslason,Gísli Rafn Ólafsson,Sigríður Schram,Stella Samúelsdóttir,Tótla I. Sæmundsdóttir skrifar