Golf

Ótrúlegur hringur hjá Tiger í Japan

Henry Birgir Gunnarsson skrifar
Það var gaman hjá Tiger í nótt.
Það var gaman hjá Tiger í nótt. vísir/getty
Tiger Woods hóf leik á sínu fyrsta golfmóti síðan í ágúst í nótt en hann tekur þátt á Zozo-mótinu í Japan.

Tiger fór í hnéaðgerð í ágúst og hefur þurft sinn tíma til þess að jafna sig. Hann virkaði mjög ryðgaður í nótt enda fékk hann skolla á fyrstu þrem holum vallarins.

Svo hrökk hann í gírinn og það engan smá gír. Hann fékk níu fugla á næstu fimmtán holum vallarins og kom í hús á 64 höggum. Hann er í efsta sæti ásamt Gary Woodland.

Tiger hefur unnið 81 mót á PGA-mótaröðinni en á nú möguleika að vinna mót númer 82. Hann vann Masters í apríl en hefur síðan ekki náð sér á strik á árinu.
Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.