Golf

Ótrúlegur hringur hjá Tiger í Japan

Henry Birgir Gunnarsson skrifar
Það var gaman hjá Tiger í nótt.
Það var gaman hjá Tiger í nótt. vísir/getty

Tiger Woods hóf leik á sínu fyrsta golfmóti síðan í ágúst í nótt en hann tekur þátt á Zozo-mótinu í Japan.

Tiger fór í hnéaðgerð í ágúst og hefur þurft sinn tíma til þess að jafna sig. Hann virkaði mjög ryðgaður í nótt enda fékk hann skolla á fyrstu þrem holum vallarins.

Svo hrökk hann í gírinn og það engan smá gír. Hann fékk níu fugla á næstu fimmtán holum vallarins og kom í hús á 64 höggum. Hann er í efsta sæti ásamt Gary Woodland.

Tiger hefur unnið 81 mót á PGA-mótaröðinni en á nú möguleika að vinna mót númer 82. Hann vann Masters í apríl en hefur síðan ekki náð sér á strik á árinu.Athugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.