Körfubolti

Arnar: Talað eins og þetta séu einhverjir nautgripir

Ísak Hallmundarson skrifar
Arnar Guðjónsson
Arnar Guðjónsson
Arnar Guðjónsson, þjálfari Stjörnunnar, er ósáttur við umræðu um útlendinga í Dominos deildinni í körfubolta.

Spurður út í hvort hann muni koma til með að gera breytingar á hópnum segist hann vona að svo muni ekki vera:

,,Vonandi ekki, það er alltaf leiðinlegt þegar menn missa vinnuna. Mig langar aðeins að koma inn á það að mér finnst hefðin á Íslandi, hvernig talað er um erlenda leikmenn sem koma í deildina, mér finnst það oft á tíðum ekki fallegt. Menn fagna þegar leikmenn eru látnir fara og tala ekki um þá með nafni heldur er þetta bara þessi útlendingur fer og þessi útlendingur fer‘‘

Hann heldur áfram:

„Ef þú hefur verið að þjálfa í þessu og hefur þurft að láta menn fara líkt og við lentum í með Paul Jones í fyrra, þá er rosalega leiðinlegt að sjá góða menn þurfa að missa vinnuna, góða drengi, af því þeir kannski passa ekki inní. Þannig það er alltaf bara verið að tala um þetta eins og þetta séu einhverjir nautgripir. Mér finnst það bara ekki mannúðlegt.‘‘

,,Vonandi ná allir þessir strákar sem eru hérna á Íslandi að halda vinnunni sinni. Mér finnst allt í lagi að hugsa um þá stundum eins og fólk en ekki bara einhverja gripi og vera að hlæja að því þegar það er verið að senda menn erlendis og óska þess að þeir fari af landinu á sem allra skemmstum tíma og sjáist aldrei aftur,‘‘ segir Arnar að lokum.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×