Handbolti

Aron kom Barein á Ólympíuleikana

Ingvi Þór Sæmundsson skrifar
Aron tók við Barein af Guðmundi Guðmundssyni í fyrra.
Aron tók við Barein af Guðmundi Guðmundssyni í fyrra. vísir/getty

Aron Kristjánsson er búinn að koma karlalandsliði Barein í handbolta á Ólympíuleikana í Tókýó á næsta ári.

Í dag vann Barein Suður-Kóreu, 34-29, í hreinum úrslitaleik um Ólympíusæti. Bareinar hefndu þar með fyrir tapið fyrir Suður-Kóreumönnum, 30-31, í riðlakeppninni.

Það var eina tap strákanna hans Arons í undankeppni Ólympíuleikana í Asíu. Í undanúrslitunum unnu þeir frábæran sigur á sterku liði Katar, 28-26.

Þetta er í fyrsta sinn sem Barein vinnur sér sæti í handboltakeppni Ólympíuleikanna.

Það verða því allavega tveir íslenskir þjálfarar í karlaflokki í handbolta á Ólympíuleikunum í Tókýó. Dagur Sigurðsson þjálfar heimalið Japans.

Auk Barein og Japans eru Danmörk og Argentína komin með Ólympíusæti. Átta slík eru enn í boði.Athugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.