Golf

Tiger sá sigursælasti frá upphafi

Henry Birgir Gunnarsson skrifar
Tiger með verðlaunin sín í nótt.
Tiger með verðlaunin sín í nótt. vísir/getty
Tiger Woods varð hlutskarpastur á Zozo-mótinu í Japan í nótt og er þar með búinn að vinna 82 PGA-mót á ferlinum. Það er metjöfnun en Sam Snead hafði átt metið einn frá árinu 1965.

Hideki Matsuyama sótti aðeins að Tiger í nótt en hinn 43 ára Bandaríkjamaður hélt ró sinni og vann mótið með þriggja högga mun að lokum.





Þetta var fyrsta mótið sem Tiger tekur þátt í síðan hann fór í hnéaðgerð fyrir níu vikum síðan. Það stöðvar hann ekkert.

Þetta er þess utan annað mótið sem Tiger vinnur á árinu en hann vann Masters í apríl. Það var fimmtánda risamótið sem hann vinnur en hann þarf að vinna þrjú í viðbót til þess að jafna Jack Nicklaus.





Snead var 52 ára gamall þegar hann vann sitt 82. mót og Nicklaus var 46 ára er hann vann sinn sitt síðasta mót.

„Ég get vonandi spilað þar til ég er 52 ára. Ég hefði ekki haft neina trú á því fyrir ekki svo löngu síðan. Framtíðin lítur betur út hjá mér núna. Líkaminn er ekki sá sami en ég get enn fundið lausnir á golfvellinum,“ sagði Tiger kátur.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×