UNICEF setur upp barnvæn svæði í flóttamannabúðum Heimsljós kynnir 29. október 2019 14:30 UNICEF Sjö þúsund sýrlenskir flóttamenn, helmingurinn börn, hafa flúið átökin í landinu og haldið yfir í suðurhluta Íraks þar sem Kúrdar eru fjölmennir. Langflestir komu fótgangandi, þjakaðir af líkamlegum og andlegum raunum, eins og segir í frétt frá Barnahjálp Sameinuðu þjóðanna (UNICEF). Samtökin hafa sett upp barnvæn svæði í flóttamannabúðum, veita sálrænan stuðning og tímabundin kennslusvæði svo börn geti haldið áfram að nýta rétt sinn til menntunar. „Það féll sprengja við húsið okkar og sú upplifun ásækir fjögurra ára son minn. Hann man allt sem gerðist, hljóðið í sprengjuvörpunum og sprengingarnar,“ segir Awaz Subhi, þriggja barna móðir sem flúði bæinn Kobani í norðausturhluta Sýrlands þegar Tyrkir gerðu innrás þann 9. október síðastliðinn. „Meira að segja þegar börnin leika sér þá eru þau að endurgera og endurupplifa árásirnar. Þessi minning mun alltaf elta okkur,“ segir Awaz sorgmædd. Í frétt UNICEF segir að þeta sé ekki í fyrsta skipti sem ung fjölskylda hennar þverar landamærin milli Sýrlands og Írak sem flóttafólk. Þau hafi fyrst komið til Íraks árið 2014 þegar þau flúðu ISIS og héldu þá til í Erbil, höfuðborg kúrdíska héraðsins í Írak, í ellefu mánuði. Þau snéru aftur heim eftir það. Nú hafi þau enn á ný verið rifin upp með rótum í skugga stríðsátaka. „Ég vil frið og öryggi fyrir börnin mín. En það er erfitt að ímynda sér að lífið verði nokkru sinni aftur eðlilegt,“ segir Awaz í samtali við fulltrúa UNICEF í Írak. Í orðum hennar er ekki uppgjöf en það er merkjanleg þreyta. Þreyta þess sem upplifað hefur og séð allt of mikið af stríðsátökum um ævina. „Við náum vart andanum. Líf okkar hafa verið eyðilögð.“ UNICEF og samstarfsaðilar veita neyðaraðstoð og bjarga lífum viðkvæmra hópa við landamæri Sýrlands og Írak á hverjum degi. UNICEF dreifir vatni og nauðsynjum til flóttafólks áður en það er flutt í búðir þar sem í boði er skjól, matur, vatn og aðrar nauðsynjar, auk heilsufarsskoðunar. Í frétt UNICEF kemur fram að samtökin hafi það sem af er fundið níu fylgdarlaus börn nærri Duhok og Ninawa. Sex þeirra hafa þegar verið sameinuð fjölskyldum sínum, haft hefur verið upp á fjölskyldu tveggja til viðbótar sem bíða þess að vera sameinuð á ný. Enn á eftir að finna fjölskyldu eins barnanna. Skólaárið var nýhafið hjá flestum þegar innrás Tyrkja í Sýrland var gerð. Til að koma í veg fyrir útbreiðslu smitsjúkdóma hefur UNICEF einnig unnið að því að bólusetja öll börn undir fimmtán ára aldri fyrir mænusótt og mislingum. Neyðarsöfnun UNICEF á Íslandi fyrir börn í Sýrlandi stendur yfir. Hægt er að senda SMS-ið STOPP í númerið 1900. (1.900 kr.) og tekið er á móti frjálsum framlögum inn á reikning 701-26-102040 og kt. 481203-2950.Þessi grein er hluti af samstarfi Vísis og utanríkisráðuneytisins um miðlun frétta af þróunarsamstarfi Íslands um allan heim. Fréttin birtist fyrst í Heimsljósi, upplýsingaveitu utanríkisráðuneytisins um þróunar- og mannúðarmál. Þróunarsamvinna Mest lesið Arndís Anna hyggst ekki bjóða sig fram aftur Innlent Meintur nethrellir fær bætur vegna húsleitar Innlent Þykir leitt hvernig kennarar túlkuðu orð sín Innlent Mikið undir á fyrsta sáttafundi eftir verkfallsboðun Innlent Starfsstjórn með nýjum forsætisráðherra „bara einhver furðukenning“ Innlent „Loksins!“ segja ungir sjálfstæðismenn Innlent Íslendingur bannaður á djamminu í Danmörku Innlent Dagbjört eyddi færslu eftir hörð viðbrögð Innlent Ekki einhugur meðal formanna flokkanna um framhaldið Innlent Jón Gnarr kennir í brjósti um Einar arftaka sinn Innlent
Sjö þúsund sýrlenskir flóttamenn, helmingurinn börn, hafa flúið átökin í landinu og haldið yfir í suðurhluta Íraks þar sem Kúrdar eru fjölmennir. Langflestir komu fótgangandi, þjakaðir af líkamlegum og andlegum raunum, eins og segir í frétt frá Barnahjálp Sameinuðu þjóðanna (UNICEF). Samtökin hafa sett upp barnvæn svæði í flóttamannabúðum, veita sálrænan stuðning og tímabundin kennslusvæði svo börn geti haldið áfram að nýta rétt sinn til menntunar. „Það féll sprengja við húsið okkar og sú upplifun ásækir fjögurra ára son minn. Hann man allt sem gerðist, hljóðið í sprengjuvörpunum og sprengingarnar,“ segir Awaz Subhi, þriggja barna móðir sem flúði bæinn Kobani í norðausturhluta Sýrlands þegar Tyrkir gerðu innrás þann 9. október síðastliðinn. „Meira að segja þegar börnin leika sér þá eru þau að endurgera og endurupplifa árásirnar. Þessi minning mun alltaf elta okkur,“ segir Awaz sorgmædd. Í frétt UNICEF segir að þeta sé ekki í fyrsta skipti sem ung fjölskylda hennar þverar landamærin milli Sýrlands og Írak sem flóttafólk. Þau hafi fyrst komið til Íraks árið 2014 þegar þau flúðu ISIS og héldu þá til í Erbil, höfuðborg kúrdíska héraðsins í Írak, í ellefu mánuði. Þau snéru aftur heim eftir það. Nú hafi þau enn á ný verið rifin upp með rótum í skugga stríðsátaka. „Ég vil frið og öryggi fyrir börnin mín. En það er erfitt að ímynda sér að lífið verði nokkru sinni aftur eðlilegt,“ segir Awaz í samtali við fulltrúa UNICEF í Írak. Í orðum hennar er ekki uppgjöf en það er merkjanleg þreyta. Þreyta þess sem upplifað hefur og séð allt of mikið af stríðsátökum um ævina. „Við náum vart andanum. Líf okkar hafa verið eyðilögð.“ UNICEF og samstarfsaðilar veita neyðaraðstoð og bjarga lífum viðkvæmra hópa við landamæri Sýrlands og Írak á hverjum degi. UNICEF dreifir vatni og nauðsynjum til flóttafólks áður en það er flutt í búðir þar sem í boði er skjól, matur, vatn og aðrar nauðsynjar, auk heilsufarsskoðunar. Í frétt UNICEF kemur fram að samtökin hafi það sem af er fundið níu fylgdarlaus börn nærri Duhok og Ninawa. Sex þeirra hafa þegar verið sameinuð fjölskyldum sínum, haft hefur verið upp á fjölskyldu tveggja til viðbótar sem bíða þess að vera sameinuð á ný. Enn á eftir að finna fjölskyldu eins barnanna. Skólaárið var nýhafið hjá flestum þegar innrás Tyrkja í Sýrland var gerð. Til að koma í veg fyrir útbreiðslu smitsjúkdóma hefur UNICEF einnig unnið að því að bólusetja öll börn undir fimmtán ára aldri fyrir mænusótt og mislingum. Neyðarsöfnun UNICEF á Íslandi fyrir börn í Sýrlandi stendur yfir. Hægt er að senda SMS-ið STOPP í númerið 1900. (1.900 kr.) og tekið er á móti frjálsum framlögum inn á reikning 701-26-102040 og kt. 481203-2950.Þessi grein er hluti af samstarfi Vísis og utanríkisráðuneytisins um miðlun frétta af þróunarsamstarfi Íslands um allan heim. Fréttin birtist fyrst í Heimsljósi, upplýsingaveitu utanríkisráðuneytisins um þróunar- og mannúðarmál.
Þróunarsamvinna Mest lesið Arndís Anna hyggst ekki bjóða sig fram aftur Innlent Meintur nethrellir fær bætur vegna húsleitar Innlent Þykir leitt hvernig kennarar túlkuðu orð sín Innlent Mikið undir á fyrsta sáttafundi eftir verkfallsboðun Innlent Starfsstjórn með nýjum forsætisráðherra „bara einhver furðukenning“ Innlent „Loksins!“ segja ungir sjálfstæðismenn Innlent Íslendingur bannaður á djamminu í Danmörku Innlent Dagbjört eyddi færslu eftir hörð viðbrögð Innlent Ekki einhugur meðal formanna flokkanna um framhaldið Innlent Jón Gnarr kennir í brjósti um Einar arftaka sinn Innlent