Körfubolti

James Harden ískaldur í fyrstu leikjum tímabilsins

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
James Harden.
James Harden. Getty/Tim Warner

James Harden er ekki að bjóða upp á góða skotnýtingu ð í fyrstu leikjum NBA-tímabilsins 2019-20 en hann var langstigahæsti leikmaður NBA-deildarinnar í fyrra.

James Harden er reyndar með 29,3 stig að meðaltali í fyrstu þremur leikjunum en hann hefur skorað meira en helming stiga sinna (15,3) af vítalínunni.

Harden er með aðeins 15 prósent þriggja stiga skotnýtingu en bara 6 af 40 þriggja stiga skotum hans hafa ratað rétta leið. Harden er auk þess með aðeins 28,6 prósent skotnýtingu en hann hefur tekið 21 skot að meðaltali í leik.

Hér fyrir neðan má sjá skotkort James Harden í þessum fyrstu þremur leikjum Houston Rockets á leiktíðinni.Houston Rockets bætti Russell Westbrook við liðið sitt í sumar en líkt og Harden vill hann vera mikið með boltann. Hvort það sé ástæðan veit enginn en það hefur gengið áberandi illa hjá Harden að hitta í körfuna í fyrstu leikjunum með Westbrook.

Houston Rockets tapaði fyrsta leiknum sínum en hefur unnið tvo nauma sigra í röð, 126-123 á New Orleans og 116-112 á Oklahoma City.

James Harden hefur verið stigahæstur í báðum sigurleikjunum en hann skoraði 40 stig í síðasta leik þrátt fyrir að nýta aðeins 8 af 21 skoti sínu (38 prósent). Hann nýtti hins vegar 21 af 22 vítaskotum sínum í leiknum.

NBA


Athugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.