Handbolti

Seinni bylgjan um ummæli Rúnars: „Get ekki ímyndað mér að þetta hjálpi honum“

Anton Ingi Leifsson skrifar
Spekingarnir í þættinum í gær.
Spekingarnir í þættinum í gær. vísir/skjáskot
Rúnar Sigtryggsson, þjálfari Stjörnunnar, lét athyglisverð ummæli falla í viðtali í sjónvarpsfréttum Stöðvar 2 fyrir leik liðsins gegn ÍR í Olísdeild karla á mánudag.

Rúnar gagnrýndi þá Ara Magnús Þorgeirsson, leikmann liðsins, og sagði hann ekki hafa standið undir því hóli sem Rúnar hafði heyrt um hann.

Seinni bylgjan ræddi þessi athyglisverðu ummæli í þætti sínum í gærkvöldi.

„Það er ekki gott að segja hvað Rúnar er að fara með þessu en þetta kom manni á óvart og þetta er óvenjulegt,“ sagði Ágúst Jóhannsson, annar sérfræðingur þáttarins.

„Ég man ekki eftir því að hafa séð svona áður,“ bætti Halldór Jóhann Sigfússon við áður en Ágúst tók aftur við boltanum.

„Hann var aðeins að taka liðið sitt og leikmenn fyrir í fjölmiðlum í fyrra og fékk viðbrögð við því inni á vellinum. Að vaða svona í einn leikmann kom mér á óvart og þetta er ekki eitthvað sem ég myndi gera sjálfur.“

„Maður getur síðan kannski sagt bara sagt að það er Ara að svara þessu inni á vellinum með góðri frammistöðu því hann er að mínu viti mjög góður leikmaður.“

„Ég get ekki ímyndað mér að þetta hjálpi honum,“ sagði Ágúst.

Alla umræðuna má sjá hér að neðan.



Klippa: Seinni bylgjan: Umræða um Rúnar og Ara

Tengdar fréttir




Fleiri fréttir

Sjá meira


×