Handbolti

Seinni bylgjan: Fram sterkasta liðið í Olís-deild kvenna

Anton Ingi Leifsson skrifar
Olís-deild kvenna gerð upp.
Olís-deild kvenna gerð upp. vísir/skjáskot

Valur rúllaði yfir Hauka í 3. umferð Olís-deildar kvenna en Valsstúlkur unnu fimmtán marka sigur á þeim rauðklæddu úr Hafnarfirði.

Ágúst Jóhannsson, þjálfari Vals, var spekingur Seinni bylgjunnar sem var á dagskrá í gærkvöldi þar sem hann fór yfir leikinn.

„Stelpurnar spiluðu frábærlega og frammistaðan var heilt yfir mjög góð. Við byrjuðum af miklu krafti og það vantar tvo til þrjá sterka leikmenn í Hauka-liðið en þær gáfust full fljótt upp og gerðu okkur þetta auðvelt fyrir,“ sagði Ágúst.

Sara Odden, sænsk skytta sem Haukarnir fengu í sumar, hefur ekki náð neinum hæðum í þeim þremur leikjum sem búnir eru.

„Ég talaði við Árna Stefán er hún var að koma til landsins og Haukarnir hafa miklar væntingar til hennar. Hún var að vísu ekki í mikilli leikæfingu er hún kom til Hauka,“ sagði Halldór Jóhann Sigfússon og hélt áfram:

„Það er ótrúlega auðvelt að vera ferskur í byrjun en svo getur dregið af þér en ég held að hún verði Haukunum mjög mikilvæg þegar líður á mótið.“

Fram vann öruggan sigur í Mosfellsbæ og það kom Halldóri Jóhanni ekki á óvart.

„Fram er sterkasta liðið í dag og það er ekkert óvenjulegt að þær vinna þarna með tíu til fimmtán mörkum. Það er mjög erfitt að spila á móti þeim.“

Alla umræðuna um 3. umferð Olís-deild kvenna má sjá hér að neðan.

Klippa: Seinni bylgjan: Olís-deild kvennaAthugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.