Formúla 1

Upphitun: Tímatökur verða á sunnudag vegna fellibyls

Bragi Þórðarson skrifar
Fellibylurinn á að ganga yfir Suzuka brautina á laugardaginn.
Fellibylurinn á að ganga yfir Suzuka brautina á laugardaginn. Getty

Fellibylurinn Hagibis gengur yfir Japan um þessar mundir og hefur nú þegar haft áhrif á Formúlu 1 keppnina sem fram fer þar í landi um helgina.

Tímatakan sem átti að fara fram á laugardag hefur verið frestað til sunnudagsmorguns. ,,Þetta gerum við til að gæta öryggis bæði áhorfenda og keppenda'' sögðu keppnishaldarar í yfirlýsingu.

Mercedes ökumennirnir Valtteri Bottas og Lewis Hamilton voru hraðastir á annari æfingu sem fram fór í gær.

Bottas var hraðastur á æfingu Getty

Bottas búinn að tryggja sér ráspól?

Ef ekki gefst tækifæri til að keyra tímatökurnar fyrir kappaksturinn á sunnudag munu úrslitin úr æfingunni raða ökumönnum á ráslínu.

Það þýðir að Bottas gæti nú þegar verið búinn að tryggja sér ráspólinn í Japan. Æfingin var tekin mun alvarlegra þar sem liðin vissu að úrslitin gætu ráðið úrslitum.

Keppnin verður keyrð samkvæmt áætlun klukkan 5:00 á íslenskum tíma. Fellibylurinn á þá að vera farinn frá Suzuka norður á bóginn í átt að höfuðborginni Tokyo.
 Athugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.