Formúla 1

Upphitun: Tímatökur verða á sunnudag vegna fellibyls

Bragi Þórðarson skrifar
Fellibylurinn á að ganga yfir Suzuka brautina á laugardaginn.
Fellibylurinn á að ganga yfir Suzuka brautina á laugardaginn. Getty
Fellibylurinn Hagibis gengur yfir Japan um þessar mundir og hefur nú þegar haft áhrif á Formúlu 1 keppnina sem fram fer þar í landi um helgina.

Tímatakan sem átti að fara fram á laugardag hefur verið frestað til sunnudagsmorguns. ,,Þetta gerum við til að gæta öryggis bæði áhorfenda og keppenda'' sögðu keppnishaldarar í yfirlýsingu.

Mercedes ökumennirnir Valtteri Bottas og Lewis Hamilton voru hraðastir á annari æfingu sem fram fór í gær.

Bottas var hraðastur á æfinguGetty
Bottas búinn að tryggja sér ráspól?

Ef ekki gefst tækifæri til að keyra tímatökurnar fyrir kappaksturinn á sunnudag munu úrslitin úr æfingunni raða ökumönnum á ráslínu.

Það þýðir að Bottas gæti nú þegar verið búinn að tryggja sér ráspólinn í Japan. Æfingin var tekin mun alvarlegra þar sem liðin vissu að úrslitin gætu ráðið úrslitum.

Keppnin verður keyrð samkvæmt áætlun klukkan 5:00 á íslenskum tíma. Fellibylurinn á þá að vera farinn frá Suzuka norður á bóginn í átt að höfuðborginni Tokyo.

 




Fleiri fréttir

Sjá meira


×