Húsnæðisbætur - líka fyrir herbergi Pawel Bartoszek skrifar 17. október 2019 09:00 Námsmaður sem leigir herbergi á stúdentagörðum á 80 þúsund krónur fær 32.460 krónur í húsnæðisbætur. Námsmaður sem leigir herbergi í fjölbýlishúsi í Árbænum á 120 þúsund fær ekki húsnæðisbætur. Einstaklingur í bata sem leigir herbergi á áfangaheimili fær 32.460 krónur í húsnæðisbætur. Erlendur verkamaður sem leigir herbergi á athafnasvæði í Höfðunum fær ekki húsnæðisbætur. Samkvæmt lögum geta leigjendur fengið styrk fyrir húsaleigu, húsnæðisbætur. Menn geta deilt á um ágæti þessara bóta eins og annarra en ef niðurgreiða á húsnæði fólks á annað borð er beinn fjárhagslegur stuðningur samt ansi góð leið. Miklu betri en leiguþök eða önnur dulin markaðsinngrip. Í lögum er tekið fram að húsnæðisbætur eru ekki greiddar fyrir herbergi. Þetta hefur Leigjendaaðstoð Neytendasamtakanna gagnrýnt réttilega. Eflaust var hugmyndin að tryggja ákveðin lágmarksgæði á leiguhúsnæði en niðurstaðan er auðvitað bara sú að þeim er refsað sem ekki eiga efni á að leigja heila íbúð út af fyrir sig. Tekjulægra fólk þarf því að gjalda fyrir að geta ekki útvegað sér húsnæði sem fellur að gæðakröfum löggjafans. Síðan hefur löggjafinn ákveðið að verða örlítið sveigjanlegur og borga með herbergjum á stúdentagörðum og áfangaheimilum. Sem er ágætt: sveigjanleiki er af hinu góða. En fyrst við lítum almennt ekki svo að vernda eigi fólk frá því að leigja herbergi á stúdentagörðum og áfangaheimilum þá ætti ekki heldur að reyna refsa fólki sem kýs að leigja sér herbergi einhvers staðar annars staðar.Höfundur er borgarfulltrúi og varaþingmaður Viðreisnar. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Húsnæðismál Pawel Bartoszek Mest lesið 3003 Elliði Vignisson Skoðun Segið það bara: Þetta var rangt – þá byrjar lækningin Hilmar Kristinsson Skoðun Séreignarsparnaðarleiðin fest í sessi Ingvar Þóroddsson Skoðun Röng klukka siðan 1968: Kominn tími á breytingar Erla Björnsdóttir Skoðun Höldum fast í auðjöfnuð Íslands Víðir Þór Rúnarsson Skoðun Skattaglufuflokkar hinna betur settu þykjast hafa uppgötvað alla hina Þórður Snær Júlíusson Skoðun Evran getur verið handan við hornið Kristján Reykjalín Vigfússon Skoðun Ríkislögreglustjóri verður að víkja Einar Steingrímsson Skoðun Um vændi Drífa Snædal Skoðun Hafa Íslendingar efni á að eiga ekki pening? Jón Páll Haraldsson Skoðun Skoðun Skoðun Tölum um 7.645 íbúðirnar sem einstaklingar hafa safnað upp Arna Lára Jónsdóttir skrifar Skoðun Ríkislögreglustjóri verður að víkja Einar Steingrímsson skrifar Skoðun Röng klukka siðan 1968: Kominn tími á breytingar Erla Björnsdóttir skrifar Skoðun Ísland 2040: Veljum við Star Trek - eða Star Wars leiðina? Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Hærri vörugjöld á bíla: Vondar fréttir fyrir okkur öll Jóhannes Þór Skúlason skrifar Skoðun Hvar er skýrslan um Arnarholt? Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Fólkið á landsbyggðinni lendir í sleggjunni Margrét Rós Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Höldum fast í auðjöfnuð Íslands Víðir Þór Rúnarsson skrifar Skoðun Fjárfesting í fólki Heiða Björg Hilmisdóttir skrifar Skoðun Evran getur verið handan við hornið Kristján Reykjalín Vigfússon skrifar Skoðun Um vændi Drífa Snædal skrifar Skoðun Leikskólinn og þarfir barna og foreldra á árinu 2025 Ólafur Grétar Gunnarsson skrifar Skoðun Hvernig hjálpargögnin komast (ekki) til Gasa Birna Þórarinsdóttir skrifar Skoðun Vestfirðir gullkista Íslands Gylfi Ólafsson skrifar Skoðun Iceland Airwaves – hjartsláttur íslenskrar tónlistar Einar Bárðarson skrifar Skoðun 3003 Elliði Vignisson skrifar Skoðun Lestin brunar, hraðar, hraðar Haukur Ásberg Hilmarsson skrifar Skoðun Segið það bara: Þetta var rangt – þá byrjar lækningin Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Loftslagsmál á tímamótum Nótt Thorberg skrifar Skoðun Séreignarsparnaðarleiðin fest í sessi Ingvar Þóroddsson skrifar Skoðun Hafa Íslendingar efni á að eiga ekki pening? Jón Páll Haraldsson skrifar Skoðun Grundvallaratriði að auka lóðaframboð Sigurjón Þórðarson skrifar Skoðun Íbúðalánasjóður fjármagnaði ekki íbúðalán bankanna! Hallur Magnússon skrifar Skoðun Húsnæðisliðurinn í vísitölu neysluverðs Þorsteinn Siglaugsson skrifar Skoðun Viljum við hagkerfi sem þjónar fólki og náttúru, eða fólk sem þjónar hagkerfinu? Þórdís Hólm Filipsdóttir skrifar Skoðun Skattaglufuflokkar hinna betur settu þykjast hafa uppgötvað alla hina Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Þakklæti og árangur, uppbygging og samstarf Jóhanna Ýr Johannsdóttir skrifar Skoðun Hver vakir yfir þínum hagsmunum sem fasteignaeiganda? Ívar Halldórsson skrifar Skoðun Endurhæfing sem bjargar lífum – reynsla fólks hjá Hugarafli Auður Axelsdóttir,Grétar Björnsson skrifar Skoðun Hjúkrunarheimili í Þorlákshöfn – Látum verkin tala Karl Gauti Hjaltason skrifar Sjá meira
Námsmaður sem leigir herbergi á stúdentagörðum á 80 þúsund krónur fær 32.460 krónur í húsnæðisbætur. Námsmaður sem leigir herbergi í fjölbýlishúsi í Árbænum á 120 þúsund fær ekki húsnæðisbætur. Einstaklingur í bata sem leigir herbergi á áfangaheimili fær 32.460 krónur í húsnæðisbætur. Erlendur verkamaður sem leigir herbergi á athafnasvæði í Höfðunum fær ekki húsnæðisbætur. Samkvæmt lögum geta leigjendur fengið styrk fyrir húsaleigu, húsnæðisbætur. Menn geta deilt á um ágæti þessara bóta eins og annarra en ef niðurgreiða á húsnæði fólks á annað borð er beinn fjárhagslegur stuðningur samt ansi góð leið. Miklu betri en leiguþök eða önnur dulin markaðsinngrip. Í lögum er tekið fram að húsnæðisbætur eru ekki greiddar fyrir herbergi. Þetta hefur Leigjendaaðstoð Neytendasamtakanna gagnrýnt réttilega. Eflaust var hugmyndin að tryggja ákveðin lágmarksgæði á leiguhúsnæði en niðurstaðan er auðvitað bara sú að þeim er refsað sem ekki eiga efni á að leigja heila íbúð út af fyrir sig. Tekjulægra fólk þarf því að gjalda fyrir að geta ekki útvegað sér húsnæði sem fellur að gæðakröfum löggjafans. Síðan hefur löggjafinn ákveðið að verða örlítið sveigjanlegur og borga með herbergjum á stúdentagörðum og áfangaheimilum. Sem er ágætt: sveigjanleiki er af hinu góða. En fyrst við lítum almennt ekki svo að vernda eigi fólk frá því að leigja herbergi á stúdentagörðum og áfangaheimilum þá ætti ekki heldur að reyna refsa fólki sem kýs að leigja sér herbergi einhvers staðar annars staðar.Höfundur er borgarfulltrúi og varaþingmaður Viðreisnar.
Skoðun Viljum við hagkerfi sem þjónar fólki og náttúru, eða fólk sem þjónar hagkerfinu? Þórdís Hólm Filipsdóttir skrifar
Skoðun Skattaglufuflokkar hinna betur settu þykjast hafa uppgötvað alla hina Þórður Snær Júlíusson skrifar
Skoðun Endurhæfing sem bjargar lífum – reynsla fólks hjá Hugarafli Auður Axelsdóttir,Grétar Björnsson skrifar