Arion banki sendir frá sér afkomuviðvörun Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar 14. október 2019 23:20 Benedikt Gíslason er bankastjóri Arion banka. arion banki Neikvæð áhrif af aflagðri starfsemi og eignum til sölu hjá Arion banka nema um þremur milljörðum króna á þriðja ársfjórðungi. Til samanburðar tapaði bankinn 715 milljónum króna á öðrum ársfjórðungi. Þetta kemur fram í afkomuviðvörun sem Arion banki sendi til kauphallar í kvöld. Þar eru sérstaklega tilgreindir þrír þættir sem skýra aukið tap á fjórðungnum: „Vegna erfiðra markaðsaðstæðna, m.a. lágs sílikonverðs á heimsmarkaði, niðurfærir Arion banki eignir Stakksbergs um 1,5 milljarð króna. Stakksberg er eignarhaldsfélag um sílikonverksmiðju í Helguvík sem er í söluferli. Unnið hefur verið að undirbúningi sölu verksmiðjunnar m.a. með umhverfismati og nýjum samningum við orkufyrirtæki. Vegna erfiðleika í ferðaþjónustu telur Arion banki ástæðu til að niðurfæra eignir TravelCo um 600 milljónir króna. Frá yfirtöku bankans á rekstri ferðaskrifstofanna sem heyra undir TravelCo hefur undirbúningi og söluferli miðað áfram og stefnt er að sölu þeirra á komandi mánuðum. Auknu tapi í starfsemi Valitor sem er einkum tilkomið vegna kostnaðar við fækkun starfsfólks og skipulagsbreytinga í lok september. Kostnaður við aðgerðirnar nam rúmlega 200 milljónum króna. Áhrif Valitor á aflagða starfsemi og eignir til sölu nema samtals um 900 milljónum króna.“ Þá segir að fjárhagsleg markmið bankans til næstu ára, meðal annars sem snúa að arðsemi og þróun eigin fjár, haldist óbreytt. Afkoma bankanas fyrir þriðja ársfjórðung verður birt 30. október næstkomandi. Íslenskir bankar Tengdar fréttir Uppsagnir í Arion banka: Einum mánuði bætt við uppsagnarfrest þeirra sem missa vinnuna Uppsagnirnar í Arion banka í morgun voru starfsfólki mikið áfall og umfangsmeiri en það bjóst við. 26. september 2019 10:45 Arion segir upp 100 manns Stjórn Arion banka samþykkti á fundi sínum í morgun nýtt skipulag bankans sem tekur gildi í dag. 26. september 2019 09:07 Bankastjóri Arion: Búinn að vera þungur rekstur hér síðustu tvö ár Benedikt Gíslason, bankastjóri Arion, segir uppsagnirnar í morgun hafa verið vel undirbúnar gætt hafi verið nærgætni og virðingar hvívetna. 26. september 2019 15:33 Mest lesið Hvenær er skynsamlegt að taka út viðbótalífeyrissparnað? Viðskipti innlent Fjárfestar í sjávarútvegi fari að líta annað Viðskipti innlent Orkan og Samkaup fá grænt ljós á sameiningu Viðskipti Slæm vinnustaðamenning: Minni afköst, verri frammistaða, fleiri fjarvistir Atvinnulíf Fyrsta íslenska grænkera ostagerðin í hættu Viðskipti innlent Seldi íbúðina og keypti Bitcoin í staðinn Viðskipti innlent Stígur til hliðar vegna „ólíkrar sýnar“ á breytingar Viðskipti innlent Davíð nýr framkvæmdastjóri áfangastaða hjá Arctic Adventures Viðskipti innlent Völdu Noreg fram yfir Ísland þrátt fyrir að besta lausnin væri hér Viðskipti innlent Selja Lagarfoss með tæplega hálfs milljarðs tapi Viðskipti innlent Fleiri fréttir Hagnaður Arion flaug fram úr væntingum Fjárfestar í sjávarútvegi fari að líta annað Hvenær er skynsamlegt að taka út viðbótalífeyrissparnað? Stígur til hliðar vegna „ólíkrar sýnar“ á breytingar Davíð nýr framkvæmdastjóri áfangastaða hjá Arctic Adventures Seldi íbúðina og keypti Bitcoin í staðinn Íbúðum í byggingu fækkar Selja Lagarfoss með tæplega hálfs milljarðs tapi Ójafnrétti að konur þurfi að ganga á veikindarétt vegna barneigna Fyrirtæki í vopnaframleiðslu eru á rauðum lista Völdu Noreg fram yfir Ísland þrátt fyrir að besta lausnin væri hér Eiginkona stjórnarmanns keypti óvart í bankanum Raunverð íbúða hefur þrefaldast frá aldamótum Atli Óskar ráðinn rekstrarstjóri framleiðslu Engin U-beygja hjá Play Veitingamenn verulega óánægðir með eftirlitið Hindranir í vegi þess að lífeyrissjóðirnir taki þátt í hernaðaruppbyggingu Evrópu Spá umtalsverðum samdrætti í byggingu nýrra íbúða Falsaði fleiri bréf Veltir því upp hvort eigendum hafi verið refsað fyrir að tjá sig Hætta við yfirtökuna Harpa og Linda ráðnar forstöðumenn Stærsti samruninn í áraraðir á borð Samkeppniseftirlitsins Sylvía Kristín ráðin forstjóri Nova Íslenskur pítsastaður í Kína: „Það verður skrítnara og skrítnara að segja frá þessu“ Farþegum til landsins fjölgaði um tuttugu prósent Kvika hafi grætt töluvert á því að hafna upphaflegum tilboðum „Sem betur fer eru aðrir fiskar í sjónum“ Arion og Kvika í samrunaviðræður Eyþór hættur sem framkvæmdastjóri Hopp Sjá meira
Neikvæð áhrif af aflagðri starfsemi og eignum til sölu hjá Arion banka nema um þremur milljörðum króna á þriðja ársfjórðungi. Til samanburðar tapaði bankinn 715 milljónum króna á öðrum ársfjórðungi. Þetta kemur fram í afkomuviðvörun sem Arion banki sendi til kauphallar í kvöld. Þar eru sérstaklega tilgreindir þrír þættir sem skýra aukið tap á fjórðungnum: „Vegna erfiðra markaðsaðstæðna, m.a. lágs sílikonverðs á heimsmarkaði, niðurfærir Arion banki eignir Stakksbergs um 1,5 milljarð króna. Stakksberg er eignarhaldsfélag um sílikonverksmiðju í Helguvík sem er í söluferli. Unnið hefur verið að undirbúningi sölu verksmiðjunnar m.a. með umhverfismati og nýjum samningum við orkufyrirtæki. Vegna erfiðleika í ferðaþjónustu telur Arion banki ástæðu til að niðurfæra eignir TravelCo um 600 milljónir króna. Frá yfirtöku bankans á rekstri ferðaskrifstofanna sem heyra undir TravelCo hefur undirbúningi og söluferli miðað áfram og stefnt er að sölu þeirra á komandi mánuðum. Auknu tapi í starfsemi Valitor sem er einkum tilkomið vegna kostnaðar við fækkun starfsfólks og skipulagsbreytinga í lok september. Kostnaður við aðgerðirnar nam rúmlega 200 milljónum króna. Áhrif Valitor á aflagða starfsemi og eignir til sölu nema samtals um 900 milljónum króna.“ Þá segir að fjárhagsleg markmið bankans til næstu ára, meðal annars sem snúa að arðsemi og þróun eigin fjár, haldist óbreytt. Afkoma bankanas fyrir þriðja ársfjórðung verður birt 30. október næstkomandi.
Íslenskir bankar Tengdar fréttir Uppsagnir í Arion banka: Einum mánuði bætt við uppsagnarfrest þeirra sem missa vinnuna Uppsagnirnar í Arion banka í morgun voru starfsfólki mikið áfall og umfangsmeiri en það bjóst við. 26. september 2019 10:45 Arion segir upp 100 manns Stjórn Arion banka samþykkti á fundi sínum í morgun nýtt skipulag bankans sem tekur gildi í dag. 26. september 2019 09:07 Bankastjóri Arion: Búinn að vera þungur rekstur hér síðustu tvö ár Benedikt Gíslason, bankastjóri Arion, segir uppsagnirnar í morgun hafa verið vel undirbúnar gætt hafi verið nærgætni og virðingar hvívetna. 26. september 2019 15:33 Mest lesið Hvenær er skynsamlegt að taka út viðbótalífeyrissparnað? Viðskipti innlent Fjárfestar í sjávarútvegi fari að líta annað Viðskipti innlent Orkan og Samkaup fá grænt ljós á sameiningu Viðskipti Slæm vinnustaðamenning: Minni afköst, verri frammistaða, fleiri fjarvistir Atvinnulíf Fyrsta íslenska grænkera ostagerðin í hættu Viðskipti innlent Seldi íbúðina og keypti Bitcoin í staðinn Viðskipti innlent Stígur til hliðar vegna „ólíkrar sýnar“ á breytingar Viðskipti innlent Davíð nýr framkvæmdastjóri áfangastaða hjá Arctic Adventures Viðskipti innlent Völdu Noreg fram yfir Ísland þrátt fyrir að besta lausnin væri hér Viðskipti innlent Selja Lagarfoss með tæplega hálfs milljarðs tapi Viðskipti innlent Fleiri fréttir Hagnaður Arion flaug fram úr væntingum Fjárfestar í sjávarútvegi fari að líta annað Hvenær er skynsamlegt að taka út viðbótalífeyrissparnað? Stígur til hliðar vegna „ólíkrar sýnar“ á breytingar Davíð nýr framkvæmdastjóri áfangastaða hjá Arctic Adventures Seldi íbúðina og keypti Bitcoin í staðinn Íbúðum í byggingu fækkar Selja Lagarfoss með tæplega hálfs milljarðs tapi Ójafnrétti að konur þurfi að ganga á veikindarétt vegna barneigna Fyrirtæki í vopnaframleiðslu eru á rauðum lista Völdu Noreg fram yfir Ísland þrátt fyrir að besta lausnin væri hér Eiginkona stjórnarmanns keypti óvart í bankanum Raunverð íbúða hefur þrefaldast frá aldamótum Atli Óskar ráðinn rekstrarstjóri framleiðslu Engin U-beygja hjá Play Veitingamenn verulega óánægðir með eftirlitið Hindranir í vegi þess að lífeyrissjóðirnir taki þátt í hernaðaruppbyggingu Evrópu Spá umtalsverðum samdrætti í byggingu nýrra íbúða Falsaði fleiri bréf Veltir því upp hvort eigendum hafi verið refsað fyrir að tjá sig Hætta við yfirtökuna Harpa og Linda ráðnar forstöðumenn Stærsti samruninn í áraraðir á borð Samkeppniseftirlitsins Sylvía Kristín ráðin forstjóri Nova Íslenskur pítsastaður í Kína: „Það verður skrítnara og skrítnara að segja frá þessu“ Farþegum til landsins fjölgaði um tuttugu prósent Kvika hafi grætt töluvert á því að hafna upphaflegum tilboðum „Sem betur fer eru aðrir fiskar í sjónum“ Arion og Kvika í samrunaviðræður Eyþór hættur sem framkvæmdastjóri Hopp Sjá meira
Uppsagnir í Arion banka: Einum mánuði bætt við uppsagnarfrest þeirra sem missa vinnuna Uppsagnirnar í Arion banka í morgun voru starfsfólki mikið áfall og umfangsmeiri en það bjóst við. 26. september 2019 10:45
Arion segir upp 100 manns Stjórn Arion banka samþykkti á fundi sínum í morgun nýtt skipulag bankans sem tekur gildi í dag. 26. september 2019 09:07
Bankastjóri Arion: Búinn að vera þungur rekstur hér síðustu tvö ár Benedikt Gíslason, bankastjóri Arion, segir uppsagnirnar í morgun hafa verið vel undirbúnar gætt hafi verið nærgætni og virðingar hvívetna. 26. september 2019 15:33