Handbolti

Einar Andri: Við spiluðum í takt við trommurnar

Einar Andri fer sáttur heim frá Vestmannaeyjum í kvöld
Einar Andri fer sáttur heim frá Vestmannaeyjum í kvöld Vísir/Bára

Einar Andri Einarsson, þjálfari Aftureldingar, var að vonum ánægður með sigurinn á ÍBV. Leiknum lauk með eins marks sigri Aftureldingar eftir að hafa verið fjórum mörkum undir í hálfleik. Lokatölur 24-23 Mosfellingum í vil. 

,,Ég er bara hrikalega ánægður með liðið mitt. Við vorum í basli frá miðjum fyrri hálfleik og fram í rúmlega miðjan seinni hálfleik. Síðan eigum við frábærar lokamínútur í leiknum eins og í nokkrum öðrum leikjum í vetur. Mér fannst við sýna gríðarlegan karakter og viljastyrk til að ná í sigur hérna í frábærri umgjörð og geggaðari stemningu.” 

Gestirnir fóru fjórum mörkum undir inn í hálfleik en Einar hafði fulla trú á sínum mönnum að snúa við taflinu. 

,,Jájá, við bentum þeim á að við vorum búnir að fara með 3 víti og 8 tapaða bolta. Við vorum að flýta okkur alltof mikið í sókninni og vorum að droppa til baka. Við vorum rosalega ólíkir sjálfum okkur síðustu 15 mínúturnar í fyrri. Við spiluðum í takt við trommurnar eins og við ætluðum ekki að gera. Létum stemninguna hafa áhrif á okkur en gerðum það sem betur fer ekki í seinni hálfleiknum.” 

Vörn liðsins tók við sér í síðari hálfleiknum, ásamt markvörslu, sem skóp þennan sigur. 

,,Arnór, [Freyr Stefánsson, markvörður] sem átti ekki sinn besta hálfleik í fyrri hálfleik, var frábær og við náðum að þétta okkur. Við náðum að ganga aðeins betur út í Donna [Kristján Örn Kristjánsson], sem hafði skorað 5 mörk í fyrri hálfleik. Vörnin var frammúrskarandi og markvarslan í seinni hálfleik þó sóknin hefði getað verið betri,” sagði Einar að lokum.


Tengdar fréttirAthugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.