Orkusækinn iðnaður skapar mikinn þjóðhagslegan ávinning Ingólfur Bender skrifar 16. október 2019 08:30 Fyrr á þessu ári var haldið upp á að 50 ár eru liðin síðan álverið í Straumsvík hóf starfsemi. Landsvirkjun fagnaði 50 ára afmæli sínu 2015 en fyrirtækið var á sínum tíma stofnað í kringum byggingu Búrfellsvirkjunar, sem var fyrsta stórvirkjun Íslendinga, en skilyrði fyrir lánveitingu til virkjunarinnar var samningurinn um álverið í Straumsvík. Markaði þetta upphaf orkusækins iðnaðar hér á landi og uppbyggingu á tengdu raforkukerfi. Allar götur síðan hefur saga orkusækins iðnaðar og raforkukerfisins verið samofin og sú uppbygging verið til hagsbóta fyrir heimili og fyrirtæki í landinu. Á þessu 50 ára tímabili hefur landsframleiðsla á mann, sem er einn mælikvarði á efnahagslega velmegun, farið úr því að vera til jafns við meðaltal Evrópu yfir í að vera nú tæplega 50% meiri. Á þessu 50 ára tímabili hefur því skilið verulega á milli efnahagslegrar velmegunar hér á landi og í flestum öðrum Evrópuríkjum. Fjölmargir þættir skýra þessa miklu og jákvæðu breytingu í lífskjörum landsmanna. Stór hluti skýringarinnar er hins vegar sá að á þessum tíma tóku Íslendingar að nýta ríkulegar orkuauðlindir landsins í meiri mæli en verið hafði en fram að þeim tíma hafði gjaldeyrissköpun Íslendinga nær alfarið byggst á sjávarútvegi. Vöxtur orkusækins iðnaðar gerði Íslendingum kleift að byggja upp raforkuframleiðslu í stórum skrefum og með hagkvæmari hætti en ella hefði verið. Á síðustu 50 árum má áætla að framlag stórnotenda raforku til verðmætasköpunar hér á landi hafi verið um 2.100 milljarðar króna. Um 80% þess framlags hafa fallið til á 21. öldinni. Þá er metið beint framlag greinarinnar til landsframleiðslu og óbeint framlag, þ.e. sá virðisauki sem greinin skapar í viðskiptum sínum við aðrar greinar. Til að setja þetta í samhengi þá var landsframleiðslan í heild hér á landi 2.812 milljarðar króna á árinu 2018. Fjárfestingar tengdar stóriðju og tengdri raforkuframleiðslu hafa að sama skapi verið miklar á tímabilinu. Samanlagt yfir síðastliðin 50 ár nemur þessi fjárfesting um 1.600 milljörðum. Til að setja þetta í samhengi nam heildarfjárfesting í hagkerfinu, þ.e. heimila, fyrirtækja og hins opinbera, 628 milljörðum á síðasta ári. Raforkukerfið hefur byggst upp samhliða uppbyggingu á starfsemi orkusækinna iðnfyrirtækja hér á landi. Má í því sambandi nefna að þessi iðnfyrirtæki nota rétt um 80% allrar raforku í landinu. Önnur atvinnustarfsemi og heimilin hafa notið góðs af þessari uppbyggingu í auknu orkuöryggi og lægra raforkuverði. Óstöðugleiki íslenska hagkerfisins hefur meðal annars átt rætur sínar að rekja til einhæfni útflutningsatvinnuvega. Óstöðugt efnahagslegt umhverfi kemur niður á lífsgæðum, framleiðni og innlendri verðmætasköpun. Leiðin að auknum stöðugleika í efnahagslífi íslensku þjóðarinnar á síðustu áratugum fólst í að auka fjölbreytni í gjaldeyrissköpun og byggja upp greinar sem voru óháðar sveiflum í aflabrögðum eingöngu. Síðustu tvo áratugi hafa gjaldeyristekjur þjóðarinnar vegna stóriðju margfaldast. Gjaldeyrissköpun orkusækinna iðnfyrirtækja er nú orðin meiri en heildargjaldeyristekjur af útflutningi sjávarafurða, eða um 260 milljarðar króna á árinu 2018. Vöxtur þessarar greinar hefur aukið stöðugleika hagkerfisins. Við höfum verið að sækja okkar efnahagslegu velmegun í starfsemi raforkusækinna iðnfyrirtækja að stórum hluta síðustu 50 ár. Til þess að geta haldið áfram að sækja okkar efnahagslegu velmegun þangað þurfum við að tryggja samkeppnishæfni greinarinnar. Með aðgerðum sem efla samkeppnisstöðuna má tryggja að við byggjum þessa starfsemi áfram upp hér á landi til heilla fyrir fyrirtækin og heimilin í landinu. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Birtist í Fréttablaðinu Ingólfur Bender Stóriðja Mest lesið Þorgerður í sömu vörn og varðstjórinn Tómas Þór Þórðarson Skoðun Láttu ekki svindla á þér við jólainnkaupin Inga María Backman Skoðun Duga aðgerðir ríkistjórnarinnar til að rífa fjölda eldri borgara úr fátæktargildrunni? Björn Snæbjörnsson Skoðun Mamma fékk fjórar milljónir fyrir að eignast þig í apríl Guðfinna Kristín Björnsdóttir Skoðun Þegar stórútgerðin gleypir allt – er kominn tími á norskar lausnir? Kjartan Sveinsson Skoðun Horfir barnið þitt á klám? Lísa Margrét Gunnarsdóttir Skoðun Óstaðsettir í hús Guðmunda G. Guðmundsdóttir Skoðun Túlkun gagna er ábyrgð Joanna Marcinkowska Skoðun 34 milljónir fyrir póstnúmerið Elliði Vignisson Skoðun „Hugsanleg áhrif“ Íslands innan ESB Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Skoðun Skoðun Erum ekki mætt í biðsal elliáranna Ragnheiður K. Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Jákvæð áhrif millilandaflugs til Akureyrar eru miklu meiri en þú heldur Lára Halldóra Eiríksdóttir skrifar Skoðun Fögnum degi sjúkraliða og störfum þeirra alla daga Alma D. Möller skrifar Skoðun Þegar stórútgerðin gleypir allt – er kominn tími á norskar lausnir? Kjartan Sveinsson skrifar Skoðun Óstaðsettir í hús Guðmunda G. Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Flokkur fólksins hefur bætt hag aldraðra og öryrkja Sigurður Helgi Pálmason skrifar Skoðun Láttu ekki svindla á þér við jólainnkaupin Inga María Backman skrifar Skoðun Duga aðgerðir ríkistjórnarinnar til að rífa fjölda eldri borgara úr fátæktargildrunni? Björn Snæbjörnsson skrifar Skoðun Túlkun gagna er ábyrgð Joanna Marcinkowska skrifar Skoðun Lífsstílshljómkviðan: öndun í köldum potti Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Bandaríkjaher, upphaf og innleiðing vatnsúðakerfa Snæbjörn R Rafnsson skrifar Skoðun Sameinumst í að enda stafrænt ofbeldi gegn fötluðum konum Anna Lára Steindal skrifar Skoðun Er munur á trú og trúarbrögðum? Árni Gunnarsson skrifar Skoðun Hvaða einkennir góðan stjórnmálamann? Berglind Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Samstarf og samhæfing á breiðum grunni þjóðaröryggis Víðir Reynisson skrifar Skoðun 10 tonn af textíl á dag Birgitta Stefánsdóttir,Freyja Pétursdóttir skrifar Skoðun Sjúkraliðar er fólkið sem skiptir máli Sandra B. Franks skrifar Skoðun Hversu ört getur höfuðborgin stefnt að breyttum ferðavenjum? Samúel Torfi Pétursson skrifar Skoðun Horfir barnið þitt á klám? Lísa Margrét Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Frá friðarsjálfsblekkingu til raunverulegs öryggis Daði Freyr Ólafsson skrifar Skoðun Lestrarkunnátta barna batnar ekki með einni bók á hverja fimmtán nemendur Eydís Inga Valsdóttir skrifar Skoðun Þorgerður í sömu vörn og varðstjórinn Tómas Þór Þórðarson skrifar Skoðun Hver er staða fæðuöryggis á Íslandi? Hanna Katrín Friðriksson skrifar Skoðun „Hugsanleg áhrif“ Íslands innan ESB Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Frá friði til vígvæðingar: Höfnum nýrri varnar- og öryggisstefnu utanríkisráðherra Steinunn Þóra Árnadóttir,Einar Ólafsson skrifar Skoðun Þungaflutningar og vegakerfið okkar Haraldur Þór Jónsson skrifar Skoðun Stærsta öryggismál barna í dag eru samskipti, mörk og viðbrögð við grun um ofbeldi Arnrún María Magnúsdóttir skrifar Skoðun Stöðvum ólöglegan flutning barna Þorbjörg S. Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Þegar Inga Sæland sendir reikninginn á næsta borð Einar Þorsteinsson skrifar Skoðun Erlendar rætur: Hornsteinn framfara, ekki ógn Nichole Leigh Mosty skrifar Sjá meira
Fyrr á þessu ári var haldið upp á að 50 ár eru liðin síðan álverið í Straumsvík hóf starfsemi. Landsvirkjun fagnaði 50 ára afmæli sínu 2015 en fyrirtækið var á sínum tíma stofnað í kringum byggingu Búrfellsvirkjunar, sem var fyrsta stórvirkjun Íslendinga, en skilyrði fyrir lánveitingu til virkjunarinnar var samningurinn um álverið í Straumsvík. Markaði þetta upphaf orkusækins iðnaðar hér á landi og uppbyggingu á tengdu raforkukerfi. Allar götur síðan hefur saga orkusækins iðnaðar og raforkukerfisins verið samofin og sú uppbygging verið til hagsbóta fyrir heimili og fyrirtæki í landinu. Á þessu 50 ára tímabili hefur landsframleiðsla á mann, sem er einn mælikvarði á efnahagslega velmegun, farið úr því að vera til jafns við meðaltal Evrópu yfir í að vera nú tæplega 50% meiri. Á þessu 50 ára tímabili hefur því skilið verulega á milli efnahagslegrar velmegunar hér á landi og í flestum öðrum Evrópuríkjum. Fjölmargir þættir skýra þessa miklu og jákvæðu breytingu í lífskjörum landsmanna. Stór hluti skýringarinnar er hins vegar sá að á þessum tíma tóku Íslendingar að nýta ríkulegar orkuauðlindir landsins í meiri mæli en verið hafði en fram að þeim tíma hafði gjaldeyrissköpun Íslendinga nær alfarið byggst á sjávarútvegi. Vöxtur orkusækins iðnaðar gerði Íslendingum kleift að byggja upp raforkuframleiðslu í stórum skrefum og með hagkvæmari hætti en ella hefði verið. Á síðustu 50 árum má áætla að framlag stórnotenda raforku til verðmætasköpunar hér á landi hafi verið um 2.100 milljarðar króna. Um 80% þess framlags hafa fallið til á 21. öldinni. Þá er metið beint framlag greinarinnar til landsframleiðslu og óbeint framlag, þ.e. sá virðisauki sem greinin skapar í viðskiptum sínum við aðrar greinar. Til að setja þetta í samhengi þá var landsframleiðslan í heild hér á landi 2.812 milljarðar króna á árinu 2018. Fjárfestingar tengdar stóriðju og tengdri raforkuframleiðslu hafa að sama skapi verið miklar á tímabilinu. Samanlagt yfir síðastliðin 50 ár nemur þessi fjárfesting um 1.600 milljörðum. Til að setja þetta í samhengi nam heildarfjárfesting í hagkerfinu, þ.e. heimila, fyrirtækja og hins opinbera, 628 milljörðum á síðasta ári. Raforkukerfið hefur byggst upp samhliða uppbyggingu á starfsemi orkusækinna iðnfyrirtækja hér á landi. Má í því sambandi nefna að þessi iðnfyrirtæki nota rétt um 80% allrar raforku í landinu. Önnur atvinnustarfsemi og heimilin hafa notið góðs af þessari uppbyggingu í auknu orkuöryggi og lægra raforkuverði. Óstöðugleiki íslenska hagkerfisins hefur meðal annars átt rætur sínar að rekja til einhæfni útflutningsatvinnuvega. Óstöðugt efnahagslegt umhverfi kemur niður á lífsgæðum, framleiðni og innlendri verðmætasköpun. Leiðin að auknum stöðugleika í efnahagslífi íslensku þjóðarinnar á síðustu áratugum fólst í að auka fjölbreytni í gjaldeyrissköpun og byggja upp greinar sem voru óháðar sveiflum í aflabrögðum eingöngu. Síðustu tvo áratugi hafa gjaldeyristekjur þjóðarinnar vegna stóriðju margfaldast. Gjaldeyrissköpun orkusækinna iðnfyrirtækja er nú orðin meiri en heildargjaldeyristekjur af útflutningi sjávarafurða, eða um 260 milljarðar króna á árinu 2018. Vöxtur þessarar greinar hefur aukið stöðugleika hagkerfisins. Við höfum verið að sækja okkar efnahagslegu velmegun í starfsemi raforkusækinna iðnfyrirtækja að stórum hluta síðustu 50 ár. Til þess að geta haldið áfram að sækja okkar efnahagslegu velmegun þangað þurfum við að tryggja samkeppnishæfni greinarinnar. Með aðgerðum sem efla samkeppnisstöðuna má tryggja að við byggjum þessa starfsemi áfram upp hér á landi til heilla fyrir fyrirtækin og heimilin í landinu.
Duga aðgerðir ríkistjórnarinnar til að rífa fjölda eldri borgara úr fátæktargildrunni? Björn Snæbjörnsson Skoðun
Skoðun Jákvæð áhrif millilandaflugs til Akureyrar eru miklu meiri en þú heldur Lára Halldóra Eiríksdóttir skrifar
Skoðun Þegar stórútgerðin gleypir allt – er kominn tími á norskar lausnir? Kjartan Sveinsson skrifar
Skoðun Duga aðgerðir ríkistjórnarinnar til að rífa fjölda eldri borgara úr fátæktargildrunni? Björn Snæbjörnsson skrifar
Skoðun Lestrarkunnátta barna batnar ekki með einni bók á hverja fimmtán nemendur Eydís Inga Valsdóttir skrifar
Skoðun Frá friði til vígvæðingar: Höfnum nýrri varnar- og öryggisstefnu utanríkisráðherra Steinunn Þóra Árnadóttir,Einar Ólafsson skrifar
Skoðun Stærsta öryggismál barna í dag eru samskipti, mörk og viðbrögð við grun um ofbeldi Arnrún María Magnúsdóttir skrifar
Duga aðgerðir ríkistjórnarinnar til að rífa fjölda eldri borgara úr fátæktargildrunni? Björn Snæbjörnsson Skoðun