Viðskipti innlent

Bein út­sending: Árs­fundur at­vinnu­lífsins 2019

Atli Ísleifsson skrifar
Fundurinn fer fram í Eldborg í Hörpu.
Fundurinn fer fram í Eldborg í Hörpu. SA

Tuttugu ár eru frá því Samtök atvinnulífsins voru stofnuð og verður tímamótunum fagnað á Ársfundi atvinnulífsins í dag, 17. október.

Bein útsending frá fundinum hefst hér á Vísi klukkan 14 og er hægt að fylgjast með í spilaranum að neðan. Fundurinn fer fram í Eldborg í Hörpu. Fundurinn stendur til klukkan 16.

Í tilkynningu frá Samtökum atvinnulífsins segir að Eyjólfur Árni Rafnsson, formaður SA og Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra muni flytja ávörp. „Þá munu Ásdís Kristjánsdóttir, forstöðumaður efnahagssviðs SA og Halldór Benjamín Þorbergsson, framkvæmdastjóri SA, líta yfir farinn veg, rýna í það sem hefur áunnist frá 1999 og draga upp mynd af þeim áskorunum sem eru framundan.“

Minnist er á að á fundinum verði brugðið upp svipmynd af Þjóðarsáttinni sem gerð var 1990. Þar munu Ásmundur Stefánsson, forseti Alþýðusambands Íslands 1980-1992 og Þórarinn Viðar Þórarinsson, framkvæmdastjóri Vinnuveitendasambands Íslands, forvera SA, 1986-1999, brjóta Þjóðarsáttina til mergjar.

Uppfært 15:30. Útsendingunni er lokið en upptakan er aðgengileg í spilaranum hér fyrir neðan.

Ávörp

Eyjólfur Árni Rafnsson, formaður Samtaka atvinnulífsins
Katrín Jakobsdóttir, forsætisráðherra

1999-2019: Hvað svo?
Ásdís Kristjánsdóttir, forstöðumaður efnahagssviðs Samtaka atvinnulífsins
Halldór Benjamín Þorbergsson, framkvæmdastjóri Samtaka atvinnulífsins

Vatnaskil á vinnumarkaði
Svipmynd af sögulegri sátt.Athugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Mesta hækkun dagsins


Engar hækkanir skráðar í dag

Mesta lækkun dagsins


Engar lækkanir skráðar í dag
Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.