Engar áherslubreytingar fylgja nýjum eigendum Domino's Kristinn Ingi Jónsson skrifar 27. júlí 2017 07:00 Bretar eiga nú ráðandi hlut í Domino's á Íslandi. Vísir/Eyþór Domino’s í Bretlandi (Domino’s Pizza Group, DPG) hefur eignast ráðandi hlut í Domino’s á Íslandi, í Noregi og Svíþjóð. Kaup Bretanna á hlut íslenskra fjárfesta í félögunum gengu í gegn síðari hluta aprílmánaðar. Engar áherslubreytingar í rekstri Domino’s hér á landi munu fylgja nýju eigendunum, að sögn forstjóra Domino’s á Íslandi. Fram kemur í nýbirtu uppgjöri DPG fyrir fyrstu sex mánuði ársins að félagið keypti tveggja prósenta hlut í Domino’s á Íslandi þann 19. apríl síðastliðinn fyrir 1,28 milljónir punda eða 174 milljónir króna. Eignaðist DPG þar með ráðandi 51 prósents hlut í Domino’s hér á landi. Seðlabanki Íslands þurfti að leggja blessun sína yfir kaupin. Á sama tíma keypti breska félagið 51 prósents hlut í rekstri Domino’s í Noregi og Svíþjóð af íslensku keðjunni. Var kaupverðið um 13,7 milljónir punda. Eignarhlutur DPG fór þar með úr 20 prósentum í 71 prósent.Birgir Örn Birgisson, forstjóri Domino's á ÍslandiBreska félagið keypti sig fyrst inn í rekstur Domino’s á Íslandi, í Noregi og Svíþjóð í júní í fyrra. Um þrjú ár eru síðan íslenskir fjárfestar, undir forystu Birgis Þórs Bieltvedt, opnuðu fyrsta pitsustaðinn í Noregi og enn styttra er frá því að fyrsti staðurinn í Svíþjóð var opnaður. Fram kemur í uppgjörinu að sala Domino’s hér á landi hafi aukist um 15,2 prósent á fyrstu sex mánuðum ársins. Telja stjórnendur DPG að fjölga megi pitsustöðum keðjunnar hér um 37 prósent, eða átta staði, en þeir eru nú 22. Birgir Örn Birgisson, forstjóri Domino’s á Íslandi, segir að horft sé til langs tíma. „Ísland er að byggjast og stækka. Við höfum verið hverfispitsustaðurinn og nú eru að byggjast upp ný hverfi. Við munum stilla okkur þangað inn. Hversu hratt það gerist fer bara eftir skipulaginu á hverjum tíma og hversu vel það gengur að byggja upp.“ Mest lesið „Var með skipt í miðju og notaði óhóflegt magn af geli“ Atvinnulíf Kaupfélagið hagnaðist um 3,3 milljarða Viðskipti innlent Innkalla kjúkling vegna gruns um salmonellu Neytendur Minni sala í skugga slæmra efnahagshorfa Viðskipti erlent Engar viðræður fyrr en Trump fellir niður tolla Viðskipti erlent Syndis kaupir Ísskóga Viðskipti innlent „Þetta er ömurleg staða“ Viðskipti innlent Fokdýr jólagjöf til dætranna reyndist eintóm blekking Neytendur Sekta TikTok um tæpa áttatíu milljarða Viðskipti erlent Segja afkomuna ásættanlega þrátt fyrir tap Viðskipti innlent Fleiri fréttir Kaupfélagið hagnaðist um 3,3 milljarða Syndis kaupir Ísskóga Segja afkomuna ásættanlega þrátt fyrir tap „Þetta er ömurleg staða“ Landsbankinn hagnaðist um 7,9 milljarða á fyrsta ársfjórðungi Hætta við að selja hlutina í Olíudreifingu Tap á Vinnslustöðinni og fjárfestingar settar á ís Rannsaka meint samkeppnisbrot Landsvirkjunar Staðfesta frávísun vegna stefnu Samskipa í samráðsmáli Play tapaði þremur og hálfum milljarði á fyrsta ársfjórðungi Staðfesta að gjöf í formi bankakorts er skattskyld Þau vilja stýra ÁTVR Býst ekki við að verðbólgan hafi áhrif á vaxtalækkunarferlið Um þrjátíu prósent hafa miklar áhyggjur af áhrifum tolla á Ísland Lauf Cycles lýkur tæplega 500 milljóna króna fjármögnun Verðbólga eykst hressilega og fer aftur yfir fjögur prósent Tæpur tveggja milljarða hagnaður á fyrsta ársfjórðungi Ráðinn forstjóri Arctic Fish Veitingamaður ákærður fyrir hundrað milljóna skattsvik Fokdýr dómsmál tjónka ekki við ÁTVR Veiðir hrefnu í sumar og selur kjötið á Íslandi Semja við Ístak um gerð mannvirkja fyrir fyrsta vindorkuver landsins Jón segir bull að FBI-kempa hafi óvænt bankað upp á með stefnu Ekki má vanmeta áhrifin af tollastríði á íslensk fyrirtæki Pizzur í stað smurbrauðs á nýrri Króníku Fjármögnun tryggð fyrir nýrri landeldisstöð Samherja Umræðan einkennist af rangfærslum um ofurhagnað Kaupsamningur undirritaður um Grósku Ísfélagið greiðir út tveggja milljarða arð Breyta Kaffi Kjós í íbúðarhús Sjá meira
Domino’s í Bretlandi (Domino’s Pizza Group, DPG) hefur eignast ráðandi hlut í Domino’s á Íslandi, í Noregi og Svíþjóð. Kaup Bretanna á hlut íslenskra fjárfesta í félögunum gengu í gegn síðari hluta aprílmánaðar. Engar áherslubreytingar í rekstri Domino’s hér á landi munu fylgja nýju eigendunum, að sögn forstjóra Domino’s á Íslandi. Fram kemur í nýbirtu uppgjöri DPG fyrir fyrstu sex mánuði ársins að félagið keypti tveggja prósenta hlut í Domino’s á Íslandi þann 19. apríl síðastliðinn fyrir 1,28 milljónir punda eða 174 milljónir króna. Eignaðist DPG þar með ráðandi 51 prósents hlut í Domino’s hér á landi. Seðlabanki Íslands þurfti að leggja blessun sína yfir kaupin. Á sama tíma keypti breska félagið 51 prósents hlut í rekstri Domino’s í Noregi og Svíþjóð af íslensku keðjunni. Var kaupverðið um 13,7 milljónir punda. Eignarhlutur DPG fór þar með úr 20 prósentum í 71 prósent.Birgir Örn Birgisson, forstjóri Domino's á ÍslandiBreska félagið keypti sig fyrst inn í rekstur Domino’s á Íslandi, í Noregi og Svíþjóð í júní í fyrra. Um þrjú ár eru síðan íslenskir fjárfestar, undir forystu Birgis Þórs Bieltvedt, opnuðu fyrsta pitsustaðinn í Noregi og enn styttra er frá því að fyrsti staðurinn í Svíþjóð var opnaður. Fram kemur í uppgjörinu að sala Domino’s hér á landi hafi aukist um 15,2 prósent á fyrstu sex mánuðum ársins. Telja stjórnendur DPG að fjölga megi pitsustöðum keðjunnar hér um 37 prósent, eða átta staði, en þeir eru nú 22. Birgir Örn Birgisson, forstjóri Domino’s á Íslandi, segir að horft sé til langs tíma. „Ísland er að byggjast og stækka. Við höfum verið hverfispitsustaðurinn og nú eru að byggjast upp ný hverfi. Við munum stilla okkur þangað inn. Hversu hratt það gerist fer bara eftir skipulaginu á hverjum tíma og hversu vel það gengur að byggja upp.“
Mest lesið „Var með skipt í miðju og notaði óhóflegt magn af geli“ Atvinnulíf Kaupfélagið hagnaðist um 3,3 milljarða Viðskipti innlent Innkalla kjúkling vegna gruns um salmonellu Neytendur Minni sala í skugga slæmra efnahagshorfa Viðskipti erlent Engar viðræður fyrr en Trump fellir niður tolla Viðskipti erlent Syndis kaupir Ísskóga Viðskipti innlent „Þetta er ömurleg staða“ Viðskipti innlent Fokdýr jólagjöf til dætranna reyndist eintóm blekking Neytendur Sekta TikTok um tæpa áttatíu milljarða Viðskipti erlent Segja afkomuna ásættanlega þrátt fyrir tap Viðskipti innlent Fleiri fréttir Kaupfélagið hagnaðist um 3,3 milljarða Syndis kaupir Ísskóga Segja afkomuna ásættanlega þrátt fyrir tap „Þetta er ömurleg staða“ Landsbankinn hagnaðist um 7,9 milljarða á fyrsta ársfjórðungi Hætta við að selja hlutina í Olíudreifingu Tap á Vinnslustöðinni og fjárfestingar settar á ís Rannsaka meint samkeppnisbrot Landsvirkjunar Staðfesta frávísun vegna stefnu Samskipa í samráðsmáli Play tapaði þremur og hálfum milljarði á fyrsta ársfjórðungi Staðfesta að gjöf í formi bankakorts er skattskyld Þau vilja stýra ÁTVR Býst ekki við að verðbólgan hafi áhrif á vaxtalækkunarferlið Um þrjátíu prósent hafa miklar áhyggjur af áhrifum tolla á Ísland Lauf Cycles lýkur tæplega 500 milljóna króna fjármögnun Verðbólga eykst hressilega og fer aftur yfir fjögur prósent Tæpur tveggja milljarða hagnaður á fyrsta ársfjórðungi Ráðinn forstjóri Arctic Fish Veitingamaður ákærður fyrir hundrað milljóna skattsvik Fokdýr dómsmál tjónka ekki við ÁTVR Veiðir hrefnu í sumar og selur kjötið á Íslandi Semja við Ístak um gerð mannvirkja fyrir fyrsta vindorkuver landsins Jón segir bull að FBI-kempa hafi óvænt bankað upp á með stefnu Ekki má vanmeta áhrifin af tollastríði á íslensk fyrirtæki Pizzur í stað smurbrauðs á nýrri Króníku Fjármögnun tryggð fyrir nýrri landeldisstöð Samherja Umræðan einkennist af rangfærslum um ofurhagnað Kaupsamningur undirritaður um Grósku Ísfélagið greiðir út tveggja milljarða arð Breyta Kaffi Kjós í íbúðarhús Sjá meira