Enski boltinn

Sean Dyche stað­festir að Jóhann Berg verði í nokkrar vikur á meiðsla­listanum

Anton Ingi Leifsson skrifar
Jóhann meiðist í leiknum gegn Frakklandi.
Jóhann meiðist í leiknum gegn Frakklandi. vísir/vilhelm

Sean Dyche, stjóri Burnley, staðfesti á blaðamannafundi í morgun að Jóhann Berg Guðmundsson verði frá í nokkrar vikur vegna meiðsla.

Jóhann Berg fór meiddur af velli eftir stundarfjórðung í leik Íslands gegn Frakklandi á föstudagskvöldið.

Strax var óttast um að meiðslin gætu haldið Jóhanni frá keppni um tíma og Dyche staðfesti í morgun að um vöðvatognun í læri væri um að ræða.
Dyche sagði að hann yrði á meiðslalistanum í nokkrar vikur en ekki er kominn dagsetning á hvenær Jóhann er væntanlegur til baka.

Íslenska landsliðið spilar tvo mikilvæga leiki í nóvember gegn Tyrklandi og Moldóvu en óvíst er hvort að Jóhann Berg verði orðinn tilbúinn í þá leiki.


Tengdar fréttir

Jóhann Berg fór meiddur af velli

Jóhann Berg Guðmundsson þurfti að fara meiddur af velli eftir aðeins þrettán mínútna leik í leik Íslands og Frakklands sem nú stendur yfir á Laugardalsvelli.Athugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.