Enski boltinn

Sean Dyche stað­festir að Jóhann Berg verði í nokkrar vikur á meiðsla­listanum

Anton Ingi Leifsson skrifar
Jóhann meiðist í leiknum gegn Frakklandi.
Jóhann meiðist í leiknum gegn Frakklandi. vísir/vilhelm
Sean Dyche, stjóri Burnley, staðfesti á blaðamannafundi í morgun að Jóhann Berg Guðmundsson verði frá í nokkrar vikur vegna meiðsla.

Jóhann Berg fór meiddur af velli eftir stundarfjórðung í leik Íslands gegn Frakklandi á föstudagskvöldið.

Strax var óttast um að meiðslin gætu haldið Jóhanni frá keppni um tíma og Dyche staðfesti í morgun að um vöðvatognun í læri væri um að ræða.





Dyche sagði að hann yrði á meiðslalistanum í nokkrar vikur en ekki er kominn dagsetning á hvenær Jóhann er væntanlegur til baka.

Íslenska landsliðið spilar tvo mikilvæga leiki í nóvember gegn Tyrklandi og Moldóvu en óvíst er hvort að Jóhann Berg verði orðinn tilbúinn í þá leiki.


Tengdar fréttir

Jóhann Berg fór meiddur af velli

Jóhann Berg Guðmundsson þurfti að fara meiddur af velli eftir aðeins þrettán mínútna leik í leik Íslands og Frakklands sem nú stendur yfir á Laugardalsvelli.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×