Samráð gegn sundrungu Kolbeinn Óttarsson Proppé skrifar 18. október 2019 07:00 Sundrung einkennir stjórnmál og samfélög um allan heim í æ meiri mæli. Við virðumst eiga æ erfiðara með að setjast yfir málin, hlusta á sjónarmið annarra og reyna að ná saman um lausnina. Á sama tíma flæða yfir okkur upplýsingar af ýmsum toga, ýmist sannar, hálfsannar eða hrein og klár lygi og skrumskæling og oft og tíðum erfitt að greina á milli. Bergsmálshellir samfélagsmiðlanna veldur því svo að við sjáum oftar en ekki aðeins það sem við viljum sjá og ef annað slæðist með úthrópum við það með gífuryrðum. Ríkisstjórn Vinstri grænna, Sjálfstæðisflokks og Framsóknarflokks er þannig skipuð að hefur vakið athygli langt út fyrir landsteinana, frá vinstri til hægri yfir miðjuna. Skipanin er óvenjuleg og um margt söguleg, en byggir á því að ólík sjónarmið nái saman og skapi sátt um löngu tímabæra uppbyggingu í samfélaginu. Að kannski sé betra að reyna að ná saman um mál en að öskra hvert á annað á netinu. Katrín Jakobsdóttir hefur sýnt það sem forsætisráðherra að henni er lagið að leiða fram góð mál. Við í Vinstri grænum getum verið stolt af því hvernig hún hefur komið málum hreyfingar okkar í framkvæmd. Það hefur tekist með samtali og samvinnu við samstarfsflokkana og aðra flokka. Þá hefur framganga hennar og áherslur á alþjóðavettvangi vakið athygli um allan heim. Landsfundur Vinstri grænna hefst í dag. Þar gefst gott tækifæri til að fara yfir stöðu hreyfingarinnar, þau mál sem við höfum komið á dagskrá og í framkvæmd og hvert við viljum stefna. Það samtal, á miðju kjörtímabili, verður hollt og uppbyggilegt fyrir áframhaldandi starf. Framtíð Vinstri grænna undir forystu Katrínar Jakobsdóttur er björt. Samráð vinnur gegn sundrungu. Sjaldan hafa þessi sannindi verið jafn mikilvæg og í þeim flókna nútíma sem við lifum nú um stundir. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Birtist í Fréttablaðinu Kolbeinn Óttarsson Proppé Mest lesið Gleði eða ógleði? Haraldur Hrafn Guðmundsson Skoðun Við lifum á tíma fasisma Una Margrét Jónsdóttir Skoðun Gagnslausa fólkið Þröstur Friðfinnsson Skoðun Allt mun fara vel Bjarni Karlsson Skoðun Normið á ekki síðasta orðið Katrín Íris Sigurðardóttir Skoðun Ég er eins og ég er, hvernig á ég að vera eitthvað annað? Sigrún Ólöf Ingólfsdóttir Skoðun Kolefnishlutleysi eftir 15 ár? Hrafnhildur Bragadóttir,Birna Sigrún Hallsdóttir Skoðun Tjáningarfrelsi Laufey Brá Jónsdóttir,Sigríður Kristín Helgadóttir,Þorvaldur Víðisson Skoðun Örvæntingarfullir bíleigendur í frumskógi bílastæðagjalda Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir Skoðun Hinir miklu lýðræðissinnar Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Skoðun Skoðun Við megum ekki tapa leiknum utan vallar Eysteinn Pétur Lárusson skrifar Skoðun Börnin heyra bara sprengjugnýinn Hjálmtýr Heiðdal skrifar Skoðun Gagnslausa fólkið Þröstur Friðfinnsson skrifar Skoðun Tjáningarfrelsi Laufey Brá Jónsdóttir,Sigríður Kristín Helgadóttir,Þorvaldur Víðisson skrifar Skoðun Allt mun fara vel Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Normið á ekki síðasta orðið Katrín Íris Sigurðardóttir skrifar Skoðun Ég er eins og ég er, hvernig á ég að vera eitthvað annað? Sigrún Ólöf Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Við lifum á tíma fasisma Una Margrét Jónsdóttir skrifar Skoðun Örvæntingarfullir bíleigendur í frumskógi bílastæðagjalda Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Hinir miklu lýðræðissinnar Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Kolefnishlutleysi eftir 15 ár? Hrafnhildur Bragadóttir,Birna Sigrún Hallsdóttir skrifar Skoðun Gleði eða ógleði? Haraldur Hrafn Guðmundsson skrifar Skoðun Tískuorð eða sjálfsögð réttindi? Vigdís Ásgeirsdóttir skrifar Skoðun Ráðherrann og illkvittnu einkaaðilarnir Freyr Ólafsson skrifar Skoðun Áttatíu ár frá Hírósíma og Nagasakí Snæbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Er einhver hissa á fúskinu? Magnús Guðmundsson skrifar Skoðun Þegar hæstaréttarlögmenn kynda undir mismunun og kerfisbundnu ofbeldi Sigríður Svanborgardóttir skrifar Skoðun Réttmætar áhyggjur eða ósanngjarnar alhæfingar? Friðþjófur Helgi Karlsson skrifar Skoðun „Þótt náttúran sé lamin með lurk!“ Sigurjón Þórðarson skrifar Skoðun Ekkert ævintýri fyrir mongólsku hestana María Lilja Tryggvadóttir skrifar Skoðun Nám í skugga óöryggis Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Tæknin á ekki að nota okkur Anna Laufey Stefánsdóttir skrifar Skoðun Ytra mat í skólum og hvað svo? Rakel Linda Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Stjórnun, hönnun og framkvæmd öryggisráðstafana í Reynisfjöru Magnús Rannver Rafnsson skrifar Skoðun Sorglegur uppgjafar doði varðandi áframhaldandi stríðin í dag Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Tóbakslaust Ísland! - Með hjálp stefnu um skaðaminnkun Bjarni Freyr Guðmundsson skrifar Skoðun Meðsek um þjóðarmorð vegna aðgerðaleysis? Pétur Heimisson skrifar Skoðun Tími ábyrgðar í útlendingamálum – ekki uppgjafar Friðþjófur Helgi Karlsson skrifar Skoðun Takk starfsfólk og forysta ÁTVR Siv Friðleifsdóttir skrifar Skoðun Þjóðarmorðið í Palestínu Arnar Eggert Thoroddsen skrifar Sjá meira
Sundrung einkennir stjórnmál og samfélög um allan heim í æ meiri mæli. Við virðumst eiga æ erfiðara með að setjast yfir málin, hlusta á sjónarmið annarra og reyna að ná saman um lausnina. Á sama tíma flæða yfir okkur upplýsingar af ýmsum toga, ýmist sannar, hálfsannar eða hrein og klár lygi og skrumskæling og oft og tíðum erfitt að greina á milli. Bergsmálshellir samfélagsmiðlanna veldur því svo að við sjáum oftar en ekki aðeins það sem við viljum sjá og ef annað slæðist með úthrópum við það með gífuryrðum. Ríkisstjórn Vinstri grænna, Sjálfstæðisflokks og Framsóknarflokks er þannig skipuð að hefur vakið athygli langt út fyrir landsteinana, frá vinstri til hægri yfir miðjuna. Skipanin er óvenjuleg og um margt söguleg, en byggir á því að ólík sjónarmið nái saman og skapi sátt um löngu tímabæra uppbyggingu í samfélaginu. Að kannski sé betra að reyna að ná saman um mál en að öskra hvert á annað á netinu. Katrín Jakobsdóttir hefur sýnt það sem forsætisráðherra að henni er lagið að leiða fram góð mál. Við í Vinstri grænum getum verið stolt af því hvernig hún hefur komið málum hreyfingar okkar í framkvæmd. Það hefur tekist með samtali og samvinnu við samstarfsflokkana og aðra flokka. Þá hefur framganga hennar og áherslur á alþjóðavettvangi vakið athygli um allan heim. Landsfundur Vinstri grænna hefst í dag. Þar gefst gott tækifæri til að fara yfir stöðu hreyfingarinnar, þau mál sem við höfum komið á dagskrá og í framkvæmd og hvert við viljum stefna. Það samtal, á miðju kjörtímabili, verður hollt og uppbyggilegt fyrir áframhaldandi starf. Framtíð Vinstri grænna undir forystu Katrínar Jakobsdóttur er björt. Samráð vinnur gegn sundrungu. Sjaldan hafa þessi sannindi verið jafn mikilvæg og í þeim flókna nútíma sem við lifum nú um stundir.
Skoðun Tjáningarfrelsi Laufey Brá Jónsdóttir,Sigríður Kristín Helgadóttir,Þorvaldur Víðisson skrifar
Skoðun Örvæntingarfullir bíleigendur í frumskógi bílastæðagjalda Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar
Skoðun Þegar hæstaréttarlögmenn kynda undir mismunun og kerfisbundnu ofbeldi Sigríður Svanborgardóttir skrifar
Skoðun Stjórnun, hönnun og framkvæmd öryggisráðstafana í Reynisfjöru Magnús Rannver Rafnsson skrifar
Skoðun Sorglegur uppgjafar doði varðandi áframhaldandi stríðin í dag Matthildur Björnsdóttir skrifar