Körfubolti

29 ár síðan Grindavík tapaði síðast þremur fyrstu leikjum sínum

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Ólafur Ólafsson, fyrirliði Grindavíkurliðsins, fæddist rúmum mánuði eftir síðustu martraðarbyrjun liðsins í úrvalsdeild karla.
Ólafur Ólafsson, fyrirliði Grindavíkurliðsins, fæddist rúmum mánuði eftir síðustu martraðarbyrjun liðsins í úrvalsdeild karla. Vísir/Daníel
Grindvíkingar hafa tapað þremur fyrstu leikjum sínum í Domino´s deild karla í körfubolta eftir tap á móti Haukum í gær. Það er óhætt að segja að slíkt gerist ekki á hverju ári.Grindvíkingar hafa tapað á móti KR, Keflavík og Haukum í fyrstu þremur leikjum sínum í ár og þetta var því allt annað en létt byrjun hjá liðinu að þessu sinni.Það breytir ekki því að Grindavíkurliðið er búið að jafna metið yfir verstu byrjun félagsins í úrvalsdeild karla.Það þarf að fara allt aftur til tímabilsins 1990 til 1991 ætli menn að finna jafnslæma byrjun Grindvíkinga á Íslandsmóti karla í körfubolta.  Grindvíkingar töpuðu líka þremur fyrstu leikjum sínum í október 1990 sem voru á móti Þór Akureyri, Keflavík og Tindastól. Fyrsti sigur tímabilsins vannst í fjórða leik og liðið endaði síðan í þriðja sæti deildarinnar um vorið.Grindvíkingar byrjuðu ekki mikið betur í fyrra en þá tapaði liðið tveimur af fyrstu þremur leikjum sínum. Grindvíkingar eru því aðeins með 17 prósent sigurhlutfall í fyrstu þremur umferðunum undanfarin tvö tímabil, einn sigur í sex leikjum.Aðeins tveir leikmenn Grindvíkinga í leiknum á móti Haukum voru fæddir þegar Grindvíkingar töpuðu síðast þremur fyrstu leikjum sínum og þjálfarinn Daníel Guðni Guðmundsson var aðeins fjögurra ára.Leikmennirnir sem voru fæddir þá voru þeir Valdas Vasylius og Davíð Páll Hermannsson.

Versta byrjun Grindavíkur í úrvalsdeild karla:0-3

1990-91

2019-201-2

1992-93

1996-97

2001-02

2014-15

2018-19
Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.