Viðskipti innlent

Ís­lands­póstur heldur á­fram að selja dóttur­fé­lög

Atli Ísleifsson skrifar
Birgir Jónsson hefur tekið til hendinni eftir að hann tók við stöðu forstjóra Íslandspósts fyrr á árinu.
Birgir Jónsson hefur tekið til hendinni eftir að hann tók við stöðu forstjóra Íslandspósts fyrr á árinu. Íslandspóstur

Íslandspóstur seldi í dag Gagnageymsluna ehf, en fyrirtækið var að fullu í eigu Póstsins.

Í tilkynningu frá Íslandspósti segir að kaupandi sé Gagnaeyðing ehf. og að kaupverðið sé trúnaðarmál á milli aðila að ósk kaupenda. Salan er sögð hafa óveruleg áhrif á fjárhag og rekstur Íslandspósts.

Haft er eftir Birgi Jónssyni, forstjóra Íslandspósts, að nú hafi öll dótturfélög Íslandspósts annað hvort verið seld eða verið sett í sölumeðferð.

„Frakt flutningsmiðlun var selt fyrr í haust, prentsmiðjan Samskipti er í söluferli og nú göngum við frá sölu á Gagnageymslunni. Íslandspóstur mun því ekki eiga nein dótturfélög sem eru í rekstri þegar söluferli Samskipta líkur innan fárra vikna.

Aðgerðaráætlun stjórnar og stjórnenda Póstsins snýst um að einbeita sér að kjarnastarfseminni, tryggja viðsnúning í rekstrinum og stórbæta þjónustu við viðskiptavini okkar, en rekstur dótturfélaga á ólíkum sviðum atvinnulífsins fellur illa að þessum áherslum okkar. Við þökkum viðskiptavinum Gagnageymslunnar samfylgdina og óskum nýjum eigendum góðs gengis í framtíðinni,“ segir Birgir Jónsson forstjóri Íslandspósts.


Tengdar fréttirAthugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Mesta hækkun dagsins


Félag
Br.%
Fjöldi
Velta*
BRIM
3,27
21
451.148
EIM
3,11
16
126.639
SIMINN
1,32
11
407.136
VIS
1,23
2
17.490
SKEL
1,12
10
157.458

Mesta lækkun dagsins


Félag
Br.%
Fjöldi
Velta*
KVIKA
-1,47
11
135.730
ICESEA
-0,7
1
5.247
MAREL
-0,51
7
42.442
ICEAIR
-0,41
7
4.404
ORIGO
0
7
56.197
Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.