Að brenna sig á sama soðinu Sunna Karen Sigurþórsdóttir skrifar 2. október 2019 08:00 Nú berast tíðar fréttir af málum sem koma til kasta Mannréttindadómstóls Evrópu. Nú síðast um hlutabréfaeignir dómara við Hæstarétt sem dæmdu í svokölluðum hrunmálum sem vörðuðu banka þar sem dómararnir áttu sjálfir fjármuni undir. Fréttir sem þessar eru stórfréttir enda eru líkurnar á að dómstóllinn taki mál til efnislegrar meðferðar almennt sáralitlar. Raunar komast mál ekki í gegn nema eftir hafsjó af pappírsvinnu og að útlit sé fyrir að brotið hafi verið á mannréttindum. Brotabrot allra innsendra mála fær efnislega úrlausn og dæmin sýna að mannréttindi eru oft látin lönd og leið á okkar litla landi. Sífellt fleiri Íslendingar hafa leitað til dómstólsins á undanförnum árum. Frá árinu 2003 hefur hann tekið 29 kærur á hendur íslenska ríkinu til meðferðar, þar af tíu á síðustu tveimur árum, og beið íslenska ríkið lægri hlut í sex þessara tíu mála. Sex áfellisdómar yfir íslenska ríkinu. Sex sinnum traðkað á mannréttindum íslenskra ríkisborgara. Vissulega hafa einhverjar réttarbætur verið gerðar, en dómurum ber engin skylda til þess að fylgja fordæmum Mannréttindadómstólsins, enda er hann er ekki áfrýjunardómstóll, svo að mannréttindabrot ríkisins fá að standa um aldur og ævi. Á sama tíma og hver dómurinn á fætur öðrum fellur á hendur íslenska ríkinu lýsa ráðamenn yfir efasemdum um ágæti dómstólsins – að minnsta kosti þegar þeim hugnast ekki niðurstaðan. Slík órökstudd orðræða er ekki til þess fallin að auka traust á stjórn- og réttarkerfinu heldur er hún óábyrg og lýsir fyrst og fremst virðingarleysi í garð þeirra sem í hlut eiga. Ef ráðamenn treysta ekki fjölþjóðlegum erlendum dómstóli, sem við höfum átt aðild að í meira en sex áratugi, þá verða þeir að segja svo og taka síðan ákvörðun um hvort við hreinlega drögum aðild okkar til baka eða viðurkennum eigin mistök og gerum betur. Það þarf að vera hægt að treysta því að ríkisvaldið vinni mál sín af einurð, festu og réttlæti og láti persónulega gremju ekki hlaupa með sig í gönur. Hvað sem því líður er löngu orðið tímabært að stjórnvöld geri gangskör að því að nema úr gildi þau lög sem skerða réttindi einstaklingsins og haldi áfram eðlilegri réttarþróun samhliða breyttri réttarvitund. Sömu mistökin eiga ekki að gerast tvisvar og mannréttindi mega ekki lengur mæta afgangi. Dómstólar eiga að sama skapi ekki að leggjast á sveif með almenningsáliti hverju sinni, líkt og oft virðist raunin. Réttarkerfið þarf að standa í lappirnar. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Birtist í Fréttablaðinu Sunna Karen Sigurþórsdóttir Mest lesið Ég heiti Elísa og ég er Drusla Elísa Rún Svansdóttir Skoðun Grindavík má enn bíða Gísli Stefánsson Skoðun Feluleikur ríkisstjórnarinnar? Lárus Guðmundsson Skoðun Yfirlýsing frá Kára Stefánssyni um hrakfarir hans í samskiptum við íhaldssaman blaðamann Kári Stefánsson Skoðun Þið voruð í partýinu líka! Gísli Sigurður Gunnlaugsson Skoðun Lýðheilsan að veði? Willum Þór Þórsson Skoðun Þétting byggðar er ekki vandamálið Dóra Björt Guðjónsdóttir Skoðun Swuayda blæðir: Hróp sem heimurinn heyrir ekki Mouna Nasr Skoðun Gaza og sjálfbærni mennskunnar Elva Rakel Jónsdóttir Skoðun Lífið í tjaldi á Gaza Viðar Hreinsson,Israa Saed Skoðun Skoðun Skoðun Feluleikur ríkisstjórnarinnar? Lárus Guðmundsson skrifar Skoðun Ég heiti Elísa og ég er Drusla Elísa Rún Svansdóttir skrifar Skoðun Grindavík má enn bíða Gísli Stefánsson skrifar Skoðun Aðventukerti og aðgangshindranir Kristín María Birgisdóttir skrifar Skoðun Lífið í tjaldi á Gaza Viðar Hreinsson,Israa Saed skrifar Skoðun Gaza og sjálfbærni mennskunnar Elva Rakel Jónsdóttir skrifar Skoðun Börnin og hungursneyðin í Gaza Sverrir Ólafsson skrifar Skoðun Kynbundið ofbeldi Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir skrifar Skoðun Aðdragandi aðildar þarf umboð Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Yfirlýsing frá Kára Stefánssyni um hrakfarir hans í samskiptum við íhaldssaman blaðamann Kári Stefánsson skrifar Skoðun Þétting byggðar er ekki vandamálið Dóra Björt Guðjónsdóttir skrifar Skoðun Þrengt að þjóðarleikvanginum Þorvaldur Örlygsson skrifar Skoðun Ert þú drusla? Katrín Sigríður J. Steingrímsdóttir,Elísa Rún Svansdóttir,Lilja Íris Long Birnudóttir,Lísa Margrét Gunnarsdóttir,Margrét Baldursdóttir,Silja Höllu Egilsdóttir skrifar Skoðun Sameiginleg yfirlýsing 28 ríkja um málefni Palestínu, hvers virði er hún? Einar Ólafsson skrifar Skoðun Alltof mörg sveitarfélög á Íslandi! Gunnar Alexander Ólafsson skrifar Skoðun Öryggi betur tryggt – fangelsismál færð til nútímans Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Lýðheilsan að veði? Willum Þór Þórsson skrifar Skoðun Evrópusambandsaðild - valdefling íslensks almennings Magnús Árni Skjöld Magnússon skrifar Skoðun Köllum Skjöld Íslands réttu nafni: Rasískt götugengi Ian McDonald skrifar Skoðun Hverjir eru komnir með nóg? Nichole Leigh Mosty skrifar Skoðun Að leigja okkar eigin innviði Halldóra Mogensen skrifar Skoðun Málþóf sem valdníðsla Einar G. Harðarson skrifar Skoðun Klaufaskapur og reynsluleysi? Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Hvernig spyr ég gervigreind til að fá besta svarið? Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Ertu bitur? Björn Leví Gunnarsson skrifar Skoðun Er hægt að læra af draumum? Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Afstæði ábyrgðar Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Klassapróf fína fólksins – eða hvernig erfingjar kenna okkur að lifa Sigríður Svanborgardóttir skrifar Skoðun Fjárhagslegt virði vörumerkja Elías Larsen skrifar Skoðun Við ákærum – hver sveik strandveiðisjómenn? Kjartan Páll Sveinsson skrifar Sjá meira
Nú berast tíðar fréttir af málum sem koma til kasta Mannréttindadómstóls Evrópu. Nú síðast um hlutabréfaeignir dómara við Hæstarétt sem dæmdu í svokölluðum hrunmálum sem vörðuðu banka þar sem dómararnir áttu sjálfir fjármuni undir. Fréttir sem þessar eru stórfréttir enda eru líkurnar á að dómstóllinn taki mál til efnislegrar meðferðar almennt sáralitlar. Raunar komast mál ekki í gegn nema eftir hafsjó af pappírsvinnu og að útlit sé fyrir að brotið hafi verið á mannréttindum. Brotabrot allra innsendra mála fær efnislega úrlausn og dæmin sýna að mannréttindi eru oft látin lönd og leið á okkar litla landi. Sífellt fleiri Íslendingar hafa leitað til dómstólsins á undanförnum árum. Frá árinu 2003 hefur hann tekið 29 kærur á hendur íslenska ríkinu til meðferðar, þar af tíu á síðustu tveimur árum, og beið íslenska ríkið lægri hlut í sex þessara tíu mála. Sex áfellisdómar yfir íslenska ríkinu. Sex sinnum traðkað á mannréttindum íslenskra ríkisborgara. Vissulega hafa einhverjar réttarbætur verið gerðar, en dómurum ber engin skylda til þess að fylgja fordæmum Mannréttindadómstólsins, enda er hann er ekki áfrýjunardómstóll, svo að mannréttindabrot ríkisins fá að standa um aldur og ævi. Á sama tíma og hver dómurinn á fætur öðrum fellur á hendur íslenska ríkinu lýsa ráðamenn yfir efasemdum um ágæti dómstólsins – að minnsta kosti þegar þeim hugnast ekki niðurstaðan. Slík órökstudd orðræða er ekki til þess fallin að auka traust á stjórn- og réttarkerfinu heldur er hún óábyrg og lýsir fyrst og fremst virðingarleysi í garð þeirra sem í hlut eiga. Ef ráðamenn treysta ekki fjölþjóðlegum erlendum dómstóli, sem við höfum átt aðild að í meira en sex áratugi, þá verða þeir að segja svo og taka síðan ákvörðun um hvort við hreinlega drögum aðild okkar til baka eða viðurkennum eigin mistök og gerum betur. Það þarf að vera hægt að treysta því að ríkisvaldið vinni mál sín af einurð, festu og réttlæti og láti persónulega gremju ekki hlaupa með sig í gönur. Hvað sem því líður er löngu orðið tímabært að stjórnvöld geri gangskör að því að nema úr gildi þau lög sem skerða réttindi einstaklingsins og haldi áfram eðlilegri réttarþróun samhliða breyttri réttarvitund. Sömu mistökin eiga ekki að gerast tvisvar og mannréttindi mega ekki lengur mæta afgangi. Dómstólar eiga að sama skapi ekki að leggjast á sveif með almenningsáliti hverju sinni, líkt og oft virðist raunin. Réttarkerfið þarf að standa í lappirnar.
Yfirlýsing frá Kára Stefánssyni um hrakfarir hans í samskiptum við íhaldssaman blaðamann Kári Stefánsson Skoðun
Skoðun Yfirlýsing frá Kára Stefánssyni um hrakfarir hans í samskiptum við íhaldssaman blaðamann Kári Stefánsson skrifar
Skoðun Ert þú drusla? Katrín Sigríður J. Steingrímsdóttir,Elísa Rún Svansdóttir,Lilja Íris Long Birnudóttir,Lísa Margrét Gunnarsdóttir,Margrét Baldursdóttir,Silja Höllu Egilsdóttir skrifar
Skoðun Sameiginleg yfirlýsing 28 ríkja um málefni Palestínu, hvers virði er hún? Einar Ólafsson skrifar
Skoðun Öryggi betur tryggt – fangelsismál færð til nútímans Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir skrifar
Skoðun Klassapróf fína fólksins – eða hvernig erfingjar kenna okkur að lifa Sigríður Svanborgardóttir skrifar
Yfirlýsing frá Kára Stefánssyni um hrakfarir hans í samskiptum við íhaldssaman blaðamann Kári Stefánsson Skoðun