Körfubolti

Síminn hringdi hjá Bryndísi í miðjum þætti og á línunni var þjálfari Keflavíkur

Anton Ingi Leifsson skrifar
Síminn hringir hjá Bryndísi.
Síminn hringir hjá Bryndísi. vísir/skjáskot
Upphitunarþáttur Körfuboltakvölds fyrir Dominos-deild kvenna var á dagskrá Stöðvar 2 Sports í gærkvöldi þar sem spáð var í spilin fyrir komandi leiktíð.

Pálína Gunnlaugsdóttir stjórnaði umræðunum en spekingarnir voru þær Bryndís Guðmundsdóttir og Ragna Margrét Brynjarsdóttir sem báðar hafa lagt skóna á hilluna.

Bryndís staðfesti í lok ágúst að hún hafi ákveðið að leggja skóna á hilluna en í miðjum þættinum í gær byrjaði sími Bryndísar að hringja.

„Þetta var Jonni (innsk. blm. Jón Halldór Evaldsson),“ sagði Bryndís eftir að síminn hringdi en Jón Halldór er einn sérfræðinga Domino's Körfuboltakvölds og þjálfari Keflavíkur í Dominos-deild kvenna.

„Við vitum öll hvað það þýðir. Bryndís er mögulega að fara taka fram skóna aftur,“ sagði Pálína í léttum tón áður en Bryndís þvertók fyrir það.

Hér að neðan má sjá þetta skemmtilega atvik.



Klippa: Körfuboltakvöld: Jón Halldór truflaði þáttinn



Fleiri fréttir

Sjá meira


×