Mikilvægt að rödd ungu kynslóðarinnar heyrist Heimsljós kynnir 2. október 2019 11:15 Esther Hallsdóttir ungmennafulltrúi Íslands flytur ræðu sína í gær. SÞ Esther Hallsdóttir, fyrsti ungmennafulltrúi Íslands hjá Sameinuðu þjóðunum, sagði í ræðu á allsherjarþingi Sameinuðu þjóðanna í gær að hún hefði orðið vitni að auknum pólitískum vilja um þátttöku ungmenna á síðustu árum, mikilvægt væri að rödd ungu kynslóðarinnar heyrðist, og þeir sem taka ákvarðanir væru loksins að átta sig á mikilvægi þátttöku unglinga, sérþekkingu þeirra og samráði við þá. Esther er fyrsti kjörni ungmennafulltrúi Íslands hjá Sameinuðu þjóðunum og hún tekur þessa vikuna þátt í nefndarstörfum allsherjarþingsins, einkum á sviði mannréttinda. Hún flutti ræðu sína í gær á fundi félags,- mannúðar- og menningarnefndar allsherjarþingsins, þar sem rætt var um félagslega þróun, þar með talin réttindi ungmenna. „Ungt fólk skorar á þjóðarleiðtoga til að skuldbinda sig til alþjóðlegrar samvinnu, velja víðsýni umfram einangrun, sýna samstöðu og gleyma ekki mikilvægi þess að gefa ungmennum kost á þátttöku,“ sagði Esther meðal annars í ræðu sinni. Hún sagði að þátttaka ungmenna væri of oft einungis táknræn. „Raddir okkar heyrast ekki raunverulega og okkur er ekki gefinn kostur á að koma skoðunum okkar á framfæri.“ Esther fjallaði um jafnréttismál, #MeToo og kynbundið ofbeldi, og lagði áherslu á nauðsyn þess að standa vörð um kyn – og frjósemisréttindi kvenna og stúlkna. Þá hvatti hún þjóðarleiðtoga að sýna frekari samstöðu í aðgerðum gegn loftslagsbreytingum. „Á Íslandi hafa börn og unglingar gengið til liðs við milljónir annarra um allan heim og tekið þátt í skólaverkföllum vegna loftslagsins alla föstudaga síðustu mánuði. Samstaða unga fólksins sendir skýr skilaboð til þjóðarleiðtoga og loftslagsvandann leysa hvorki einstaklingar né einstaka þjóðir heldur verðum við öll að axla ábyrgð,“ sagði Esther.Ræðan í heildÞessi grein er hluti af samstarfi Vísis og utanríkisráðuneytisins um miðlun frétta af þróunarsamstarfi Íslands um allan heim. Fréttin birtist fyrst í Heimsljósi, upplýsingaveitu utanríkisráðuneytisins um þróunar- og mannúðarmál. Þróunarsamvinna Mest lesið Kona réðst að sjö ára dreng við Smáraskóla Innlent Eiginmaður íslenskrar konu lét sig hverfa rétt eftir brúðkaupið Innlent Fjölskylda flugmanns Icelandair vill að lögregla rannsaki andlát hans Innlent Hafa „góða hugmynd“ hvar og hvenær stúlkunni var ráðinn bani Innlent „Það er ódýrast og best og fljótlegast að kála þessum dýrum“ Innlent Sýndi lögreglu löngutöng og var ekinn út af Innlent Skerjafjarðarskáldið krefst afsökunarbeiðni – annars fer það í mál Innlent „Ég hefði bara sagt af mér á staðnum“ Innlent Fundu lík karlmanns í Reynisfjalli Innlent Fjórir í bílnum en enginn við stýrið Innlent
Esther Hallsdóttir, fyrsti ungmennafulltrúi Íslands hjá Sameinuðu þjóðunum, sagði í ræðu á allsherjarþingi Sameinuðu þjóðanna í gær að hún hefði orðið vitni að auknum pólitískum vilja um þátttöku ungmenna á síðustu árum, mikilvægt væri að rödd ungu kynslóðarinnar heyrðist, og þeir sem taka ákvarðanir væru loksins að átta sig á mikilvægi þátttöku unglinga, sérþekkingu þeirra og samráði við þá. Esther er fyrsti kjörni ungmennafulltrúi Íslands hjá Sameinuðu þjóðunum og hún tekur þessa vikuna þátt í nefndarstörfum allsherjarþingsins, einkum á sviði mannréttinda. Hún flutti ræðu sína í gær á fundi félags,- mannúðar- og menningarnefndar allsherjarþingsins, þar sem rætt var um félagslega þróun, þar með talin réttindi ungmenna. „Ungt fólk skorar á þjóðarleiðtoga til að skuldbinda sig til alþjóðlegrar samvinnu, velja víðsýni umfram einangrun, sýna samstöðu og gleyma ekki mikilvægi þess að gefa ungmennum kost á þátttöku,“ sagði Esther meðal annars í ræðu sinni. Hún sagði að þátttaka ungmenna væri of oft einungis táknræn. „Raddir okkar heyrast ekki raunverulega og okkur er ekki gefinn kostur á að koma skoðunum okkar á framfæri.“ Esther fjallaði um jafnréttismál, #MeToo og kynbundið ofbeldi, og lagði áherslu á nauðsyn þess að standa vörð um kyn – og frjósemisréttindi kvenna og stúlkna. Þá hvatti hún þjóðarleiðtoga að sýna frekari samstöðu í aðgerðum gegn loftslagsbreytingum. „Á Íslandi hafa börn og unglingar gengið til liðs við milljónir annarra um allan heim og tekið þátt í skólaverkföllum vegna loftslagsins alla föstudaga síðustu mánuði. Samstaða unga fólksins sendir skýr skilaboð til þjóðarleiðtoga og loftslagsvandann leysa hvorki einstaklingar né einstaka þjóðir heldur verðum við öll að axla ábyrgð,“ sagði Esther.Ræðan í heildÞessi grein er hluti af samstarfi Vísis og utanríkisráðuneytisins um miðlun frétta af þróunarsamstarfi Íslands um allan heim. Fréttin birtist fyrst í Heimsljósi, upplýsingaveitu utanríkisráðuneytisins um þróunar- og mannúðarmál.
Þróunarsamvinna Mest lesið Kona réðst að sjö ára dreng við Smáraskóla Innlent Eiginmaður íslenskrar konu lét sig hverfa rétt eftir brúðkaupið Innlent Fjölskylda flugmanns Icelandair vill að lögregla rannsaki andlát hans Innlent Hafa „góða hugmynd“ hvar og hvenær stúlkunni var ráðinn bani Innlent „Það er ódýrast og best og fljótlegast að kála þessum dýrum“ Innlent Sýndi lögreglu löngutöng og var ekinn út af Innlent Skerjafjarðarskáldið krefst afsökunarbeiðni – annars fer það í mál Innlent „Ég hefði bara sagt af mér á staðnum“ Innlent Fundu lík karlmanns í Reynisfjalli Innlent Fjórir í bílnum en enginn við stýrið Innlent