Golf

Fékk þriggja ára bann fyrir að sýna áhorfendum löngutöng

Ingvi Þór Sæmundsson skrifar
Bio Kim missti stjórn á skapi sínu þegar áhorfandi tók mynd af honum.
Bio Kim missti stjórn á skapi sínu þegar áhorfandi tók mynd af honum. vísir/getty
Suður-kóreska golfsambandið hefur dæmt Bio Kim í þriggja ára bann fyrir að sýna áhorfendum fokkmerkið.

Kim brást illa við þegar áhorfandi tók mynd af honum með símanum sínum þegar hann sló teighögg á 16. holu á Daegu-Gyeongbuk Open-mótinu í Suður-Kóreu. Í kjölfarið sýndi Kim áhorfendum löngutöng og kastaði kylfu sinni í grasið.

Kim baðst afsökunar á framkomu sinni en atvikið náðist á myndband og fór sem eldur um sinu um veraldarvefinn.

Kim má ekki keppa á kóresku mótaröðinni næstu þrjú árin og þarf að borga rúmlega milljón íslenskra króna í sekt. Áður en hann var dæmdur í bannið var hann efstur á peningalista kóresku mótaraðarinnar.

Ekki liggur enn fyrir hvort hinn 29 ára Kim megi keppa á mótum utan heimalandsins á meðan banninu stendur.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×