Körfubolti

Kári Marísson heiðraður í hálfleik í kvöld

Ingvi Þór Sæmundsson skrifar
Kári (nr. 5) verður heiðraður í hálfleik í leik Tindastóls og Keflavíkur.
Kári (nr. 5) verður heiðraður í hálfleik í leik Tindastóls og Keflavíkur.
Tindastóll heiðrar Kára Marísson, fyrrverandi leikmann og þjálfara liðsins, í hálfleik gegn Keflavík í 1. umferð Domino's deildar karla í körfubolta í kvöld.

Treyja tileinkuð Kára verður hegnd upp í rjáfur í Síkinu á Sauðárkróki.

Kári lék lengi með Tindastóli og hann var að nálgast fimmtugt þegar skórnir fóru endanlega upp í hillu. Hann þjálfaði seinna karla- og kvennalið Tindastóls og yngri flokka félagsins.

Kári lék 34 landsleiki á árunum 1972-76. Þá lék hann fótbolta með ÍA um tíma.

Sonur Kára, Axel, er í leikmannahópi Tindastóls. Hann var í bikarmeistaraliði Stólanna í fyrra.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×