Körfubolti

Jakob: Alltaf æðislegt að spila hérna

Ingvi Þór Sæmundsson skrifar
Jakob skoraði 13 stig gegn Grindavík.
Jakob skoraði 13 stig gegn Grindavík. vísir/bára
„Þetta var mjög gott. Það er alltaf æðislegt að spila hérna,“ sagði Jakob Örn Sigurðarson eftir fyrsta leik sinn í búningi KR í áratug. Hann skoraði 13 stig þegar KR-ingar unnu Grindvíkinga, 89-77, í kvöld.

KR-ingar byrjuðu leikinn af krafti og náðu mest 18 stiga forskoti um miðjan 2. leikhluta. Þá gáfu þeir eftir og hleyptu Grindvíkingum inn í leikinn.

„Mér fannst við klikka á mörgum opnum skotum. Við gáfum þeim smá séns í vörninni og þeir komust á bragðið,“ sagði Jakob um slæma kaflann.

KR er Íslandsmeistari síðustu sex ára. Jakob segir það ekkert leyndarmál að KR-ingar stefni á að vinna allt sem í boði er í vetur.

„Að sjálfsögðu. Við reynum að spila eins vel og við getum. Við gerðum vel á köflum í kvöld og reynum að koma okkur betur í gang,“ sagði Jakob að lokum.


Tengdar fréttir




Fleiri fréttir

Sjá meira


×