Handbolti

Erfið staða Íslandsmeistaranna eftir fyrri leikinn gegn Malmö

Anton Ingi Leifsson skrifar
Haukur Þrastarson var markahæstur.
Haukur Þrastarson var markahæstur. vísir/bára
Selfoss þarf að vinna upp sex marka forystu í síðari leiknum gegn Malmö í EHF-bikar karla eftir tap í Svíþjóð í dag, 33-27.

Jafnt var á öllum tölum í hálfleik, 17-17, en í síðari hálfleik keyrðu heimamenn yfir gestina frá Selfossi og unnu að lokum sex marka sigur.

Liðin mætast aftur um næstu helgi er leikið verður á Selfossi en ljóst er að erfitt verður fyrir Íslandsmeistarana að vinna upp þetta forskot.

Haukur Þrastarson var einu sinni sem oftar markahæstur hjá Selfyssingum en hann gerði sjö mörk. Atli Ævar Ingólfsson var næst markahæstur með sex mörk.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×