Aðgát í nærveru frétta Guðmundur Steingrímsson skrifar 7. október 2019 07:00 Í gamla daga, þegar maður var patti, var fullorðna fólkið endalaust að hlusta eða horfa á fréttirnar. Og ef það var ekki að hlusta á fréttirnar þá var það að hlusta á veðurfréttirnar. Og ef það var ekki að hlusta á veðurfréttir þá dánarfréttir. Og jarðarfarir. Og tíðindi af skipakomum. Kvöldfréttatímarnir voru heilagastir. Manni var gert að hafa sig hægan við matarborðið á meðan alvörugefinn þulur reifaði tíðindi dagsins og lágmæltir viðmælendur sögðu álit sitt á stöðu málanna eða sökudólgar í uppnámi freistuðu þess hraðmæltir að snúa vörn í sókn. Fréttastefið gamla hljómar enn í huganum, eins og bergmál frá horfnum tíma. Ég mun alltaf geta raulað það. Það kæmi mér ekki á óvart ef það yrði síðasta stef ið sem ég raulaði fyrir munni mér þegar ég geng gráhærður og tannlaus út í mannskætt óveður hamfarahlýnunar árið 2072, hundrað ára gamall, til að deyja. Öll kvöld. Alltaf. Í fréttum er þetta helst. Horfur slæmar fyrir botni Miðjarðarhafs. Afli línubáta með lakara móti. Líkur á djúpum haustlægðum. Smygl afhjúpað. Fyrirtæki gjaldþrota. Drykkja í miðbænum. Viðhaldi bygginga ábótavant. Óværa í trjágróðri. Verkfallsaðgerðir. Launaskrið. Verg þjóðarframleiðsla. Gjaldeyrisvaraforði. Erjur. Vandi. Stríð.Breytt samband við bölið Á síðari tímum hef ég velt því fyrir mér hvaða áhrif þessi þáttur mannlífsins hefur haft á hugmyndir mínar um veröldina. Á hverjum degi lífsins — ekki síst á mótunarárum — hefur mér sem sagt skilmerkilega verið sagt frá því sem af laga hefur farið í heiminum hverju sinni, hörmungum sem eiga sér stað, glæpum, voðaverkum, mistökum manna og svimandi erfiðleikum. Á hverjum degi lífsins hefur beðið mín dagskammtur af böli. Fyrir nokkru áttaði ég mig reyndar á því að samband mitt við fréttir hefur breyst mjög. Ég geri ráð fyrir að sama gildi um marga aðra. Netið kom. Maður fór að sjá fyrirsagnirnar hér og þar, í tölvunni og í símanum. Það nægði. Maður getur rennt yfir þær hvenær sem er. Ég hætti að hlusta og horfa á fréttir í útvarpi og sjónvarpi fyrir nokkuð löngu síðan. Ég uppgötvaði að þetta hafði góð áhrif á sálarlíf ið. Betri stjórn á því hvernig bölið dynur á manni, með vaxandi notkun netmiðla, hefur reynst mikilvæg. Maður getur valið betur stað og stund. Ákveðið að lesa sumt en skauta yfir annað. Stundum hefur það gerst að ég hef verið í aðstæðum þar sem kvöldfréttatímar hinnar línulegu dagskrár eru í gangi. Ég hef sest niður og horft eins og í gamla daga. Þá f inn ég hvernig þyrmir yfir mig. Þyngslin aukast. Gott ef ég fer ekki að ofanda. Von fjarar út. Blik augna minna deyr. Ég hreinlega get ekki lengur setið og hlustað á svona þungbrýnt fólk segja mér frá því í einni romsu hverjir eru að rífast í dag, hvar hörmungar eiga sér stað og hverjir eru ekki að standa sig. Fréttatíminn hefur orðið mér bölstundin. Voðaverkatíðindi. Hörmungasögur. Ég sneiði því almennt hjá fréttatímum, nema þegar eitthvað rosalegt er að gerast.Punkturinn Ekki er við fréttafólk að sakast. Það sinnir hlutverki sínu almennt, held ég, eftir bestu getu og reynir að mæta fréttaþörf landsmanna. Og það slær jafnvel á létta strengi. En það er þetta með áhrifin til langs tíma. Hugarheimur verður til í hinu stórvarasama samneyti við daglegar fréttir. Hér er dæmi: Fréttir — og auðvitað ýmislegt annað líka, eins og bíómyndir — hafa á ævi minni innrætt mér þá djúpstæðu skoðun, að heimurinn sé hættulegur. Nema hvað. Hann er jú fullur af glæpum. Á ferðum mínum með fjölskyldu minni á fyrri hluta árs um lönd sem jafnvel hafa talist með þeim hættulegustu í heimi uppgötvaði ég hins vegar hversu einföld og yfirborðsleg þessi mynd er. Auðvitað eru fávitar til, en við sáum hins vegar ekki betur en að heimurinn væri almennt fallegur og fólkið gott. Við uppgötvuðum að fréttirnar af illskunni voru áratugagamlar. Þær stóðu hins vegar óleiðréttar í huganum og skutu þar djúpum rótum ranghugmynda. Ja, hérna, hugsaði ég. Rosalega hefur maður bögglast með brenglaða heimsmynd. Punkturinn? Jú, vegna þessara pælinga og upplifunar undanfarið f innst mér ég skilja betur af hverju heilu samfélögin — rótgróin lýðræðisríki jafnvel — eru á haus þessi árin út af alls konar misskilningi og rugli. Ég held að hér á landi haf i fréttir að mestu verið sannleikanum samkvæmar. Þær hafa verið unnar faglega og fluttar af vel meinandi fólki. Samt hafa þær náð að fokka í mér á löngum tíma. Ímyndum okkur þá hvað hefur orðið um fólk sem hefur mátt búa við fréttir um langt skeið sem hafa meira eða minna verið uppspuni frá rótum, eins og í Bretlandi? Er furða að allt sé á hvolfi? Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Birtist í Fréttablaðinu Guðmundur Steingrímsson Mest lesið Kæra Hanna Katrín, lengi getur vont versnað Vala Árnadóttir Skoðun Menntun barna byrjar ekki í kennslustofunni - ekki dæma skólann áður en þú skilur hann Emilía Jóhanna Guðjónsdóttir Skoðun Hvalfjörður er líka okkar fjörður Jóhanna Hreinsdóttir,Jón Þorgeir Sigurðsson,Sigurþór Ingi Sigurðsson,Þóra Jónsdóttir,Þórarinn Jónsson Skoðun Um peninga annarra Björg Magnúsdóttir Skoðun Úrræðaleysi í helgreipum – þegar kerfið bregst börnum með fjölþættan vanda Þóranna Ólafsdóttir Skoðun Þjónustukjarni eldri borgara – lykill að gæðasamfélaginu í Hveragerði Jóhanna Ýr Jóhannsdóttir,Garðar Rúnar Árnason Skoðun Fyrir dómstólum fyrir að verja líf – augliti til auglitis við Kristján Loftsson Anahita Sahar Babaei Skoðun Veit Inga hvað hún syngur? Íris Róbertsdóttir Skoðun Flott hjá læknum! Siv Friðleifsdóttir Skoðun Er betra að fólk sé sett á sakamannabekk en að stjórnmálamenn vinni vinnuna sína? Ólafur Stephensen Skoðun Skoðun Skoðun Börn útvistuð til glæpa á netinu Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Hvers virði er líf? Valgerður Árnadóttir skrifar Skoðun Hvalfjörður er líka okkar fjörður Jóhanna Hreinsdóttir,Jón Þorgeir Sigurðsson,Sigurþór Ingi Sigurðsson,Þóra Jónsdóttir,Þórarinn Jónsson skrifar Skoðun Þjónustukjarni eldri borgara – lykill að gæðasamfélaginu í Hveragerði Jóhanna Ýr Jóhannsdóttir,Garðar Rúnar Árnason skrifar Skoðun Kæra Hanna Katrín, lengi getur vont versnað Vala Árnadóttir skrifar Skoðun Menntun barna byrjar ekki í kennslustofunni - ekki dæma skólann áður en þú skilur hann Emilía Jóhanna Guðjónsdóttir skrifar Skoðun Um peninga annarra Björg Magnúsdóttir skrifar Skoðun Úrræðaleysi í helgreipum – þegar kerfið bregst börnum með fjölþættan vanda Þóranna Ólafsdóttir skrifar Skoðun Erum við að reyna að láta rangan hóp leysa húsnæðisvandann? Stefnir Húni Kristjánsson skrifar Skoðun Fyrir dómstólum fyrir að verja líf – augliti til auglitis við Kristján Loftsson Anahita Sahar Babaei skrifar Skoðun What is Snorri Másson talking about? Colin Fisher skrifar Skoðun Sjálfskaparvíti meirihlutans í Reykjavík Vilhelm Jónsson skrifar Skoðun Öxlum ábyrgð og segjum satt Pétur Marteinsson skrifar Skoðun Hvers vegna er endurtekið ófremdarástand á bráðamóttökunni? Jón Magnús Kristjánsson skrifar Skoðun Einföldum lífið í úthverfunum Bjarnveig Birta Bjarnadóttir skrifar Skoðun Sigfús í sexuna! Mörður Árnason skrifar Skoðun Drengirnir okkar, Ísland vs Finnland Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Án tónlistar væri lífið mistök Unnur Malín Sigurðardóttir skrifar Skoðun Veit Inga hvað hún syngur? Íris Róbertsdóttir skrifar Skoðun Með einkarétt á internetinu? Ólafur Stephensen skrifar Skoðun Tilraunastarfsemi stjórnvalda á kostnað matvælaöryggis og lýðheilsu Þorsteinn Narfason skrifar Skoðun Viðkvæmni fyrir gríni? Halldór Auðar Svansson skrifar Skoðun Tímabær endurskoðun jafnlaunavottunar Hákon Skúlason skrifar Skoðun Ertu að kjósa gegn þínum hagsmunum? Guðni Freyr Öfjörð skrifar Skoðun Úr neðsta helvíti Dantes Móheiður Hlíf Geirlaugsdóttir skrifar Skoðun Íbúar í Reykjavík skipta máli ‒ endurreisum íbúaráðin Sigfús Ómar Höskuldsson skrifar Skoðun Breytt heimsmynd kallar á endurmat á öryggi raforkuinnviða Halldór Halldórsson skrifar Skoðun Í gamla daga voru allir læsir Eydís Hörn Hermannsdóttir skrifar Skoðun Kvartanir eru ekki vandamál – viðbrögðin eru það Margrét Reynisdóttir skrifar Skoðun Vatnsmýrin rís Birkir Ingibjartsson skrifar Sjá meira
Í gamla daga, þegar maður var patti, var fullorðna fólkið endalaust að hlusta eða horfa á fréttirnar. Og ef það var ekki að hlusta á fréttirnar þá var það að hlusta á veðurfréttirnar. Og ef það var ekki að hlusta á veðurfréttir þá dánarfréttir. Og jarðarfarir. Og tíðindi af skipakomum. Kvöldfréttatímarnir voru heilagastir. Manni var gert að hafa sig hægan við matarborðið á meðan alvörugefinn þulur reifaði tíðindi dagsins og lágmæltir viðmælendur sögðu álit sitt á stöðu málanna eða sökudólgar í uppnámi freistuðu þess hraðmæltir að snúa vörn í sókn. Fréttastefið gamla hljómar enn í huganum, eins og bergmál frá horfnum tíma. Ég mun alltaf geta raulað það. Það kæmi mér ekki á óvart ef það yrði síðasta stef ið sem ég raulaði fyrir munni mér þegar ég geng gráhærður og tannlaus út í mannskætt óveður hamfarahlýnunar árið 2072, hundrað ára gamall, til að deyja. Öll kvöld. Alltaf. Í fréttum er þetta helst. Horfur slæmar fyrir botni Miðjarðarhafs. Afli línubáta með lakara móti. Líkur á djúpum haustlægðum. Smygl afhjúpað. Fyrirtæki gjaldþrota. Drykkja í miðbænum. Viðhaldi bygginga ábótavant. Óværa í trjágróðri. Verkfallsaðgerðir. Launaskrið. Verg þjóðarframleiðsla. Gjaldeyrisvaraforði. Erjur. Vandi. Stríð.Breytt samband við bölið Á síðari tímum hef ég velt því fyrir mér hvaða áhrif þessi þáttur mannlífsins hefur haft á hugmyndir mínar um veröldina. Á hverjum degi lífsins — ekki síst á mótunarárum — hefur mér sem sagt skilmerkilega verið sagt frá því sem af laga hefur farið í heiminum hverju sinni, hörmungum sem eiga sér stað, glæpum, voðaverkum, mistökum manna og svimandi erfiðleikum. Á hverjum degi lífsins hefur beðið mín dagskammtur af böli. Fyrir nokkru áttaði ég mig reyndar á því að samband mitt við fréttir hefur breyst mjög. Ég geri ráð fyrir að sama gildi um marga aðra. Netið kom. Maður fór að sjá fyrirsagnirnar hér og þar, í tölvunni og í símanum. Það nægði. Maður getur rennt yfir þær hvenær sem er. Ég hætti að hlusta og horfa á fréttir í útvarpi og sjónvarpi fyrir nokkuð löngu síðan. Ég uppgötvaði að þetta hafði góð áhrif á sálarlíf ið. Betri stjórn á því hvernig bölið dynur á manni, með vaxandi notkun netmiðla, hefur reynst mikilvæg. Maður getur valið betur stað og stund. Ákveðið að lesa sumt en skauta yfir annað. Stundum hefur það gerst að ég hef verið í aðstæðum þar sem kvöldfréttatímar hinnar línulegu dagskrár eru í gangi. Ég hef sest niður og horft eins og í gamla daga. Þá f inn ég hvernig þyrmir yfir mig. Þyngslin aukast. Gott ef ég fer ekki að ofanda. Von fjarar út. Blik augna minna deyr. Ég hreinlega get ekki lengur setið og hlustað á svona þungbrýnt fólk segja mér frá því í einni romsu hverjir eru að rífast í dag, hvar hörmungar eiga sér stað og hverjir eru ekki að standa sig. Fréttatíminn hefur orðið mér bölstundin. Voðaverkatíðindi. Hörmungasögur. Ég sneiði því almennt hjá fréttatímum, nema þegar eitthvað rosalegt er að gerast.Punkturinn Ekki er við fréttafólk að sakast. Það sinnir hlutverki sínu almennt, held ég, eftir bestu getu og reynir að mæta fréttaþörf landsmanna. Og það slær jafnvel á létta strengi. En það er þetta með áhrifin til langs tíma. Hugarheimur verður til í hinu stórvarasama samneyti við daglegar fréttir. Hér er dæmi: Fréttir — og auðvitað ýmislegt annað líka, eins og bíómyndir — hafa á ævi minni innrætt mér þá djúpstæðu skoðun, að heimurinn sé hættulegur. Nema hvað. Hann er jú fullur af glæpum. Á ferðum mínum með fjölskyldu minni á fyrri hluta árs um lönd sem jafnvel hafa talist með þeim hættulegustu í heimi uppgötvaði ég hins vegar hversu einföld og yfirborðsleg þessi mynd er. Auðvitað eru fávitar til, en við sáum hins vegar ekki betur en að heimurinn væri almennt fallegur og fólkið gott. Við uppgötvuðum að fréttirnar af illskunni voru áratugagamlar. Þær stóðu hins vegar óleiðréttar í huganum og skutu þar djúpum rótum ranghugmynda. Ja, hérna, hugsaði ég. Rosalega hefur maður bögglast með brenglaða heimsmynd. Punkturinn? Jú, vegna þessara pælinga og upplifunar undanfarið f innst mér ég skilja betur af hverju heilu samfélögin — rótgróin lýðræðisríki jafnvel — eru á haus þessi árin út af alls konar misskilningi og rugli. Ég held að hér á landi haf i fréttir að mestu verið sannleikanum samkvæmar. Þær hafa verið unnar faglega og fluttar af vel meinandi fólki. Samt hafa þær náð að fokka í mér á löngum tíma. Ímyndum okkur þá hvað hefur orðið um fólk sem hefur mátt búa við fréttir um langt skeið sem hafa meira eða minna verið uppspuni frá rótum, eins og í Bretlandi? Er furða að allt sé á hvolfi?
Menntun barna byrjar ekki í kennslustofunni - ekki dæma skólann áður en þú skilur hann Emilía Jóhanna Guðjónsdóttir Skoðun
Hvalfjörður er líka okkar fjörður Jóhanna Hreinsdóttir,Jón Þorgeir Sigurðsson,Sigurþór Ingi Sigurðsson,Þóra Jónsdóttir,Þórarinn Jónsson Skoðun
Úrræðaleysi í helgreipum – þegar kerfið bregst börnum með fjölþættan vanda Þóranna Ólafsdóttir Skoðun
Þjónustukjarni eldri borgara – lykill að gæðasamfélaginu í Hveragerði Jóhanna Ýr Jóhannsdóttir,Garðar Rúnar Árnason Skoðun
Fyrir dómstólum fyrir að verja líf – augliti til auglitis við Kristján Loftsson Anahita Sahar Babaei Skoðun
Er betra að fólk sé sett á sakamannabekk en að stjórnmálamenn vinni vinnuna sína? Ólafur Stephensen Skoðun
Skoðun Hvalfjörður er líka okkar fjörður Jóhanna Hreinsdóttir,Jón Þorgeir Sigurðsson,Sigurþór Ingi Sigurðsson,Þóra Jónsdóttir,Þórarinn Jónsson skrifar
Skoðun Þjónustukjarni eldri borgara – lykill að gæðasamfélaginu í Hveragerði Jóhanna Ýr Jóhannsdóttir,Garðar Rúnar Árnason skrifar
Skoðun Menntun barna byrjar ekki í kennslustofunni - ekki dæma skólann áður en þú skilur hann Emilía Jóhanna Guðjónsdóttir skrifar
Skoðun Úrræðaleysi í helgreipum – þegar kerfið bregst börnum með fjölþættan vanda Þóranna Ólafsdóttir skrifar
Skoðun Fyrir dómstólum fyrir að verja líf – augliti til auglitis við Kristján Loftsson Anahita Sahar Babaei skrifar
Skoðun Hvers vegna er endurtekið ófremdarástand á bráðamóttökunni? Jón Magnús Kristjánsson skrifar
Skoðun Tilraunastarfsemi stjórnvalda á kostnað matvælaöryggis og lýðheilsu Þorsteinn Narfason skrifar
Menntun barna byrjar ekki í kennslustofunni - ekki dæma skólann áður en þú skilur hann Emilía Jóhanna Guðjónsdóttir Skoðun
Hvalfjörður er líka okkar fjörður Jóhanna Hreinsdóttir,Jón Þorgeir Sigurðsson,Sigurþór Ingi Sigurðsson,Þóra Jónsdóttir,Þórarinn Jónsson Skoðun
Úrræðaleysi í helgreipum – þegar kerfið bregst börnum með fjölþættan vanda Þóranna Ólafsdóttir Skoðun
Þjónustukjarni eldri borgara – lykill að gæðasamfélaginu í Hveragerði Jóhanna Ýr Jóhannsdóttir,Garðar Rúnar Árnason Skoðun
Fyrir dómstólum fyrir að verja líf – augliti til auglitis við Kristján Loftsson Anahita Sahar Babaei Skoðun
Er betra að fólk sé sett á sakamannabekk en að stjórnmálamenn vinni vinnuna sína? Ólafur Stephensen Skoðun