Skýr ávinningur Sighvatur Arnmundsson skrifar 8. október 2019 07:00 Mögulegur fjárhagslegur ávinningur af sameiningu sveitarfélaga, miðað við tillögur um að lágmarksíbúafjöldi verði eitt þúsund árið 2026, gæti orðið allt að fimm milljarðar króna á ári. Þetta sýnir ný úttekt sem unnin var fyrir samgöngu- og sveitarstjórnarráðuneytið og kynnt á Fjármálaráðstefnu sveitarfélaga fyrir helgi. Þessar tölur, sem eru auðvitað settar fram með fyrirvara um að mögulegur ávinningur skili sér, eru að mati skýrsluhöfunda varfærnismat. Það er ljóst að hér er eftir miklu að slægjast. En það er ekki bara fjárhagslegur ávinningur sem horfa þarf á, heldur einnig möguleikar og tækifæri sveitarfélaga til að eflast og dafna. Eins og við var að búast hafa tillögur Sigurðar Inga Jóhannssonar mætt töluverðri andstöðu hjá mörgum af minnstu sveitarfélögunum. Hafa sum þeirra gengið svo langt að segja sig úr Sambandi íslenskra sveitarfélaga. Meðal þeirra raka sem heyrast eru að það sé andstætt lýðræðinu að ætla sér að þvinga sveitarfélög til sameiningar með löggjöf. Aldís Hafsteinsdóttir, formaður Sambands íslenskra sveitarfélaga, hefur bent á að það geti heldur varla talist lýðræðislegt að minnstu sveitarfélögin þurfi að útvista mörgum lögbundinna verkefna sinna. Auðvitað væri æskilegt að sameiningar væru sjálfsprottnar en reynslan sýnir því miður að þannig gerast hlutirnir allt of hægt. Danir gáfust til að mynda upp á slíkri bið og settu lögbundinn lágmarksíbúafjölda. Það má ekki verða svo að minnstu sveitarfélögin komi í veg fyrir að fleiri verkefni verið færð yfir til sveitarfélaganna. Sterk og öflug sveitarfélög eru forsenda öflugrar landsbyggðar og þess vegna er málflutningur andstæðinga sameiningartillagnanna furðulegur. Hér er í mörgum tilfellum um viðkvæm svæði að ræða í byggðarlegu tilliti sem hafa átt undir högg að sækja. Þótt hægt hafi gengið að sameina sveitarfélög á síðustu árum er fram undan síðar í mánuðinum mikilvæg íbúakosning í fjórum sveitarfélögum á Austurlandi. Þrjú sveitarfélaganna hafa í dag færri en þúsund íbúa og eitt þeirra færri en 250 sem gæti orðið lágmarkið frá 2022. Lykilatriði í vinnu samstarfsnefndar sveitarfélaganna er hugmyndin um svokallaða „heimastjórn“. Er þannig ætlunin að koma til móts við kröfur um áhrif heimamanna á þjónustu í nærumhverfi sínu. Sameining sveitarfélaga snýst nefnilega ekki endilega um sameiningu byggðanna sem slíkra, heldur sameiningu stjórnsýslunnar. Því fylgir auðvitað stóraukin samvinna byggðanna en einkennin þurfa ekki að tapast þótt breytt sé um nafn sveitarfélagsins. Framtíð málsins mun ráðast á Alþingi í vetur. Í þeirri vinnu sem fram undan er þarf auðvitað að hlusta á öll sjónarmið og horfa til reynslu fyrri sameininga og læra af þeim mistökum sem gerð hafa verið. Margir hafa bent á að erfitt geti reynst að miða við einhverja eina tölu þegar kemur að lágmarksíbúafjölda í sveitarfélagi. Undir það má taka og þingmenn þurfa að skoða af fullri alvöru hvort þessar tillögur gangi of skammt. Það er hins vegar tæknilegt úrlausnarefni. Efling sveitarstjórnarstigsins hefst aftur á móti með pólitískri yfirlýsingu um stærri og öflugri sveitarfélög. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Birtist í Fréttablaðinu Sighvatur Arnmundsson Mest lesið Hjúkrunarheimili í Þorlákshöfn Gestur Þór Kristjánsson,Sigurbjörg Jenný Jónsdóttir,Grétar Ingi Erlendsson,Erla Sif Markúsdóttir Skoðun Hálfrar aldar svívirða Stefán Pálsson Skoðun Óvenjulegt fólk Helgi Brynjarsson Skoðun Hver greiðir fyrir breytingarnar? Svanfríður G. Bergvinsdóttir Skoðun Við erum búin að missa tökin Ása Berglind Hjálmarsdóttir Skoðun Stöndum vörð um Héraðsvötnin! Rakel Hinriksdóttir Skoðun Um Liverpool, Diogo Jota, áföll og sorgina – hugleiðingar sálfræðings Andri Hrafn Sigurðsson Skoðun Hrekkjavaka á Landakoti Kristófer Ingi Svavarsson Skoðun Martin bakari flýgur heim með látum frá leikvelli auðmanna í Vatnsmýrinni Daði Rafnsson,Haukur Magnússon,Kristján Vigfússon,Margrét Manda Jónsdóttir Skoðun Rýr húsnæðispakki Magnea Gná Jóhannsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Dauðsföll í Gaza-stríðinu og Mogginn Egill Þórir Einarsson skrifar Skoðun Eyðum óvissunni Stefán Vagn Stefánsson skrifar Skoðun Opinberi geirinn og stjórnunarráðgjafar: ástarsaga Adeel Akmal skrifar Skoðun Ættbálkahegðun á stafrænu formi Martha Árnadóttir skrifar Skoðun Kirkjurnar standa en stoðirnar eru sveltar Anton Guðmundsson skrifar Skoðun Martin bakari flýgur heim með látum frá leikvelli auðmanna í Vatnsmýrinni Daði Rafnsson,Haukur Magnússon,Kristján Vigfússon,Margrét Manda Jónsdóttir skrifar Skoðun Stytta þarf veiðitíma svartfugla strax Hólmfríður Arnardóttir,Helga Ögmundardóttir skrifar Skoðun Hver greiðir fyrir breytingarnar? Svanfríður G. Bergvinsdóttir skrifar Skoðun Um Liverpool, Diogo Jota, áföll og sorgina – hugleiðingar sálfræðings Andri Hrafn Sigurðsson skrifar Skoðun Stöndum vörð um Héraðsvötnin! Rakel Hinriksdóttir skrifar Skoðun Við erum búin að missa tökin Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar Skoðun Hjúkrunarheimili í Þorlákshöfn Gestur Þór Kristjánsson,Sigurbjörg Jenný Jónsdóttir,Grétar Ingi Erlendsson,Erla Sif Markúsdóttir skrifar Skoðun Stöðug uppbygging orkuinnviða Adrian Pike,Bjarni Þórður Bjarnason,Tómas Már Sigurðsson skrifar Skoðun Rýr húsnæðispakki Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Hrekkjavaka á Landakoti Kristófer Ingi Svavarsson skrifar Skoðun Óvenjulegt fólk Helgi Brynjarsson skrifar Skoðun Hálfrar aldar svívirða Stefán Pálsson skrifar Skoðun $€tjum í$lensku á (mat) $€ðilinn! Ólafur Guðsteinn Kristjánsson skrifar Skoðun Minna tal, meiri uppbygging Guðrún Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Tvöföld mismunun kvenna í hópi innflytjenda Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir skrifar Skoðun Ný nálgun – sama markmið: Heimili fyrir fólkið í borginni Heiða Björg Hilmisdóttir skrifar Skoðun Geymt en ekki gleymt Ástþór Ólafsson skrifar Skoðun Tækni og ungmenni: Hvar liggur ábyrgðin og hvað getum við gert? Stefán Þorri Helgason skrifar Skoðun Hvað gerir brjóstakrabbamein að ólæknandi brjóstakrabbameini? Helga Tryggvadóttir,Ólöf Kristjana Bjarnadóttir skrifar Skoðun „Lánin hækka – framtíðin minnkar“ Sveinn Óskar Sigurðsson skrifar Skoðun Hey Pawels í harðindunum Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Land rutt fyrir þúsundir íbúða í Úlfarsárdal Ragnar Þór Ingólfsson skrifar Skoðun Dýrmæt þjóðfélagsgerð Eva Björk Valdimarsdóttir skrifar Skoðun Hver er þessi Davíð Oddsson? Daði Freyr Ólafsson skrifar Skoðun Hugsanlega löglegt, en siðlaust og grimmt — af hundsráni í GOGG Kristinn Ka. Nína Sigríðarson skrifar Sjá meira
Mögulegur fjárhagslegur ávinningur af sameiningu sveitarfélaga, miðað við tillögur um að lágmarksíbúafjöldi verði eitt þúsund árið 2026, gæti orðið allt að fimm milljarðar króna á ári. Þetta sýnir ný úttekt sem unnin var fyrir samgöngu- og sveitarstjórnarráðuneytið og kynnt á Fjármálaráðstefnu sveitarfélaga fyrir helgi. Þessar tölur, sem eru auðvitað settar fram með fyrirvara um að mögulegur ávinningur skili sér, eru að mati skýrsluhöfunda varfærnismat. Það er ljóst að hér er eftir miklu að slægjast. En það er ekki bara fjárhagslegur ávinningur sem horfa þarf á, heldur einnig möguleikar og tækifæri sveitarfélaga til að eflast og dafna. Eins og við var að búast hafa tillögur Sigurðar Inga Jóhannssonar mætt töluverðri andstöðu hjá mörgum af minnstu sveitarfélögunum. Hafa sum þeirra gengið svo langt að segja sig úr Sambandi íslenskra sveitarfélaga. Meðal þeirra raka sem heyrast eru að það sé andstætt lýðræðinu að ætla sér að þvinga sveitarfélög til sameiningar með löggjöf. Aldís Hafsteinsdóttir, formaður Sambands íslenskra sveitarfélaga, hefur bent á að það geti heldur varla talist lýðræðislegt að minnstu sveitarfélögin þurfi að útvista mörgum lögbundinna verkefna sinna. Auðvitað væri æskilegt að sameiningar væru sjálfsprottnar en reynslan sýnir því miður að þannig gerast hlutirnir allt of hægt. Danir gáfust til að mynda upp á slíkri bið og settu lögbundinn lágmarksíbúafjölda. Það má ekki verða svo að minnstu sveitarfélögin komi í veg fyrir að fleiri verkefni verið færð yfir til sveitarfélaganna. Sterk og öflug sveitarfélög eru forsenda öflugrar landsbyggðar og þess vegna er málflutningur andstæðinga sameiningartillagnanna furðulegur. Hér er í mörgum tilfellum um viðkvæm svæði að ræða í byggðarlegu tilliti sem hafa átt undir högg að sækja. Þótt hægt hafi gengið að sameina sveitarfélög á síðustu árum er fram undan síðar í mánuðinum mikilvæg íbúakosning í fjórum sveitarfélögum á Austurlandi. Þrjú sveitarfélaganna hafa í dag færri en þúsund íbúa og eitt þeirra færri en 250 sem gæti orðið lágmarkið frá 2022. Lykilatriði í vinnu samstarfsnefndar sveitarfélaganna er hugmyndin um svokallaða „heimastjórn“. Er þannig ætlunin að koma til móts við kröfur um áhrif heimamanna á þjónustu í nærumhverfi sínu. Sameining sveitarfélaga snýst nefnilega ekki endilega um sameiningu byggðanna sem slíkra, heldur sameiningu stjórnsýslunnar. Því fylgir auðvitað stóraukin samvinna byggðanna en einkennin þurfa ekki að tapast þótt breytt sé um nafn sveitarfélagsins. Framtíð málsins mun ráðast á Alþingi í vetur. Í þeirri vinnu sem fram undan er þarf auðvitað að hlusta á öll sjónarmið og horfa til reynslu fyrri sameininga og læra af þeim mistökum sem gerð hafa verið. Margir hafa bent á að erfitt geti reynst að miða við einhverja eina tölu þegar kemur að lágmarksíbúafjölda í sveitarfélagi. Undir það má taka og þingmenn þurfa að skoða af fullri alvöru hvort þessar tillögur gangi of skammt. Það er hins vegar tæknilegt úrlausnarefni. Efling sveitarstjórnarstigsins hefst aftur á móti með pólitískri yfirlýsingu um stærri og öflugri sveitarfélög.
Hjúkrunarheimili í Þorlákshöfn Gestur Þór Kristjánsson,Sigurbjörg Jenný Jónsdóttir,Grétar Ingi Erlendsson,Erla Sif Markúsdóttir Skoðun
Um Liverpool, Diogo Jota, áföll og sorgina – hugleiðingar sálfræðings Andri Hrafn Sigurðsson Skoðun
Martin bakari flýgur heim með látum frá leikvelli auðmanna í Vatnsmýrinni Daði Rafnsson,Haukur Magnússon,Kristján Vigfússon,Margrét Manda Jónsdóttir Skoðun
Skoðun Martin bakari flýgur heim með látum frá leikvelli auðmanna í Vatnsmýrinni Daði Rafnsson,Haukur Magnússon,Kristján Vigfússon,Margrét Manda Jónsdóttir skrifar
Skoðun Um Liverpool, Diogo Jota, áföll og sorgina – hugleiðingar sálfræðings Andri Hrafn Sigurðsson skrifar
Skoðun Hjúkrunarheimili í Þorlákshöfn Gestur Þór Kristjánsson,Sigurbjörg Jenný Jónsdóttir,Grétar Ingi Erlendsson,Erla Sif Markúsdóttir skrifar
Skoðun Stöðug uppbygging orkuinnviða Adrian Pike,Bjarni Þórður Bjarnason,Tómas Már Sigurðsson skrifar
Skoðun Tvöföld mismunun kvenna í hópi innflytjenda Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir skrifar
Skoðun Tækni og ungmenni: Hvar liggur ábyrgðin og hvað getum við gert? Stefán Þorri Helgason skrifar
Skoðun Hvað gerir brjóstakrabbamein að ólæknandi brjóstakrabbameini? Helga Tryggvadóttir,Ólöf Kristjana Bjarnadóttir skrifar
Skoðun Hugsanlega löglegt, en siðlaust og grimmt — af hundsráni í GOGG Kristinn Ka. Nína Sigríðarson skrifar
Hjúkrunarheimili í Þorlákshöfn Gestur Þór Kristjánsson,Sigurbjörg Jenný Jónsdóttir,Grétar Ingi Erlendsson,Erla Sif Markúsdóttir Skoðun
Um Liverpool, Diogo Jota, áföll og sorgina – hugleiðingar sálfræðings Andri Hrafn Sigurðsson Skoðun
Martin bakari flýgur heim með látum frá leikvelli auðmanna í Vatnsmýrinni Daði Rafnsson,Haukur Magnússon,Kristján Vigfússon,Margrét Manda Jónsdóttir Skoðun