Viðskipti innlent

Ríkustu fjölskyldurnar eiga 58% eigin fjár og 43% eigna

Kristín Ólafsdóttir skrifar
Fjölskyldum með neikvætt eigið fé í húsnæði fækkaði líkt og undanfarin ár.
Fjölskyldum með neikvætt eigið fé í húsnæði fækkaði líkt og undanfarin ár. Vísir/vilhelm

Tíu prósent fjölskyldna sem eiga mest eigið fé eiga alls um 57,5% af heildarupphæð eigin fjár. Þá eiga tíu prósent fjölskyldna sem eiga mestar eignir alls um 43% heildareigna. Þetta kemur í fram í nýjum tölum Hagstofunnar yfir skuldir, eignir og eiginfjárstöðu ársins 2018. Eiginfjárstaða styrktist á árinu, óháð fjölskyldugerð, en eigið fé fjölskyldna var alls 4.744 milljarðar króna og jókst um 15,6% milli ára.

Áðurnefndur tíundi hluti fjölskyldna sem á mest eigið fé á þannig samtals 2.729 milljarða af þessari heildarupphæð. Eiginfjárstaða er mismunur á heildareignum og heildarskuldum.

Fjölskyldum með neikvætt eigið fé í húsnæði fækkaði líkt og undanfarin ár. Árið 2018 voru 3.275 fjölskyldur með neikvæða eiginfjárstöðu í fasteign, eða um 26% færri en árið 2017. Eiginfjárstaða þeirra í fasteign var að meðaltali neikvæð um 6,6 milljónir króna árið 2018, sem er aukning frá fyrra ári um 1,2 milljónir króna.

Til samanburðar hækkaði heildarfasteignamat á landinu öllu um 14,8% á milli áranna 2017 og 2018.

Samanlagðar eignir hæstu tíundar 43% af heildinni

Eiginfjárstaða einstaklinga styrktist frá fyrra ári um 15,6% og hjóna án barna um 13,8%. Þá styrktist eiginfjárstaða hjóna með börn um 19% og eiginfjárstaða einstæðra foreldra um 25,3% frá fyrra ári. Mest var styrkingin á milli ára í aldurshópunum 25-29 ára (43,9%) og 30-34 ára (33,6%).

Heildareignir fóru úr 6.065 milljörðum króna í árslok 2017 í 6.855 milljarða króna í lok árs 2018 sem er aukning um 13% milli ára. Eignir eru allar eignir fjölskyldu, þar með talið fasteignir, ökutæki, innistæður í bönkum og verðbréf. 

Árið 2018 var hlutur fasteigna af heildareignum fjölskyldu um 75,5%, ökutækja 4,6%, bankainnistæða 11,2% og verðbréfa 7,6% og eru það sambærileg hlutföll og árið 2017.

Samanlagðar eignir fjölskyldna í hæstu tíund eigna námu 2.955 milljörðum króna, eða um 43% af heildareignum sem er lækkun um tæp 2% frá fyrra ári.
 

Hjón með börn og einstaklingar bættu við sig mestum skuldum

Skuldir námu 2.111 milljörðum króna í árslok 2018 og jukust um 7,6% frá fyrra ári. Til skulda teljast allar skuldir fjölskyldu eins og fasteignaskuldir vegna fasteignakaupa, ökutækjalán, námslán, yfirdráttarlán og kreditkortalán.

Skuldir hjóna með börn jukust um 8,2% og einstæðra foreldra um 7,2%. Skuldir hjóna án barna jukust um 6,3% og skuldir einstaklinga um 8,2%. Samanlagðar skuldir fjölskyldna í hæstu skuldatíund námu 834 milljörðum króna, eða um 39,5% heildarskulda.Athugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Mesta hækkun dagsins


Félag
Br.%
Fjöldi
Velta*
BRIM
3,27
21
451.148
EIM
3,11
16
126.639
SIMINN
1,32
11
407.136
VIS
1,23
2
17.490
SKEL
1,12
10
157.458

Mesta lækkun dagsins


Félag
Br.%
Fjöldi
Velta*
KVIKA
-1,47
11
135.730
ICESEA
-0,7
1
5.247
MAREL
-0,51
7
42.442
ICEAIR
-0,41
7
4.404
ORIGO
0
7
56.197
Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.