Formúla 1

Fellibylur gæti haft áhrif á kappakstur helgarinnar

Bragi Þórðarson skrifar
Síðast rigndi í japanska kappakstrinum árið 2014.
Síðast rigndi í japanska kappakstrinum árið 2014. Getty

Fellibylurinn Hagibis stefnir hratt að meginlandi Japan og gæti haft stór áhrif á Formúlu 1 keppni helgarinnar sem fram fer á Suzuka brautinni.

Að venju fer keppnin fram á sunnudegi og gæti vel farið svo að fellibylurinn verði að ganga yfir brautina því nú stefnir hann í norður.

Fellibylurinn stækkaði gríðarlega á mánudaginn og hafa vindhviður mælst á tæplega 300 kílómetra hraða. Þetta gæti einnig haft slæm áhrif á heimsmeistaramótið í Rugby sem einnig fer fram í Japan um þessar mundir.Athugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.