Formúla 1

Fellibylur gæti haft áhrif á kappakstur helgarinnar

Bragi Þórðarson skrifar
Síðast rigndi í japanska kappakstrinum árið 2014.
Síðast rigndi í japanska kappakstrinum árið 2014. Getty
Fellibylurinn Hagibis stefnir hratt að meginlandi Japan og gæti haft stór áhrif á Formúlu 1 keppni helgarinnar sem fram fer á Suzuka brautinni.Að venju fer keppnin fram á sunnudegi og gæti vel farið svo að fellibylurinn verði að ganga yfir brautina því nú stefnir hann í norður.Fellibylurinn stækkaði gríðarlega á mánudaginn og hafa vindhviður mælst á tæplega 300 kílómetra hraða. Þetta gæti einnig haft slæm áhrif á heimsmeistaramótið í Rugby sem einnig fer fram í Japan um þessar mundir.
Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.