Skaðlausar samsæriskenningar? Finnur Thorlacius Eiríksson skrifar 9. október 2019 09:30 Við búum í heimi sem er stór, flókinn og oft beinlínis óreiðukenndur. Það er ekki hlaupið að því að greiða úr óreiðunni en til þess höfum við fengið ómetanlega hjálp. Heilinn okkar býr yfir meðfæddum eiginleikum sem hjálpa okkur að setja hlutina í samhengi. Þessir eiginleikar hafa meðal annars gert okkur kleift að færast stöðugt í átt að aukinni þekkingu og lífsgæðum á nokkrum kynslóðum. En þessir eiginleikar eiga sér einnig myrka hlið. Við höfum nefnilega tilhneigingu til að finna samhengi þar sem ekkert raunverulegt samhengi er til staðar. Þaðan eru samsæriskenningar sprottnar. Með orðinu „samsæriskenning“ á ég við endurskoðun atburða eða athafna þar sem illum öflum er eignuð ábyrgð án þess að haldbær sönnunargögn liggi fyrir og einfaldari, líklegri skýringar eru hundsaðar. Oft fylgir samsæriskenningum gríðarlegt ofmat á getu hópa til að leggjast í stórtækar leynilegar aðgerðir. Margir sjá ekki ástæðu til að líta samsæriskenningar alvarlegum augum. Vissulega eru þær af ýmsum toga og fela í sér misalvarleg ósannindi. Megnið af mannkynssögunni voru þær aðallega hugmyndasmíð sérvitringa sem bjuggu hver í sínu horni. En með tilkomu Internetsins – einnar af merkustu uppfinningum mannsins – hafa samsæriskenningamenn úr öllum heimshlutum fundið skoðanabræður sína. Vefsíður sem eru öllum aðgengilegar hafa orðið að gróðrarstíu slíkra kenninga sem sumar hverjar hafa haft alvarlegar og jafnvel mannskæðar afleiðingar.Mannskæðar afleiðingar Fyrir rétt rúmu ári – þann 28. október 2018 – gekk vopnaður maður í samkunduhús Gyðinga í Pittsburgh og myrti þar 11 manns og særði 6 manns til viðbótar. Hann hafði um skeið gefið út yfirlýsingar sem endurspegla andgyðinglegar samsæriskenningar á vefsíðu sem hefur á örfáum árum dregið að sér fjölda öfgamanna. Fleiri hópar hafa orðið fyrir barðinu á öfgamönnum. Hálfu ári eftir árásina í Pittsburgh – þann 15. mars síðastliðinn – gekk vopnaður maður inn í tvær moskur í Christchurch á Nýja Sjálandi og myrti þar samtals 51 manns og særði fjölmarga til viðbótar. Tilefnið fyrir árásinni var trú hans á samsæriskenningu um að stefnt væri að útrýmingu „hvíta kynstofnsins“. Hægt væri að tína til fjölda svipaðra dæma. Það sem þessar árásir eiga sameiginlegt er að þær byrjuðu sem illa rökstuddar vangaveltur manna sem náðu sambandi hver við annan á óritskoðuðum vefsíðum. Þar voru þeir staddir í bergmálshelli (echo chamber) sem dró upp heimsmynd sem virtist svo raunveruleg að þeir fóru að lokum fram af brúninni og tóku fjölda mannslífa. En það eru ekki bara sláandi hryðjuverkaárásir sem þarf að hafa áhyggjur af. Sumar samsæriskenningar hafa haft lúmsk en engu að síður alvarleg áhrif. Til dæmis má nefna staðhæfingar um orsakasamhengi milli bólusetninga og einhverfu (upphaflega fölsuð niðurstaða í stakri rannsókn frá 1998) sem hafa þróast í hugmyndir um einhvers konar samsæri yfirvalda gegn almenningi, og valdið því að fjöldi mislingatilfella hefur stóraukist á Vesturlöndum. Í hinu stærra samhengi aðhyllast þeir sem eru á móti bólusetningum oft svipaða samsæriskenningu um lyfjafyrirtækin og hafa í ákveðnum tilvikum hafnað lífsnauðsynlegum lyfjum.Mörk tjáningarfrelsisins Það sem einkennir alla þá sem aðhyllast samsæriskenningar eru litlar sem engar kröfur til sönnunargagna. Yfirleitt eru lélegar heimildir látnar nægja, t.d. vafasöm myndskeið á Youtube, eða ógrynnin öll af óstaðfestum upplýsingum sem eru síðan notaðar til að „kaffæra“ hvern þann sem er ósammála. Þeir eiga það einnig til að líta á alla sem andmæla þeim sem leiksoppa óvinarins og hafa með því gefið sér leyfi til að hundsa allar athugasemdir þeirra. Þessi afstaða kemur í veg fyrir málefnalegar umræður og tryggir að viðkomandi sitji fastur í sínum þankagangi. Sér til varnar vísa samsæriskenningamenn gjarnan í tjáningarfrelsið, sem er vissulega mikilvæg undirstaða réttarríkisins. En þar er einmitt komið að kjarna málsins: Ákveðin tjáning, t.d. ærumeiðing og hatursorðræða, fellur ekki undir tjáningarfrelsið í lagalegum skilningi. Að því gefnu er vert að spyrja hvort opinber tjáning samsæriskenninga sem djöfulgera hópa fólks og stofna öðrum í hættu sé yfirhöfuð varin af tjáningarfrelsinu. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Finnur Thorlacius Eiríksson Mest lesið Ég er ekki hættuleg – ég er veik Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir Skoðun Að henda bókum í börn Hildur Ýr Ísberg Skoðun Tími til að endurhugsa hagvöxt! Dóra Guðrún Guðmundsdóttir,Soffia S. Sigurgeisdóttir,Elva Rakel Jónsdóttir Skoðun Ljósið – samtök úti í bæ Jens Garðar Helgason Skoðun Jafnréttisbærinn Hafnarfjörður – nema þegar þú ert þolandi Ingibjörg Gróa Gunnarsdóttir Skoðun Á hvaða vegferð er heilbrigðisráðherra? Kjartan Helgi Ólafsson Skoðun Lífsbjörg okkar er í veði Hanna Katrín Friðriksson Skoðun Þögnin í háskólanum Þórdís Hólm Filipsdóttir Skoðun Vita bændur ekki hvað bændum er fyrir bestu? Trausti Hjálmarsson Skoðun Um meint hlutleysi Kína í Úkraínustríðinu Erlingur Erlingsson Skoðun Skoðun Skoðun Við þurfum að tala um Heiðmörk Guðmundur Hörður Guðmundsson skrifar Skoðun Aðild Íslands að ESB: Vegvísir til velsældar? Gunnar Pálsson skrifar Skoðun Misnotkun á velferðarkerfinu: Áhyggjur vegna nýbúa og kerfisglufa Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Ávinningur fyrri ára í hættu Ingibjörg Isaksen skrifar Skoðun Gefum í – því unglingarnir okkar eiga það skilið skrifar Skoðun Það er munur á veðmálum og veðmálum Auður Inga Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Er hægt að bíða lengur? Björg Baldursdóttir skrifar Skoðun Tími til að fagna, minna á og hvetja áfram – 50 ár frá Kvennaverkfallinu Ólöf Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Jafnréttisbærinn Hafnarfjörður – nema þegar þú ert þolandi Ingibjörg Gróa Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Um meint hlutleysi Kína í Úkraínustríðinu Erlingur Erlingsson skrifar Skoðun Ljósið – samtök úti í bæ Jens Garðar Helgason skrifar Skoðun Af lokuðum búsetuúrræðum og sérlausnum í flugi Þorgerður M Þorbjarnardóttir,Halldór Reynisson skrifar Skoðun Á hvaða vegferð er heilbrigðisráðherra? Kjartan Helgi Ólafsson skrifar Skoðun VR-félagar, ykkar er valið! Halla Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Laufey og brúin milli kynslóðanna Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Árangur skólanna, hvað veist þú um hann? Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Ég er ekki hættuleg – ég er veik Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir skrifar Skoðun Kartöflurnar eru of dýrar til að kasta í veiðiþjófa Heiðrún Lind Marteinsdóttir skrifar Skoðun Þögnin í háskólanum Þórdís Hólm Filipsdóttir skrifar Skoðun Neyðarkall frá Gaza: Svona getur þú hjálpað skrifar Skoðun Tími til að endurhugsa hagvöxt! Dóra Guðrún Guðmundsdóttir,Soffia S. Sigurgeisdóttir,Elva Rakel Jónsdóttir skrifar Skoðun Hvíti stafur menningarinnar Sigþór U. Hallfreðsson skrifar Skoðun Hafnarfjörður er leiðandi í jafnréttismálum Valdimar Víðisson skrifar Skoðun Aðferðarfræði til að auka áfallaþol þjóða Böðvar Tómasson skrifar Skoðun Mótum framtíðina saman Magnús Þór Jónsson skrifar Skoðun Hvernig borgarfulltrúar verðmeta tímann þinn Ragnhildur Alda Vilhjálmsdóttir skrifar Skoðun Lífsbjörg okkar er í veði Hanna Katrín Friðriksson skrifar Skoðun Að henda bókum í börn Hildur Ýr Ísberg skrifar Skoðun Vita bændur ekki hvað bændum er fyrir bestu? Trausti Hjálmarsson skrifar Skoðun Ein stærð passar ekki fyrir öll Sigrún Birgisdóttir ,Þóra Leósdóttir skrifar Sjá meira
Við búum í heimi sem er stór, flókinn og oft beinlínis óreiðukenndur. Það er ekki hlaupið að því að greiða úr óreiðunni en til þess höfum við fengið ómetanlega hjálp. Heilinn okkar býr yfir meðfæddum eiginleikum sem hjálpa okkur að setja hlutina í samhengi. Þessir eiginleikar hafa meðal annars gert okkur kleift að færast stöðugt í átt að aukinni þekkingu og lífsgæðum á nokkrum kynslóðum. En þessir eiginleikar eiga sér einnig myrka hlið. Við höfum nefnilega tilhneigingu til að finna samhengi þar sem ekkert raunverulegt samhengi er til staðar. Þaðan eru samsæriskenningar sprottnar. Með orðinu „samsæriskenning“ á ég við endurskoðun atburða eða athafna þar sem illum öflum er eignuð ábyrgð án þess að haldbær sönnunargögn liggi fyrir og einfaldari, líklegri skýringar eru hundsaðar. Oft fylgir samsæriskenningum gríðarlegt ofmat á getu hópa til að leggjast í stórtækar leynilegar aðgerðir. Margir sjá ekki ástæðu til að líta samsæriskenningar alvarlegum augum. Vissulega eru þær af ýmsum toga og fela í sér misalvarleg ósannindi. Megnið af mannkynssögunni voru þær aðallega hugmyndasmíð sérvitringa sem bjuggu hver í sínu horni. En með tilkomu Internetsins – einnar af merkustu uppfinningum mannsins – hafa samsæriskenningamenn úr öllum heimshlutum fundið skoðanabræður sína. Vefsíður sem eru öllum aðgengilegar hafa orðið að gróðrarstíu slíkra kenninga sem sumar hverjar hafa haft alvarlegar og jafnvel mannskæðar afleiðingar.Mannskæðar afleiðingar Fyrir rétt rúmu ári – þann 28. október 2018 – gekk vopnaður maður í samkunduhús Gyðinga í Pittsburgh og myrti þar 11 manns og særði 6 manns til viðbótar. Hann hafði um skeið gefið út yfirlýsingar sem endurspegla andgyðinglegar samsæriskenningar á vefsíðu sem hefur á örfáum árum dregið að sér fjölda öfgamanna. Fleiri hópar hafa orðið fyrir barðinu á öfgamönnum. Hálfu ári eftir árásina í Pittsburgh – þann 15. mars síðastliðinn – gekk vopnaður maður inn í tvær moskur í Christchurch á Nýja Sjálandi og myrti þar samtals 51 manns og særði fjölmarga til viðbótar. Tilefnið fyrir árásinni var trú hans á samsæriskenningu um að stefnt væri að útrýmingu „hvíta kynstofnsins“. Hægt væri að tína til fjölda svipaðra dæma. Það sem þessar árásir eiga sameiginlegt er að þær byrjuðu sem illa rökstuddar vangaveltur manna sem náðu sambandi hver við annan á óritskoðuðum vefsíðum. Þar voru þeir staddir í bergmálshelli (echo chamber) sem dró upp heimsmynd sem virtist svo raunveruleg að þeir fóru að lokum fram af brúninni og tóku fjölda mannslífa. En það eru ekki bara sláandi hryðjuverkaárásir sem þarf að hafa áhyggjur af. Sumar samsæriskenningar hafa haft lúmsk en engu að síður alvarleg áhrif. Til dæmis má nefna staðhæfingar um orsakasamhengi milli bólusetninga og einhverfu (upphaflega fölsuð niðurstaða í stakri rannsókn frá 1998) sem hafa þróast í hugmyndir um einhvers konar samsæri yfirvalda gegn almenningi, og valdið því að fjöldi mislingatilfella hefur stóraukist á Vesturlöndum. Í hinu stærra samhengi aðhyllast þeir sem eru á móti bólusetningum oft svipaða samsæriskenningu um lyfjafyrirtækin og hafa í ákveðnum tilvikum hafnað lífsnauðsynlegum lyfjum.Mörk tjáningarfrelsisins Það sem einkennir alla þá sem aðhyllast samsæriskenningar eru litlar sem engar kröfur til sönnunargagna. Yfirleitt eru lélegar heimildir látnar nægja, t.d. vafasöm myndskeið á Youtube, eða ógrynnin öll af óstaðfestum upplýsingum sem eru síðan notaðar til að „kaffæra“ hvern þann sem er ósammála. Þeir eiga það einnig til að líta á alla sem andmæla þeim sem leiksoppa óvinarins og hafa með því gefið sér leyfi til að hundsa allar athugasemdir þeirra. Þessi afstaða kemur í veg fyrir málefnalegar umræður og tryggir að viðkomandi sitji fastur í sínum þankagangi. Sér til varnar vísa samsæriskenningamenn gjarnan í tjáningarfrelsið, sem er vissulega mikilvæg undirstaða réttarríkisins. En þar er einmitt komið að kjarna málsins: Ákveðin tjáning, t.d. ærumeiðing og hatursorðræða, fellur ekki undir tjáningarfrelsið í lagalegum skilningi. Að því gefnu er vert að spyrja hvort opinber tjáning samsæriskenninga sem djöfulgera hópa fólks og stofna öðrum í hættu sé yfirhöfuð varin af tjáningarfrelsinu.
Tími til að endurhugsa hagvöxt! Dóra Guðrún Guðmundsdóttir,Soffia S. Sigurgeisdóttir,Elva Rakel Jónsdóttir Skoðun
Skoðun Misnotkun á velferðarkerfinu: Áhyggjur vegna nýbúa og kerfisglufa Eggert Sigurbergsson skrifar
Skoðun Tími til að fagna, minna á og hvetja áfram – 50 ár frá Kvennaverkfallinu Ólöf Kristjánsdóttir skrifar
Skoðun Jafnréttisbærinn Hafnarfjörður – nema þegar þú ert þolandi Ingibjörg Gróa Gunnarsdóttir skrifar
Skoðun Af lokuðum búsetuúrræðum og sérlausnum í flugi Þorgerður M Þorbjarnardóttir,Halldór Reynisson skrifar
Skoðun Tími til að endurhugsa hagvöxt! Dóra Guðrún Guðmundsdóttir,Soffia S. Sigurgeisdóttir,Elva Rakel Jónsdóttir skrifar
Tími til að endurhugsa hagvöxt! Dóra Guðrún Guðmundsdóttir,Soffia S. Sigurgeisdóttir,Elva Rakel Jónsdóttir Skoðun