Þjóðaröryggi Davíð Stefánsson skrifar 30. september 2019 08:00 Það fór vel á því að Þjóðaröryggisráð skyldi standa fyrir opnum fundum í september um fjölþátta ógnir. Þær ógnir beinast gegn öryggi ríkisins og lýðræðislegri stjórnskipan sem byggir á virðingu fyrir mannréttindum, frelsi einstaklingsins, trúfrelsi og jafnrétti. Með markvissum aðgerðum er grafið undan tiltrú almennings á stjórnvöldum, stjórnskipan og lýðræðislegri framvindu. Þetta geta verið hernaðarlegar aðgerðir eða óhefðbundnar, til dæmis tölvu- og netárásir eða undirróðursherferðir. Á þetta var minnt í nýrri skýrslu Netrannsóknarstofnunar Oxford-háskóla sem dró upp dökka mynd af umfangi upplýsingafölsunar ríkisstjórna og stjórnmálasamtaka. Falsreikningar samfélagsmiðla og nettröll dreifa upplýsingum til að móta almenningsálit í sjötíu ríkjum. Alvarlegust voru þó skilaboð skýrslunnar um mjög virka starfsemi sjö stórra ríkja í skipulegri miðlun falsfrétta utan eigin landamæra í því skyni að grafa undan trausti og mikilvægum gildum lýðræðis og mannréttinda. Það er frumskylda hvers samfélags að tryggja öryggi borgaranna. Árið 2016 samþykkti Alþingi þjóðaröryggisstefnu mótatkvæðalaust. Þar var aðsteðjandi ógnunum raðað eftir mikilvægi í þrjá flokka. Umhverfisvá, náttúruhamfarir ásamt netógnum og skemmdarverkum á innviðum samfélagsins er talið ógna þjóðaröryggi mest. Á Íslandi er reynt að sporna við fjölþátta ógnum og stuðla að auknu netöryggi með ýmsum hætti. Unnið er að aukinni vitund almennings, fyrirtækja og stjórnvalda um hættur netglæpa. Áfallaþol stjórnsýslu er aukið með faglegri þekkingu og betri búnaði. Sérstakri netöryggissveit er ætlað að standa vörð um upplýsingainnviði gegn tölvuárásum. En netið er alþjóðlegt og kallar á samstarf ríkja og alþjóðlegra samtaka. Norðurlöndin hafa eflt samstarf sitt til varnar fjölþátta ógnum og netglæpum. Sama gildir um Evrópusambandið. Virk aðild Íslands að Atlantshafsbandalaginu hefur hér einnig þýðingu því bandalagið hefur lagt æ meiri áherslu á sameiginlegar varnir gegn fjölþátta ógnum. Að auki er bein samvinna við Bandaríkin þýðingarmikil. Í samkomulagi frá 2006 sem stjórnvöld gerðu við Bandaríkjastjórn er kveðið á um reglubundið samráð og samstarf, meðal annars á sviði netöryggis. Vægi fjölmiðla í baráttu gegn fjölþátta ógnum er mikið. Á það minnti Hjálmar Jónsson, formaður Blaðamannafélagsins, á fundi Þjóðaröryggisráðs. Það væri stór áskorun að standa vörð um opna upplýsta umræðu sem sé grundvöllur að lýðræðislegri stjórnskipan. Tæknin bjóði endalausa möguleika á dreifingu upplýsinga, kortlagningu hugsana, tilfinninga og væntinga. Slíkt geti leitt til vantrausts og sundrungar sem aftur leiði til öfgahyggju og lýðhygli. En hluti af lausninnni er sterkara starfsumhverfi hefðbundinna fjölmiðla. Frjálsir fjölmiðlar þurfa að tryggja gæði upplýsinga til almennings og efla hið lýðræðislega samtal. Veiking þeirra á síðustu árum hefur veikt varnir okkar gegn fjölþátta ógnum. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Birtist í Fréttablaðinu Davíð Stefánsson Netöryggi Varnarmál Mest lesið Djöfulsins, helvítis, andskotans pakk Vilhjálmur H. Vilhjálmsson Skoðun Jöfn tækifæri fyrir börn í borginni Stein Olav Romslo Skoðun Að klifra upp í tunnurnar var bara byrjunin Anahita Sahar Babaei Skoðun Tómstundafræðingar gegn varðhaldsbúðum Andrea Rói Sigurbjörns,Ása Kristín Einarsdóttir,Elí Hörpu- og Önundarbur,Maríanna Wathne Kristjánsdóttir,Valgeir Þór Jakobsson,Þórhildur Elínardóttir Magnúsdóttir Skoðun Eingreiðsla til öryrkja í desember bundin við lögheimili á Íslandi Jón Frímann Jónsson Skoðun Kosningin í stjórn RÚV á morgun mun aldrei gleymast Björn B. Björnsson Skoðun Passaðu púlsinn í desember Sigrún Þóra Sveinsdóttir Skoðun Mannréttindi í mótvindi Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir Skoðun Stöndum vörð um mannréttindi Margrét María Sigurðardóttir Skoðun „Enginn öruggur staður á netinu“ Unnur Ágústsdóttir,Halldóra R. Guðmundsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Vanhugsuð kílómetragjöld og vantalin skattahækkun á árinu 2026 Vilhjálmur Hilmarsson skrifar Skoðun Að læra nýtt tungumál er maraþon, ekki spretthlaup Ólafur G. Skúlason skrifar Skoðun Mannréttindi í mótvindi Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Passaðu púlsinn í desember Sigrún Þóra Sveinsdóttir skrifar Skoðun Að klifra upp í tunnurnar var bara byrjunin Anahita Sahar Babaei skrifar Skoðun Jöfn tækifæri fyrir börn í borginni Stein Olav Romslo skrifar Skoðun Stöndum vörð um mannréttindi Margrét María Sigurðardóttir skrifar Skoðun Reynsla úr heimi endurhæfingar nýtist víðar Svana Helen Björnsdóttir skrifar Skoðun Tómstundafræðingar gegn varðhaldsbúðum Andrea Rói Sigurbjörns,Ása Kristín Einarsdóttir,Elí Hörpu- og Önundarbur,Maríanna Wathne Kristjánsdóttir,Valgeir Þór Jakobsson,Þórhildur Elínardóttir Magnúsdóttir skrifar Skoðun „Enginn öruggur staður á netinu“ Unnur Ágústsdóttir,Halldóra R. Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Djöfulsins, helvítis, andskotans pakk Vilhjálmur H. Vilhjálmsson skrifar Skoðun Er þín fasteign útsett fyrir loftslagsbreytingum og náttúruvá? Kristján Andrésson skrifar Skoðun Kosningin í stjórn RÚV á morgun mun aldrei gleymast Björn B. Björnsson skrifar Skoðun Um lifandi tónlist í leikhúsi Þórdís Gerður Jónsdóttir skrifar Skoðun Mikilvæg innspýting fyrir þekkingarsamfélagið Logi Einarsson skrifar Skoðun Hafa þjófar meiri rétt? Hilmar Freyr Gunnarsson skrifar Skoðun Hafnarfjarðarbær: þjónustustofnun eða valdakerfi? Óskar Steinn Ómarsson skrifar Skoðun Breytt forgangsröðun jarðganga Eyjólfur Ármannsson skrifar Skoðun Gerendur fá frípassa í ofbeldismálum Guðný S. Bjarnadóttir skrifar Skoðun Ferðasjóður íþróttafélaga hækkaður um 100 milljónir Hannes S. Jónsson skrifar Skoðun Alvöru árangur áfram og ekkert stopp Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar Skoðun Göfug orkuskipti í orði - öfug orkuskipti í verki Þrándur Sigurjón Ólafsson skrifar Skoðun Hver á að kenna börnunum í Kópavogi í framtíðinni? Eydís Inga Valsdóttir skrifar Skoðun Konur sem þögðu, kynslóð sem aldrei fékk sviðið Sigríður Svanborgardóttir skrifar Skoðun Skinka og sígarettur Rósa Líf Darradóttir skrifar Skoðun Skamm! (-sýni) Kristján Fr. Friðbertsson skrifar Skoðun Fatlað fólk er miklu meira en tölur í excel skjali Ágústa Arna Sigurdórsdóttir skrifar Skoðun Hvað er að marka ríkisstjórn sem segir eitt en gerir annað? Jóhannes Þór Skúlason skrifar Skoðun Þegar fjárlögin vinna gegn markmiðinu Sigurður Ingi Jóhannsson skrifar Skoðun Ríkisstjórnin svíkur öryrkja sem eru búsettir erlendis Jón Frímann Jónsson skrifar Sjá meira
Það fór vel á því að Þjóðaröryggisráð skyldi standa fyrir opnum fundum í september um fjölþátta ógnir. Þær ógnir beinast gegn öryggi ríkisins og lýðræðislegri stjórnskipan sem byggir á virðingu fyrir mannréttindum, frelsi einstaklingsins, trúfrelsi og jafnrétti. Með markvissum aðgerðum er grafið undan tiltrú almennings á stjórnvöldum, stjórnskipan og lýðræðislegri framvindu. Þetta geta verið hernaðarlegar aðgerðir eða óhefðbundnar, til dæmis tölvu- og netárásir eða undirróðursherferðir. Á þetta var minnt í nýrri skýrslu Netrannsóknarstofnunar Oxford-háskóla sem dró upp dökka mynd af umfangi upplýsingafölsunar ríkisstjórna og stjórnmálasamtaka. Falsreikningar samfélagsmiðla og nettröll dreifa upplýsingum til að móta almenningsálit í sjötíu ríkjum. Alvarlegust voru þó skilaboð skýrslunnar um mjög virka starfsemi sjö stórra ríkja í skipulegri miðlun falsfrétta utan eigin landamæra í því skyni að grafa undan trausti og mikilvægum gildum lýðræðis og mannréttinda. Það er frumskylda hvers samfélags að tryggja öryggi borgaranna. Árið 2016 samþykkti Alþingi þjóðaröryggisstefnu mótatkvæðalaust. Þar var aðsteðjandi ógnunum raðað eftir mikilvægi í þrjá flokka. Umhverfisvá, náttúruhamfarir ásamt netógnum og skemmdarverkum á innviðum samfélagsins er talið ógna þjóðaröryggi mest. Á Íslandi er reynt að sporna við fjölþátta ógnum og stuðla að auknu netöryggi með ýmsum hætti. Unnið er að aukinni vitund almennings, fyrirtækja og stjórnvalda um hættur netglæpa. Áfallaþol stjórnsýslu er aukið með faglegri þekkingu og betri búnaði. Sérstakri netöryggissveit er ætlað að standa vörð um upplýsingainnviði gegn tölvuárásum. En netið er alþjóðlegt og kallar á samstarf ríkja og alþjóðlegra samtaka. Norðurlöndin hafa eflt samstarf sitt til varnar fjölþátta ógnum og netglæpum. Sama gildir um Evrópusambandið. Virk aðild Íslands að Atlantshafsbandalaginu hefur hér einnig þýðingu því bandalagið hefur lagt æ meiri áherslu á sameiginlegar varnir gegn fjölþátta ógnum. Að auki er bein samvinna við Bandaríkin þýðingarmikil. Í samkomulagi frá 2006 sem stjórnvöld gerðu við Bandaríkjastjórn er kveðið á um reglubundið samráð og samstarf, meðal annars á sviði netöryggis. Vægi fjölmiðla í baráttu gegn fjölþátta ógnum er mikið. Á það minnti Hjálmar Jónsson, formaður Blaðamannafélagsins, á fundi Þjóðaröryggisráðs. Það væri stór áskorun að standa vörð um opna upplýsta umræðu sem sé grundvöllur að lýðræðislegri stjórnskipan. Tæknin bjóði endalausa möguleika á dreifingu upplýsinga, kortlagningu hugsana, tilfinninga og væntinga. Slíkt geti leitt til vantrausts og sundrungar sem aftur leiði til öfgahyggju og lýðhygli. En hluti af lausninnni er sterkara starfsumhverfi hefðbundinna fjölmiðla. Frjálsir fjölmiðlar þurfa að tryggja gæði upplýsinga til almennings og efla hið lýðræðislega samtal. Veiking þeirra á síðustu árum hefur veikt varnir okkar gegn fjölþátta ógnum.
Tómstundafræðingar gegn varðhaldsbúðum Andrea Rói Sigurbjörns,Ása Kristín Einarsdóttir,Elí Hörpu- og Önundarbur,Maríanna Wathne Kristjánsdóttir,Valgeir Þór Jakobsson,Þórhildur Elínardóttir Magnúsdóttir Skoðun
Skoðun Vanhugsuð kílómetragjöld og vantalin skattahækkun á árinu 2026 Vilhjálmur Hilmarsson skrifar
Skoðun Tómstundafræðingar gegn varðhaldsbúðum Andrea Rói Sigurbjörns,Ása Kristín Einarsdóttir,Elí Hörpu- og Önundarbur,Maríanna Wathne Kristjánsdóttir,Valgeir Þór Jakobsson,Þórhildur Elínardóttir Magnúsdóttir skrifar
Tómstundafræðingar gegn varðhaldsbúðum Andrea Rói Sigurbjörns,Ása Kristín Einarsdóttir,Elí Hörpu- og Önundarbur,Maríanna Wathne Kristjánsdóttir,Valgeir Þór Jakobsson,Þórhildur Elínardóttir Magnúsdóttir Skoðun