Gasblaður Arnar Tómas Valgeirsson skrifar 30. september 2019 07:00 Fyrir skömmu körpuðu borgarfulltrúar um bann á gasblöðrum, eins og þýska söngkonan Nena hafi ekki átt nógu erfitt. Rökin fyrir hugmyndinni eru að í dag sé skortur á helíum í heiminum, en í vísindasamfélaginu er gastegundin meðal annars notuð í geimvísindum og heilbrigðisgeiranum. Sú notkun hlýtur að þykja öllu mikilvægari í breiðara samhenginu en stundargleði óvita í sykursjokki á þjóðhátíðardegi Íslands sem núllast gjarnan út þegar blaðran fýkur á braut. Þess vegna var erfitt að husga sér að nokkur myndi stilla sér upp gegn þessu banni. Það gerðist nú samt og mótrökin voru hvimleið. Að stærri vandamál steðji að heiminum í dag, hægt sé að beita sér betur í flokkun og endurvinnslu, aðgengi að rusli geti verið bætt og að hægt sé að skipuleggja SORPU betur. Það má lengi bæta við þennan lista enda er enginn skortur á stórum vandamálum í heiminum í dag. Við gætum til að mynda byrjað á að komast að því af hverju slæmir hlutir gerast fyrir gott fólk áður en við förum að banna gasblöðrur. Þessi gamla tugga er gömul og ný tugga því þótt vissulega séu stærri vandamál í heiminum þá koma þau ekki í veg fyrir að unnið sé að smærri vandamálum líka. Lítil vandamál eru oft auðveld viðureignar, í þessu tilfelli einfalt bann á skemmtilegum óþarfa. Stór vandamál eiga það til að vera erfið viðureignar, og það þarf ekki að setja allt annað á hakann þar til þau eru leyst. Ef verkefni væru leyst í röð frá því stærsta að því smæsta þá kæmist ekkert í verk. Það er alveg hægt að bursta tennurnar þótt maður sé fótbrotinn. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Arnar Tómas Valgeirsson Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Ríkissjóður snuðaður um stórar fjárhæðir Sigurjón Þórðarson Skoðun Er verið að blekkja almenning og sjómenn? Einar Hannes Harðarson Skoðun Við viljum nafn Jón Kaldal Skoðun Lágkúrulegur hversdagsleiki illskunnar Guðný Gústafsdóttir Skoðun Stóra skekkjan í 13 ára aldurstakmarki samfélagsmiðla Skúli Bragi Geirdal Skoðun Skilningsleysi á skaðsemi verðtryggingar Guðmundur Ásgeirsson Skoðun Áfengi og íþróttir eiga enga samleið – áskorun til þingfulltrúa UMFÍ Árni Guðmundsson Skoðun Aðskilnaðurinn hlær Þórdís Hólm Filipsdóttir Skoðun Enn ríkir áhugaleysi um afdrif fósturbarna Guðlaugur Kristmundsson,Sigurgeir B. Þórisson Skoðun Fögur fyrirheit sem urðu að engu Sigurður Eyjólfur Sigurjónsson Skoðun Skoðun Skoðun Forðumst að sérhagsmunir geti keypt sig til áhrifa í stjórnmálum Arna Lára Jónsdóttir skrifar Skoðun Bætt dagsbirta í Svansvottuðum byggingum Bergþóra Góa Kvaran skrifar Skoðun Skólamáltíðir í Hafnarfirði. Af hverju bauð enginn í verkið? Davíð Arnar Stefánsson skrifar Skoðun Nikótín, konur og krabbamein – gamlar hættur í nýjum búningi Jóhanna Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Frelsi fylgir ábyrgð Eiríkur Björn Björgvinsson skrifar Skoðun Skilningsleysi á skaðsemi verðtryggingar Guðmundur Ásgeirsson skrifar Skoðun Menntakerfi í fremstu röð Guðmundur Ari Sigurjónsson skrifar Skoðun Enn ríkir áhugaleysi um afdrif fósturbarna Guðlaugur Kristmundsson,Sigurgeir B. Þórisson skrifar Skoðun Við viljum nafn Jón Kaldal skrifar Skoðun Stóra skekkjan í 13 ára aldurstakmarki samfélagsmiðla Skúli Bragi Geirdal skrifar Skoðun Er verið að blekkja almenning og sjómenn? Einar Hannes Harðarson skrifar Skoðun Væntingar á villigötum Hjálmtýr Heiðdal skrifar Skoðun Aðskilnaðurinn hlær Þórdís Hólm Filipsdóttir skrifar Skoðun Lágkúrulegur hversdagsleiki illskunnar Guðný Gústafsdóttir skrifar Skoðun Glerþakið brotið á alþjóðlega sjónverndardaginn Sigþór U. Hallfreðsson skrifar Skoðun Fögur fyrirheit sem urðu að engu Sigurður Eyjólfur Sigurjónsson skrifar Skoðun Ríkissjóður snuðaður um stórar fjárhæðir Sigurjón Þórðarson skrifar Skoðun Áfengi og íþróttir eiga enga samleið – áskorun til þingfulltrúa UMFÍ Árni Guðmundsson skrifar Skoðun Lífsskoðunarfélagið Farsæld tekur upp slitinn þráð siðmenntunar Svanur Sigurbjörnsson skrifar Skoðun Ruben Amorim og sveigjanleiki – hugleiðingar sálfræðings Andri Hrafn Sigurðsson skrifar Skoðun Framtíðarsýn í samgöngumálum er mosavaxin Sigurður Páll Jónsson skrifar Skoðun Fimmta iðnbyltingin krefst svara – strax Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Hefur þú skoðanir? Jóhannes Óli Sveinsson skrifar Skoðun Er hurð bara hurð? Sölvi Breiðfjörð skrifar Skoðun Reykjavíkurmódel á kvennaári Sóley Tómasdóttir skrifar Skoðun Ekki er allt sem sýnist Valerio Gargiulo skrifar Skoðun Sýndu þér umhyggju – Komdu í skimun Ágúst Ingi Ágústsson skrifar Skoðun Eru Bændasamtökin á móti valdeflingu bænda? Ólafur Stephensen skrifar Skoðun Er lægsta verðið alltaf hagstæðast? Karen Ósk Nielsen Björnsdóttir skrifar Skoðun Landbúnaðarrúnk Hlédís Sveinsdóttir skrifar Sjá meira
Fyrir skömmu körpuðu borgarfulltrúar um bann á gasblöðrum, eins og þýska söngkonan Nena hafi ekki átt nógu erfitt. Rökin fyrir hugmyndinni eru að í dag sé skortur á helíum í heiminum, en í vísindasamfélaginu er gastegundin meðal annars notuð í geimvísindum og heilbrigðisgeiranum. Sú notkun hlýtur að þykja öllu mikilvægari í breiðara samhenginu en stundargleði óvita í sykursjokki á þjóðhátíðardegi Íslands sem núllast gjarnan út þegar blaðran fýkur á braut. Þess vegna var erfitt að husga sér að nokkur myndi stilla sér upp gegn þessu banni. Það gerðist nú samt og mótrökin voru hvimleið. Að stærri vandamál steðji að heiminum í dag, hægt sé að beita sér betur í flokkun og endurvinnslu, aðgengi að rusli geti verið bætt og að hægt sé að skipuleggja SORPU betur. Það má lengi bæta við þennan lista enda er enginn skortur á stórum vandamálum í heiminum í dag. Við gætum til að mynda byrjað á að komast að því af hverju slæmir hlutir gerast fyrir gott fólk áður en við förum að banna gasblöðrur. Þessi gamla tugga er gömul og ný tugga því þótt vissulega séu stærri vandamál í heiminum þá koma þau ekki í veg fyrir að unnið sé að smærri vandamálum líka. Lítil vandamál eru oft auðveld viðureignar, í þessu tilfelli einfalt bann á skemmtilegum óþarfa. Stór vandamál eiga það til að vera erfið viðureignar, og það þarf ekki að setja allt annað á hakann þar til þau eru leyst. Ef verkefni væru leyst í röð frá því stærsta að því smæsta þá kæmist ekkert í verk. Það er alveg hægt að bursta tennurnar þótt maður sé fótbrotinn.
Skoðun Forðumst að sérhagsmunir geti keypt sig til áhrifa í stjórnmálum Arna Lára Jónsdóttir skrifar
Skoðun Nikótín, konur og krabbamein – gamlar hættur í nýjum búningi Jóhanna Kristjánsdóttir skrifar
Skoðun Enn ríkir áhugaleysi um afdrif fósturbarna Guðlaugur Kristmundsson,Sigurgeir B. Þórisson skrifar
Skoðun Áfengi og íþróttir eiga enga samleið – áskorun til þingfulltrúa UMFÍ Árni Guðmundsson skrifar
Skoðun Lífsskoðunarfélagið Farsæld tekur upp slitinn þráð siðmenntunar Svanur Sigurbjörnsson skrifar