Líf á öðrum hnöttum Guðmundur Steingrímsson skrifar 23. september 2019 07:00 Um daginn rataði frétt úr heimi geimvísindanna á síður allra helstu netmiðla og í hádegisfréttir. Hún lét kannski lítið yfir sér en var æði stór þegar maður spáði í það. Líklegt var talið, að á tiltekinni plánetu í fjarlægu sólkerfi væri einhvers konar líf. Að minnsta kosti var talið að þar væru lífvænleg skilyrði. Lengi hefur vangaveltan um líf annars staðar verið á meðal þeirra stærstu sem mannkynið hefur glímt við. Þarna var sem sagt sögð frétt sem markaði viss tímamót í þeirri viðureign. Ein frétt á meðal annarra frétta. Ég hugsaði: Svona gerist þetta. Svona verður fréttin sögð þegar líf loksins finnst á öðrum hnöttum. Maður er að keyra einhvers staðar og Broddi Broddason segir í fréttum það vera helst að bandaríska geimferðastofnunin hafi í gær fundið vitsmunalíf á annarri plánetu. Verurnar séu grænar og með stór augu og ílangan haus. Þær séu búnar að hlusta á tónlistina sem við sendum þeim út í geiminn fyrir einhverjum árum og þakki kærlega fyrir sig. Fólk segir almennt „ja, hérna“ og „svei mér þá“. Svo kemur næsta frétt um afla línubáta það sem af er vetri. Og svo að íþróttum.Svæði 51 Spurningin um líf á öðrum á hnöttum er jú á meðal þeirra stærstu, rétt er það. Þó verð ég að viðurkenna að mér finnst eins og þessi spurning hafi aðeins lækkað í sessi með árunum. Hún hefur misst mikilvægi sitt. Á föstudaginn átti sér stað viðburður í Bandaríkjunum sem hafði áður verið blásinn mjög upp á samfélagsmiðlum. Grallaraspói þar vestra hafði boðað að þennan dag skyldi æstur múgur brjótast inn í hið dularfulla afgirta hersvæði númer 51 í Nevada (Area 51). Lengi hafa kenningar verið uppi um að innan þessara girðinga geymi bandaríski herinn geimverur. Þarna sé til dæmis ET til húsa og fái ekki að hringja heim til sín. Yfir tvær milljónir manna boðuðu komu sína. Allt stefndi í að þörf fólks til að vita fyrir víst að líf sé á öðrum hnöttum myndi ná vissum hápunkti. Málið yrði jafnvel leyst í eitt skipti fyrir öll. Það er skemmst frá því að segja að örfáir mættu þegar á hólminn var komið. Af fréttum að dæma virðist viðburðurinn hafa verið tíðindalítill. Einn var handtekinn fyrir að pissa. Annar keyrði óvart á kú og varð miður sín. Lífið hér Það er þetta sem ég segi. Spurningin hefur ekki sama sess lengur. Í mínum huga lítur dæmið þannig út, að mér finnst afskaplega líklegt — eiginlega borðleggjandi — að á einhverjum þessara þúsunda milljarða stjarna í alheiminum sé einhvers konar líf. Annað væri fáránlegt. Fréttin sem Broddi myndi lesa í hádegisfréttum myndi því ekki koma mér það mikið á óvart, þótt vissulega fæli hún í sér tímamót. Ég held að ástæðan fyrir því að vægi spurningarinnar um líf á öðrum hnöttum hafi minnkað sé þó ekki endilega sú að málið þyki ekki nógu merkilegt lengur, heldur er ástæðan mun fremur fólgin í því, að sú tilfinningin er fjarska útbreidd að lífið á þessum hnetti sé nógu erfitt og mikil ráðgáta fyrir. Af þessum sökum er það táknrænt að á föstudaginn skyldi maður í leit að geimverum enda með að keyra á kú. Lífið á þessum hnetti varð honum fyrirstaða. Sjáiði til. Hver þarf geimverur þegar maður hefur Donald Trump? Er ekki nógu erfitt að skilja landsbyggðarfólk í miðríkjum Bandaríkjanna og þeirra hugsanakerfi? Er það að Boris Johnson sé forsætisráðherra í Bretlandi ekki fyllilega sambærilegt við það að geimvera væri það? Og hingað heim: Þegar maður heldur að maður sé nokkurn veginn búinn að átta sig á sínu nærumhverfi, dúkkar þá ekki ríkislögmaður í Guðmundar- og Geirfinnsmálinu upp kollinum með illskiljanlega greinargerð þar sem öllum kröfum um bætur vegna gríðarlegs óréttlætis sem saklaust fólk hefur mátt þola af hálfu ríkisins er hafnað. Það er engu líkara en greinargerðin og embættið komi frá öðrum hnetti þar sem allt aðrir hlutir hafa gerst. Hugar annarra Sífellt skal maður minntur á það í stóru sem smáu að aðrir heimar eru allt í kringum mann. Í hugum annarra og hegðun þeirra birtast ráðgáturnar ljóslifandi. Þótt mannkynið hafi líklega aldrei verið jafntengt og aldrei jafnauðvelt að sameina gríðarlegan fjölda fyrir framan tölvur og sjónvarpstæki, þá er hitt líka afskaplega áberandi sem einkenni á okkar samtíma, að út um allt er fólk í sínum búbblum og hólfum, aðskilið frá öðrum. Heilu þjóðfélögin skiptast í hópa sem geta með engu móti talast við. Gréta Thunberg sér enga ástæðu til að tala við Trump. Hann býr í öðrum veruleika en hún, án talsambands. Niðurstaðan? Jú, líf á öðrum hnöttum má bíða aðeins. Það er nóg af geimverum hér. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Birtist í Fréttablaðinu Guðmundur Steingrímsson Mest lesið Mamma fékk fjórar milljónir fyrir að eignast þig í apríl Guðfinna Kristín Björnsdóttir Skoðun Tímaskekkja í velferðarríki Stefán Þorri Helgason Skoðun Þegar Steve Jobs græddi milljarða á Toy Story Björn Berg Gunnarsson Fastir pennar Þreytta þjóðarsjálfið Starri Reynisson Skoðun Umferðarslys eða umhverfisslys Baldur Sigurðsson Skoðun Þegar Inga Sæland sendir reikninginn á næsta borð Einar Þorsteinsson Skoðun Síðan hvenær var bannað að hafa gaman? Hópur stjórnarmanna í Uppreisn Skoðun Milljarðarnir óteljandi og bókun 35 Haraldur Ólafsson Skoðun Vextir eins og í útlöndum? Björn Berg Gunnarsson Skoðun Kynjuð vísindi, leikskólaráð á villigötum, klámsýki, svipmyndir frá Norður-Kóreu Fastir pennar Skoðun Skoðun Frá friði til vígvæðingar: Höfnum nýrri varnar- og öryggisstefnu utanríkisráðherra Steinunn Þóra Árnadóttir,Einar Ólafsson skrifar Skoðun Þungaflutningar og vegakerfið okkar Haraldur Þór Jónsson skrifar Skoðun Stærsta öryggismál barna í dag eru samskipti, mörk og viðbrögð við grun um ofbeldi Arnrún María Magnúsdóttir skrifar Skoðun Stöðvum ólöglegan flutning barna Þorbjörg S. Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Þegar Inga Sæland sendir reikninginn á næsta borð Einar Þorsteinsson skrifar Skoðun Erlendar rætur: Hornsteinn framfara, ekki ógn Nichole Leigh Mosty skrifar Skoðun Virðingarleysið meiðir Sigurbjörg Ottesen skrifar Skoðun Kjarninn og hismið Magnús Magnússon skrifar Skoðun „Hættu að kenna innflytjendum um að tala ekki íslensku. Við erum ekki vandamálið“ Ian McDonald skrifar Skoðun Brjálæðingar taka völdin Elín Ebba Ásmundsdóttir skrifar Skoðun Ég og Dagur barnsins HRÓPUM á úrlausnir … Hvað með þig? Ólafur Grétar Gunnarsson skrifar Skoðun 16 daga átak gegn kynbundnu ofbeldi Guðbjörg S. Bergsdóttir,Rannveig Þórisdóttir skrifar Skoðun Ætti Sundabraut að koma við í Viðey? Ólafur William Hand skrifar Skoðun Ekki klikka! Því það er enginn eins og Julian Íris Björk Hreinsdóttir skrifar Skoðun Þess vegna er vond hugmynd hjá Reykjavíkurborg að tekjutengja leikskólagjöld Halla Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Mamma fékk fjórar milljónir fyrir að eignast þig í apríl Guðfinna Kristín Björnsdóttir skrifar Skoðun 34 milljónir fyrir póstnúmerið Elliði Vignisson skrifar Skoðun Spyrnum við fótum – eflum innlenda fjölmiðla, líka RÚV Kristján Ra. Kristjánsson skrifar Skoðun Staðreyndir um fasteignagjöld í Reykjanesbæ Guðný Birna Guðmundsdóttir,Sverrir Bergmann Magnússon,Sigurrós Antonsdóttir,Halldóra Fríða Þorvaldsdóttir,Bjarni Páll Tryggvason,Díana Hilmarsdóttir,Helga María Finnbjörnsdóttir skrifar Skoðun Þegar rykið sest: Verndartollar ESB og áhrifin á EES Hallgrímur Oddsson skrifar Skoðun Stormur í vatnsglasi eða kaldhæðni örlaganna? Arnar Sigurðsson skrifar Skoðun Síðan hvenær var bannað að hafa gaman? Hópur stjórnarmanna í Uppreisn skrifar Skoðun Ísland slítur sig frá þriggja áratuga norrænu menntasamstarfi Hópur fyrrverandi UWC-nema skrifar Skoðun Frá skjá til skaða - ráð til foreldra um stafrænt ofbeldi Stella Samúelsdóttir skrifar Skoðun Barnaskattur Vilhjálms Árnasonar Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Hertar og skýrari reglur í hælisleitendamálum Sigurður Helgi Pálmason skrifar Skoðun Skelin Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Ójöfn atkvæði eða heimastjórn! Sigurður Hjartarson skrifar Skoðun Sirkus Daða Smart Jens Garðar Helgason skrifar Skoðun Bændur fá ekki orðið Jóhanna María Sigmundsdóttir skrifar Sjá meira
Um daginn rataði frétt úr heimi geimvísindanna á síður allra helstu netmiðla og í hádegisfréttir. Hún lét kannski lítið yfir sér en var æði stór þegar maður spáði í það. Líklegt var talið, að á tiltekinni plánetu í fjarlægu sólkerfi væri einhvers konar líf. Að minnsta kosti var talið að þar væru lífvænleg skilyrði. Lengi hefur vangaveltan um líf annars staðar verið á meðal þeirra stærstu sem mannkynið hefur glímt við. Þarna var sem sagt sögð frétt sem markaði viss tímamót í þeirri viðureign. Ein frétt á meðal annarra frétta. Ég hugsaði: Svona gerist þetta. Svona verður fréttin sögð þegar líf loksins finnst á öðrum hnöttum. Maður er að keyra einhvers staðar og Broddi Broddason segir í fréttum það vera helst að bandaríska geimferðastofnunin hafi í gær fundið vitsmunalíf á annarri plánetu. Verurnar séu grænar og með stór augu og ílangan haus. Þær séu búnar að hlusta á tónlistina sem við sendum þeim út í geiminn fyrir einhverjum árum og þakki kærlega fyrir sig. Fólk segir almennt „ja, hérna“ og „svei mér þá“. Svo kemur næsta frétt um afla línubáta það sem af er vetri. Og svo að íþróttum.Svæði 51 Spurningin um líf á öðrum á hnöttum er jú á meðal þeirra stærstu, rétt er það. Þó verð ég að viðurkenna að mér finnst eins og þessi spurning hafi aðeins lækkað í sessi með árunum. Hún hefur misst mikilvægi sitt. Á föstudaginn átti sér stað viðburður í Bandaríkjunum sem hafði áður verið blásinn mjög upp á samfélagsmiðlum. Grallaraspói þar vestra hafði boðað að þennan dag skyldi æstur múgur brjótast inn í hið dularfulla afgirta hersvæði númer 51 í Nevada (Area 51). Lengi hafa kenningar verið uppi um að innan þessara girðinga geymi bandaríski herinn geimverur. Þarna sé til dæmis ET til húsa og fái ekki að hringja heim til sín. Yfir tvær milljónir manna boðuðu komu sína. Allt stefndi í að þörf fólks til að vita fyrir víst að líf sé á öðrum hnöttum myndi ná vissum hápunkti. Málið yrði jafnvel leyst í eitt skipti fyrir öll. Það er skemmst frá því að segja að örfáir mættu þegar á hólminn var komið. Af fréttum að dæma virðist viðburðurinn hafa verið tíðindalítill. Einn var handtekinn fyrir að pissa. Annar keyrði óvart á kú og varð miður sín. Lífið hér Það er þetta sem ég segi. Spurningin hefur ekki sama sess lengur. Í mínum huga lítur dæmið þannig út, að mér finnst afskaplega líklegt — eiginlega borðleggjandi — að á einhverjum þessara þúsunda milljarða stjarna í alheiminum sé einhvers konar líf. Annað væri fáránlegt. Fréttin sem Broddi myndi lesa í hádegisfréttum myndi því ekki koma mér það mikið á óvart, þótt vissulega fæli hún í sér tímamót. Ég held að ástæðan fyrir því að vægi spurningarinnar um líf á öðrum hnöttum hafi minnkað sé þó ekki endilega sú að málið þyki ekki nógu merkilegt lengur, heldur er ástæðan mun fremur fólgin í því, að sú tilfinningin er fjarska útbreidd að lífið á þessum hnetti sé nógu erfitt og mikil ráðgáta fyrir. Af þessum sökum er það táknrænt að á föstudaginn skyldi maður í leit að geimverum enda með að keyra á kú. Lífið á þessum hnetti varð honum fyrirstaða. Sjáiði til. Hver þarf geimverur þegar maður hefur Donald Trump? Er ekki nógu erfitt að skilja landsbyggðarfólk í miðríkjum Bandaríkjanna og þeirra hugsanakerfi? Er það að Boris Johnson sé forsætisráðherra í Bretlandi ekki fyllilega sambærilegt við það að geimvera væri það? Og hingað heim: Þegar maður heldur að maður sé nokkurn veginn búinn að átta sig á sínu nærumhverfi, dúkkar þá ekki ríkislögmaður í Guðmundar- og Geirfinnsmálinu upp kollinum með illskiljanlega greinargerð þar sem öllum kröfum um bætur vegna gríðarlegs óréttlætis sem saklaust fólk hefur mátt þola af hálfu ríkisins er hafnað. Það er engu líkara en greinargerðin og embættið komi frá öðrum hnetti þar sem allt aðrir hlutir hafa gerst. Hugar annarra Sífellt skal maður minntur á það í stóru sem smáu að aðrir heimar eru allt í kringum mann. Í hugum annarra og hegðun þeirra birtast ráðgáturnar ljóslifandi. Þótt mannkynið hafi líklega aldrei verið jafntengt og aldrei jafnauðvelt að sameina gríðarlegan fjölda fyrir framan tölvur og sjónvarpstæki, þá er hitt líka afskaplega áberandi sem einkenni á okkar samtíma, að út um allt er fólk í sínum búbblum og hólfum, aðskilið frá öðrum. Heilu þjóðfélögin skiptast í hópa sem geta með engu móti talast við. Gréta Thunberg sér enga ástæðu til að tala við Trump. Hann býr í öðrum veruleika en hún, án talsambands. Niðurstaðan? Jú, líf á öðrum hnöttum má bíða aðeins. Það er nóg af geimverum hér.
Skoðun Frá friði til vígvæðingar: Höfnum nýrri varnar- og öryggisstefnu utanríkisráðherra Steinunn Þóra Árnadóttir,Einar Ólafsson skrifar
Skoðun Stærsta öryggismál barna í dag eru samskipti, mörk og viðbrögð við grun um ofbeldi Arnrún María Magnúsdóttir skrifar
Skoðun „Hættu að kenna innflytjendum um að tala ekki íslensku. Við erum ekki vandamálið“ Ian McDonald skrifar
Skoðun Þess vegna er vond hugmynd hjá Reykjavíkurborg að tekjutengja leikskólagjöld Halla Gunnarsdóttir skrifar
Skoðun Mamma fékk fjórar milljónir fyrir að eignast þig í apríl Guðfinna Kristín Björnsdóttir skrifar
Skoðun Staðreyndir um fasteignagjöld í Reykjanesbæ Guðný Birna Guðmundsdóttir,Sverrir Bergmann Magnússon,Sigurrós Antonsdóttir,Halldóra Fríða Þorvaldsdóttir,Bjarni Páll Tryggvason,Díana Hilmarsdóttir,Helga María Finnbjörnsdóttir skrifar
Skoðun Ísland slítur sig frá þriggja áratuga norrænu menntasamstarfi Hópur fyrrverandi UWC-nema skrifar