Viðskipti innlent

Bein útsending: Framtíðarsýn ferðaþjónustunnar til 2030 kynnt

Tinni Sveinsson skrifar
Ferðamaður tekur sjálfu við Jökulsárlón.
Ferðamaður tekur sjálfu við Jökulsárlón. Vísir/Vilhelm
Þórdís Kolbrún Reykfjörð Gylfadóttir, ráðherra ferðamála-, iðnaðar- og nýsköpunar, býður til opins fundar undir yfirskriftinni Framtíðarsýn ferðaþjónustunnar – Leiðandi í sjálfbærri þróun í dag milli klukkan 13 og 16 á Hilton Reykjavík Nordica.Þar verða kynntar niðurstöður tveggja verkefna; Framtíðarsýn og leiðarljós íslenskrar ferðaþjónustu til ársins 2030 og Jafnvægisás ferðamála en einnig fara fram pallborðsumræður. Sjá má dagskránna nánar hér fyrir neðan.Jafnvægisás ferðamála er stjórntæki til að meta reglulega áhrif ferðaþjónustu á umhverfi, innviði, samfélag og efnahag landsins. Jafnvægisásinn myndar ásamt Framtíðarsýn og leiðarljósi ný stjórntæki í ferðamálum sem hugsuð eru sem undirstaða og afmörkun fyrir aðgerðabundna stefnumótunarvinnu sem er framundan.Fundurinn er ætlaður öllum hagaðilum íslenskrar ferðaþjónustu.  Fundarstjóri er Ásta Kristín Sigurjónsdóttir, framkvæmdastjóri Íslenska ferðaklasans.

Dagskrá:

13:00 – 13:30

Framtíðarsýn og leiðarljós íslenskrar ferðaþjónustu til ársins 2030

- Ferðamála-, iðnaðar- og nýsköpunarráðherra, Þórdís Kolbrún Reykfjörð Gylfadóttir13:30 – 14:15

Jafnvægisás ferðamála- EFLA verkfræðistofa

- Þjóðhagslegar stærðir

- Innviðir

- Samgöngur

- Veitur og úrgangsmál14:15 – 14:30

Kaffihlé14:30 – 15:30

Jafnvægisás ferðamála frh. - EFLA verkfræðistofa

- Umhverfi

- Náttúrustaðir og loftslagsmál

- Samfélagsmál og stoðþjónusta

- Samfélagsáhrif, lögregla, heilsugæsla, húsnæðismál,

- Sýnishorn af nýju Stjórnborði Jafnvægisáss ferðamála15:30 – 15:40

Samantekt15:40 – 16:00

Pallborðsumræður

- Þórdís Kolbrún Reykfjörð Gylfadóttir, ferðamálaráðherra

- Óskar Jósefsson, framkvæmdastjóri Stjórnstöðvar ferðamála

- Jóhannes Þór Skúlason, framkvæmdastjóri Samtaka ferðaþjónustunnar

- Guðrún Þóra Gunnarsdóttir, forstöðumaður Rannsóknarmiðstöðvar ferðamála

- Grímur Sæmundsen, forstjóri Bláa lónsins

Tengd skjöl
Fleiri fréttir

Sjá meira


Mesta hækkun dagsins


Engar hækkanir skráðar í dag

Mesta lækkun dagsins


Engar lækkanir skráðar í dag
Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.