Það þarf að gera eitthvað Gunnar Dofri Ólafsson skrifar 27. september 2019 10:20 Umræða um loftslagsmál minnir stundum á samband Jóns og Sigurðar. Í hamingjuríku hjónabandi þeirra hafði orðið til ákveðið mynstur. „Það þarf að skipta um peruna á langaganginum,“ sagði Sigurður við Jón. „Það þarf að fara með hundinn í göngutúr,“ sagði Sigurður. „Það þarf að taka til í bílskúrnum,“ sagði Sigurður ofurvinarlega við Jón. Svona gekk þetta í nokkra áratugi. Þegar Sigurður sagði einn fallegan vordag við Jón: „Það þarf að huga að blómunum,“ svaraði Jón hugsi: „...er ég þetta það?“ Það er eðlilega ákall um aðgerðir. Ákallið er nauðsynlegur upphafspunktur á því að takast á við vandann. En hvað svo? Vísindamenn segja að ef ekkert verður að gert stöndum við frammi fyrir alvarlegum vanda. Það þarf að gera eitthvað. Þetta eitthvað er að draga verulega úr magni gróðurhúsalofttegunda í andrúmsloftinu. Hvernig gerum við það? Meðal þess sem teflt er fram er að við hlustum á vísindamenn, Ísland lýsi yfir neyðarástandi í loftslagsmálum og láti hið minnsta 2,5% af landsframleiðslu renna beint til loftslagsaðgerða eða til aðgerða tengdum umhverfismálum. Af þessu þrennu er krafan um 2,5% af landsframleiðslu áþreifanlegust. Nánast allir Íslendingar hlusta á vísindamenn. Ég átta mig hins vegar ekki alveg á hvað myndi felast í því að lýsa yfir neyðarástandi. Getur „neyðarástand“ varað í áratug án þess að verða bara „ástand“? En það er önnur saga.Hver á að gera hvað? Þessi tala, 2,5%, er ekki úr lausu lofti gripin. Milliríkjanefnd Sameinuðu þjóðanna um loftslagsbreytingar (IPCC) segir í skýrslu frá október í fyrra að til þess að halda hlýnun jarðar innan við 1,5 gráður þurfi að setja 2,5% af heimsframleiðslu á hverju ári til ársins 2035 í baráttuna við loftslagsvána. Það eru 2,4 billjónir Bandaríkjadala, um það bil 300 billjónir króna á gengi dagsins. Hvað á að gera við alla þessa peninga? Jú, fjárfesta í endurnýjanlegum orkugjöfum til að fasa út jarðefnaeldsneyti. Vindmyllur, sólarsellur, vatnsaflsvirkjanir, jarðvarmavirkjanir og fleira í þeim dúr. Í íslensku samhengi samsvara 2,5% af landsframleiðslu um 70 milljörðum króna. 70 milljarðar af vatnsaflsvirkjunum þýðir um það bil ein ný Kárahnjúkavirkjun á þriggja ára fresti eða 145 vindmyllur á ári til ársins 2035. Er þetta það sem við viljum og þurfum að gera á Íslandi?Á ég að gera það? Gamla tuggan er að maður borðar fíl einn bita í einu. En hvar tekur maður fyrsta bitann? Tökum dæmi: Hvort skilar meiri loftslagsárangri að tengja skip við rafmagn meðan þau liggja við bryggju eða setja upp hraðhleðslustöðvar til að liðka fyrir orkuskiptum í samgöngum? Og hvort skilar meiri ábata fyrir loftslagið fyrir hverja krónu? Ég veit það ekki. Ég held því miður að fáir viti það, sem stendur. Þessu þarf að svara sem fyrst og grípa svo til markvissra aðgerða til að ná utan um vandann. Flækjustig loftslagsmála er oft svo hátt að það lamar allan vilja til aðgerða. Því þurfum við að breyta. Við þurfum að finna út hvar eigi að byrja, hver eigi að gera hvað og hvernig eigi að gera það. Kannski er best að við virkjum fyrir 70 milljarða á hverju ári. En kannski ekki. Viðskiptaráð hefur, með þetta að leiðarljósi, sett á laggirnar umhverfishóp Viðskiptaráðs. Markmið hans er meðal annars að stuðla að því að markmið Parísarsamkomulagsins náist í sátt og samvinnu almennings, viðskiptalífsins og hins opinbera. En betur sjá augu en auga. Þess vegna efnir Viðskiptaráð til Verkkeppni dagana 4. til 6. október í Háskólanum í Reykjavík. Keppnin er öllum opin og skráning er á vi.is/verkkeppni til og með 29. september. Viðfangsefnið er Milljón tonna áskorunin – hvernig drögum við úr losun gróðurhúsalofttegunda innan Parísarsamkomulagsins um milljón tonn fyrir árið 2030. Milljón krónur verða veittar fyrir stefnuna sem dómnefnd telur að nái mestum árangri með sem minnstum tilkostnaði. Við þurfum að breyta hugsun okkar um loftslagsmál. Það þarf ekki að gera eitthvað. Við þurfum að gera þetta, þetta og þetta. En fyrst þurfum við að komast að hvað af þessu skilar mestum árangri, hverju er auðveldast að hrinda í framkvæmd og hvað af því er ódýrast. Nú þegar ákallið hefur heyrst hátt og skýrt er þetta upphafspunkturinn. Það er ekki eftir neinu að bíða.Höfundur er lögfræðingur Viðskiptaráðs Íslands. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Gunnar Dofri Ólafsson Loftslagsmál Mest lesið Háskólinn á Bifröst – Öflugur og sjálfstæður fjarnámsskóli Sólveig Hallsteinsdóttir Skoðun Það eru fleiri fiskar í sjónum og fleiri sjónarmið í hafstjórn Guðbjörg Ásta Ólafsdóttir Skoðun Skapandi menntun skilar raunverulegum árangri Bryngeir Valdimarsson Skoðun Sex ára sáttmáli Davíð Þorláksson Skoðun Heiðursgestur Viðreisnar vill heimsveldi Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Af hverju kynjafræði? Og hvaða greinar hafa fengið svipaðar mótbárur í gegnum tíðina? Guðrún Elísa Friðbjargardóttir Sævarsdóttir Skoðun Háskólasamfélagið geri skyldu sína strax, stjórnvöld hafa brugðist Auður Magndís Auðardóttir,Elí Hörpu og Önundar,Eyrún Ólöf Sigurðardóttir,Helga Ögmundardóttir,Íris Ellenberger,Inga Björk Margrétar Bjarnadóttir,Katrín Pálmad. Þorgerðardóttir Skoðun Þúsundir kusu Sönnu Anna Bentína Hermansen Einarsdóttir,Ármann Hákon Gunnarsson,Baldvin Björgvinsson,Brynja Guðnadóttir,Haraldur Ingi Haraldsson,Jón Hallur Haraldsson,Kolbrún Erna Pétursdóttir,Ólafur H. Ólafsson,Rakel Hildardóttir,Sigrún Jónsdóttir Skoðun Framtíðarskipulag Keldnalands er ekki útópía – og þaðan af síður dystópía Birkir Ingibjartsson Skoðun Styrkjum stöðu leigjenda Kristján Þórður Snæbjarnarson Skoðun Skoðun Skoðun Háskólinn á Bifröst – Öflugur og sjálfstæður fjarnámsskóli Sólveig Hallsteinsdóttir skrifar Skoðun Það eru fleiri fiskar í sjónum og fleiri sjónarmið í hafstjórn Guðbjörg Ásta Ólafsdóttir skrifar Skoðun Skapandi menntun skilar raunverulegum árangri Bryngeir Valdimarsson skrifar Skoðun Sex ára sáttmáli Davíð Þorláksson skrifar Skoðun Af hverju kynjafræði? Og hvaða greinar hafa fengið svipaðar mótbárur í gegnum tíðina? Guðrún Elísa Friðbjargardóttir Sævarsdóttir skrifar Skoðun Stjórnendur sem mega ekki stjórna Stefán Vagn Stefánsson skrifar Skoðun Stokkhólmseinkenni sem við ættum að forðast Aðalsteinn Júlíus Magnússon skrifar Skoðun Eflum iðnlöggjöfina og stöðvum brotin Hilmar Harðarson skrifar Skoðun Pjattkratar taka til Þorsteinn Sæmundsson skrifar Skoðun Sumt er bara ekki hægt að rökræða Ása Lind Finnbogadóttir skrifar Skoðun Vaxtamunarviðskipti láta aftur á sér kræla Jökull Sólberg Auðunsson skrifar Skoðun Áskorun til ríkisstjórnarinnar: Innleiðum birgðaskyldu á eldsneyti Halla Hrund Logadóttir skrifar Skoðun Rétt skal vera rétt um gatnamót við Höfðabakka og Bæjarháls Dóra Björt Guðjónsdóttir skrifar Skoðun Háskólasamfélagið geri skyldu sína strax, stjórnvöld hafa brugðist Auður Magndís Auðardóttir,Elí Hörpu og Önundar,Eyrún Ólöf Sigurðardóttir,Helga Ögmundardóttir,Íris Ellenberger,Inga Björk Margrétar Bjarnadóttir,Katrín Pálmad. Þorgerðardóttir skrifar Skoðun Þúsundir kusu Sönnu Anna Bentína Hermansen Einarsdóttir,Ármann Hákon Gunnarsson,Baldvin Björgvinsson,Brynja Guðnadóttir,Haraldur Ingi Haraldsson,Jón Hallur Haraldsson,Kolbrún Erna Pétursdóttir,Ólafur H. Ólafsson,Rakel Hildardóttir,Sigrún Jónsdóttir skrifar Skoðun NATO riðar til falls en hvað þýðir það fyrir skilnaðarbarnið Ísland? Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Græðgin í forgrunni Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Greiningar eða lausnir – hvort vegur þyngra? Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Sterk staða Hafnarfjarðar Orri Björnsson skrifar Skoðun Bless bless jafnlaunavottun Sigríður Margrét Oddsdóttir skrifar Skoðun Miðstýrt skólakerfi eða fjölbreytni með samræmdu gæðamati? Bogi Ragnarsson skrifar Skoðun Heiðursgestur Viðreisnar vill heimsveldi Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Veðmál barna – hættulegur leikur sem hægt er að stöðva Jóhann Steinar Ingimundarson skrifar Skoðun Allt leikur í umburðarlyndi – eða hvað? Sigurður Eyjólfur Sigurjónsson skrifar Skoðun Lyfjafræðingar - traustur stuðningur í flóknum heimi Sigurbjörg Sæunn Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Þvílíkt „plan“ fyrir íslensk heimili Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Ísland og móðurplanta með erindi Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Háttvirta nýja þingkonan, María Rut Kristinsdóttir Ólafur Grétar Gunnarsson skrifar Skoðun Alþjóðadagur krabbameinsrannsókna – eitthvað sem mig varðar? Halla Þorvaldsdóttir skrifar Skoðun Af hverju ættum við að stunda geðrækt, rétt eins og líkamsrækt? Sigrún Þóra Sveinsdóttir skrifar Sjá meira
Umræða um loftslagsmál minnir stundum á samband Jóns og Sigurðar. Í hamingjuríku hjónabandi þeirra hafði orðið til ákveðið mynstur. „Það þarf að skipta um peruna á langaganginum,“ sagði Sigurður við Jón. „Það þarf að fara með hundinn í göngutúr,“ sagði Sigurður. „Það þarf að taka til í bílskúrnum,“ sagði Sigurður ofurvinarlega við Jón. Svona gekk þetta í nokkra áratugi. Þegar Sigurður sagði einn fallegan vordag við Jón: „Það þarf að huga að blómunum,“ svaraði Jón hugsi: „...er ég þetta það?“ Það er eðlilega ákall um aðgerðir. Ákallið er nauðsynlegur upphafspunktur á því að takast á við vandann. En hvað svo? Vísindamenn segja að ef ekkert verður að gert stöndum við frammi fyrir alvarlegum vanda. Það þarf að gera eitthvað. Þetta eitthvað er að draga verulega úr magni gróðurhúsalofttegunda í andrúmsloftinu. Hvernig gerum við það? Meðal þess sem teflt er fram er að við hlustum á vísindamenn, Ísland lýsi yfir neyðarástandi í loftslagsmálum og láti hið minnsta 2,5% af landsframleiðslu renna beint til loftslagsaðgerða eða til aðgerða tengdum umhverfismálum. Af þessu þrennu er krafan um 2,5% af landsframleiðslu áþreifanlegust. Nánast allir Íslendingar hlusta á vísindamenn. Ég átta mig hins vegar ekki alveg á hvað myndi felast í því að lýsa yfir neyðarástandi. Getur „neyðarástand“ varað í áratug án þess að verða bara „ástand“? En það er önnur saga.Hver á að gera hvað? Þessi tala, 2,5%, er ekki úr lausu lofti gripin. Milliríkjanefnd Sameinuðu þjóðanna um loftslagsbreytingar (IPCC) segir í skýrslu frá október í fyrra að til þess að halda hlýnun jarðar innan við 1,5 gráður þurfi að setja 2,5% af heimsframleiðslu á hverju ári til ársins 2035 í baráttuna við loftslagsvána. Það eru 2,4 billjónir Bandaríkjadala, um það bil 300 billjónir króna á gengi dagsins. Hvað á að gera við alla þessa peninga? Jú, fjárfesta í endurnýjanlegum orkugjöfum til að fasa út jarðefnaeldsneyti. Vindmyllur, sólarsellur, vatnsaflsvirkjanir, jarðvarmavirkjanir og fleira í þeim dúr. Í íslensku samhengi samsvara 2,5% af landsframleiðslu um 70 milljörðum króna. 70 milljarðar af vatnsaflsvirkjunum þýðir um það bil ein ný Kárahnjúkavirkjun á þriggja ára fresti eða 145 vindmyllur á ári til ársins 2035. Er þetta það sem við viljum og þurfum að gera á Íslandi?Á ég að gera það? Gamla tuggan er að maður borðar fíl einn bita í einu. En hvar tekur maður fyrsta bitann? Tökum dæmi: Hvort skilar meiri loftslagsárangri að tengja skip við rafmagn meðan þau liggja við bryggju eða setja upp hraðhleðslustöðvar til að liðka fyrir orkuskiptum í samgöngum? Og hvort skilar meiri ábata fyrir loftslagið fyrir hverja krónu? Ég veit það ekki. Ég held því miður að fáir viti það, sem stendur. Þessu þarf að svara sem fyrst og grípa svo til markvissra aðgerða til að ná utan um vandann. Flækjustig loftslagsmála er oft svo hátt að það lamar allan vilja til aðgerða. Því þurfum við að breyta. Við þurfum að finna út hvar eigi að byrja, hver eigi að gera hvað og hvernig eigi að gera það. Kannski er best að við virkjum fyrir 70 milljarða á hverju ári. En kannski ekki. Viðskiptaráð hefur, með þetta að leiðarljósi, sett á laggirnar umhverfishóp Viðskiptaráðs. Markmið hans er meðal annars að stuðla að því að markmið Parísarsamkomulagsins náist í sátt og samvinnu almennings, viðskiptalífsins og hins opinbera. En betur sjá augu en auga. Þess vegna efnir Viðskiptaráð til Verkkeppni dagana 4. til 6. október í Háskólanum í Reykjavík. Keppnin er öllum opin og skráning er á vi.is/verkkeppni til og með 29. september. Viðfangsefnið er Milljón tonna áskorunin – hvernig drögum við úr losun gróðurhúsalofttegunda innan Parísarsamkomulagsins um milljón tonn fyrir árið 2030. Milljón krónur verða veittar fyrir stefnuna sem dómnefnd telur að nái mestum árangri með sem minnstum tilkostnaði. Við þurfum að breyta hugsun okkar um loftslagsmál. Það þarf ekki að gera eitthvað. Við þurfum að gera þetta, þetta og þetta. En fyrst þurfum við að komast að hvað af þessu skilar mestum árangri, hverju er auðveldast að hrinda í framkvæmd og hvað af því er ódýrast. Nú þegar ákallið hefur heyrst hátt og skýrt er þetta upphafspunkturinn. Það er ekki eftir neinu að bíða.Höfundur er lögfræðingur Viðskiptaráðs Íslands.
Af hverju kynjafræði? Og hvaða greinar hafa fengið svipaðar mótbárur í gegnum tíðina? Guðrún Elísa Friðbjargardóttir Sævarsdóttir Skoðun
Háskólasamfélagið geri skyldu sína strax, stjórnvöld hafa brugðist Auður Magndís Auðardóttir,Elí Hörpu og Önundar,Eyrún Ólöf Sigurðardóttir,Helga Ögmundardóttir,Íris Ellenberger,Inga Björk Margrétar Bjarnadóttir,Katrín Pálmad. Þorgerðardóttir Skoðun
Þúsundir kusu Sönnu Anna Bentína Hermansen Einarsdóttir,Ármann Hákon Gunnarsson,Baldvin Björgvinsson,Brynja Guðnadóttir,Haraldur Ingi Haraldsson,Jón Hallur Haraldsson,Kolbrún Erna Pétursdóttir,Ólafur H. Ólafsson,Rakel Hildardóttir,Sigrún Jónsdóttir Skoðun
Framtíðarskipulag Keldnalands er ekki útópía – og þaðan af síður dystópía Birkir Ingibjartsson Skoðun
Skoðun Háskólinn á Bifröst – Öflugur og sjálfstæður fjarnámsskóli Sólveig Hallsteinsdóttir skrifar
Skoðun Það eru fleiri fiskar í sjónum og fleiri sjónarmið í hafstjórn Guðbjörg Ásta Ólafsdóttir skrifar
Skoðun Af hverju kynjafræði? Og hvaða greinar hafa fengið svipaðar mótbárur í gegnum tíðina? Guðrún Elísa Friðbjargardóttir Sævarsdóttir skrifar
Skoðun Áskorun til ríkisstjórnarinnar: Innleiðum birgðaskyldu á eldsneyti Halla Hrund Logadóttir skrifar
Skoðun Rétt skal vera rétt um gatnamót við Höfðabakka og Bæjarháls Dóra Björt Guðjónsdóttir skrifar
Skoðun Háskólasamfélagið geri skyldu sína strax, stjórnvöld hafa brugðist Auður Magndís Auðardóttir,Elí Hörpu og Önundar,Eyrún Ólöf Sigurðardóttir,Helga Ögmundardóttir,Íris Ellenberger,Inga Björk Margrétar Bjarnadóttir,Katrín Pálmad. Þorgerðardóttir skrifar
Skoðun Þúsundir kusu Sönnu Anna Bentína Hermansen Einarsdóttir,Ármann Hákon Gunnarsson,Baldvin Björgvinsson,Brynja Guðnadóttir,Haraldur Ingi Haraldsson,Jón Hallur Haraldsson,Kolbrún Erna Pétursdóttir,Ólafur H. Ólafsson,Rakel Hildardóttir,Sigrún Jónsdóttir skrifar
Skoðun NATO riðar til falls en hvað þýðir það fyrir skilnaðarbarnið Ísland? Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir skrifar
Skoðun Af hverju ættum við að stunda geðrækt, rétt eins og líkamsrækt? Sigrún Þóra Sveinsdóttir skrifar
Af hverju kynjafræði? Og hvaða greinar hafa fengið svipaðar mótbárur í gegnum tíðina? Guðrún Elísa Friðbjargardóttir Sævarsdóttir Skoðun
Háskólasamfélagið geri skyldu sína strax, stjórnvöld hafa brugðist Auður Magndís Auðardóttir,Elí Hörpu og Önundar,Eyrún Ólöf Sigurðardóttir,Helga Ögmundardóttir,Íris Ellenberger,Inga Björk Margrétar Bjarnadóttir,Katrín Pálmad. Þorgerðardóttir Skoðun
Þúsundir kusu Sönnu Anna Bentína Hermansen Einarsdóttir,Ármann Hákon Gunnarsson,Baldvin Björgvinsson,Brynja Guðnadóttir,Haraldur Ingi Haraldsson,Jón Hallur Haraldsson,Kolbrún Erna Pétursdóttir,Ólafur H. Ólafsson,Rakel Hildardóttir,Sigrún Jónsdóttir Skoðun
Framtíðarskipulag Keldnalands er ekki útópía – og þaðan af síður dystópía Birkir Ingibjartsson Skoðun