Formúla 1

Sjáðu uppgjörsþáttinn eftir sigur Hamilton í Rússlandi

Anton Ingi Leifsson skrifar
Hamilton fagnar sigrinum.
Hamilton fagnar sigrinum. vísir/getty

Heimsmeistarinn Lewis Hamilton stóð uppi sem sigurvegari í rússneska kappakstrinum í Formúlu 1 í dag.

Keppnin fór fram í Sotsjí í Krasnodarfylki í Bandaríkjunum en síðustu þrjár keppnir höfðu Ferrari-liðar unnið.

Þetta er níunda keppnin sem Hamilton vinnur á tímabilinu og í fjórða sinn sem Hamilton vinnur rússneska kappaksturinn á ferlinum. Hann er með örugga forystu í keppni ökuþóra.
Kristján Einar Kristjánsson og Rúnar Jónsson lýstu Formúlunni af sinni alkunnu snilld í dag og þeir gerðu svo upp herlegheitin eftir keppnina.

Allt uppgjörið má sjá hér að neðan.


Klippa: Formúlu 1 uppgjörAthugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.